680. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/680. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

680. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
10. október 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Fríða Stefánsdóttir varaformaður, Daði Bergþórsson, Elín Björg Gissurardóttir, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Landamál í Sandgerði: staðan – 1706171
Frá 674. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 11. júlí 2017, 1. mál. Málið rætt og er í vinnslu, afgreiðslu frestað. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs Sandgerðisbæjar fór yfir stöðu landamála í Sandgerðisbæ.
Gestir
Jón Ben Einarsson
Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar Jóni Ben Einarssyni fyrir komuna á fundinn og leggur áherslu á að unnið sé hratt og örugglega í málinu og framganga þess verði kynnt á næsta fundi bæjarráðs.

2. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: 1. Ákvörðun um útsvarshlutfall.2. Niðurstöður ráða kynntar. 3. Drög að áætlun deilda og stofnana. – 1707006
Frá 679. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar 26. september 2017, 1. mál. vísað til áframhaldandi vinnu að fjárhagsáætlun 2018.
Fyrir fundinum liggja: 1. Tillaga um útsvarshlutfall. 2. Niðurstöður ráða. 3. Drög að áætlun deilda og stofnana.
Afgreiðsla: Tillögu að útsvarshlutfalli er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar. Vísað til áframhaldandi vinnu að fjárhagsáætlun 2018.

3. Alþingiskosningar 2017: kjörskrárstofn lagður fram á fundinum – 1709014
Frá 383. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. október 2017, 2. mál. Bæjarstjórn felur bæjarráði að staðfesta kjörskrárstofn Þjóðskrár Íslands sem kjörskrá vegna alþingiskosninganna sem fram fara laugardaginn 28. október 2017.
Kjörskrárstofn fyrir alþingiskosningarnar 28. október 2017 var lagður fram á fundinum.
Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir kjörskrárstofn Þjóðskrár íslands sem kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara laugardaginn 28. október 2017. Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að taka til meðferðar athugasemdir er kunna að berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar ef við á skv. 1. mgr. 27. gr. kosningalaga nr. 24/2000 og bráðabirgðaákvæðis um breytingu á þeim lögum nr. 91/2016.

4. Leikskólinn Sólborg: a. Leikskólinn Sólborg, horfur og þróun. b. Drög að viðauka við samning. – 1706052
Fyrir fundinum liggur umsögn fræðslu- og menningarfulltrúa um starf leikskólans Sólborgar. Einnig yfirlit frá Hjallastefnunni; “Um leikskólann, horfur og þróun” og viðauki vegna samnings Sandgerðisbæjar og Hjallastefnunnar um rekstur leikskólans Sólborgar.
Afgreiðsla: Vísað til frekari vinnslu fjárhagsáætlunar 2018. Bæjarráð þakkar Hjallastefnunni fyrir yfirlit yfir horfur og þróun í leikskólanum Sólborg. Bæjarstjóra er falið að undirrita samning við Hjallastefnuna með áorðnum breytingum sem og leggja fram viðauka við fjárhagsáæltlun 2017 vegna málsins.

5. Lögreglusamþykkt: Sameiginleg fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum – 1706099
Erindi stjórnar Reykjanes jarðvangs, dags. 7. júní 2017 þar sem lagt er til að sveitarfélög á Suðurnesjum breyti lögreglusamþykktum þannig að gisting í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum verði aðeins heimiluð á sérmerktum svæðum, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í að setja eina samræmda lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Bæjarstjóri er skipaður fulltrúi Sandgerðisbæjar í vinnuhóp sem skili niðurstöðu um málið fyrir 15. nóvember 2017.

6. Samgönguáætlun 2018 – 2021: samantekt um áherslur Sandgerðisbæjar – 1706043
Fyrir fundinum liggur samantekt bæjarstjóra og umhverfis og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar um áherslur Sandgerðisbæjar í samgönguáætlun 2018-2029.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. Húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs 16. október 2017 – 1701018
Velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður boða til húsnæðisþings mánudaginn 16. október 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: fundargerð 59. fundar – 1706224
Fundargerð 59. fundar Heklunnar atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 25. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

9. Þekkingarsetur Suðurnesja: fundargerð 23. fundar – 1706262
Fundargerð 23. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

10. Öldungaráð Suðurnesja: fundargerð aðalfundar 23.09.2017 – 1706203
Fundargerð aðalfundar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram laugardaginn 23. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir stjórnar 4. september 2017 og 18. september 2017 – 1706203
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 4. september 2017. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 18. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

12. Stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum: fundargerð 14.09.2017 – 1709001
Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 14. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Fundargerðir 482,483 og 484. fundar – 1707021
Fundargerð 482. fundar stjórnar Sorpeyðingarsöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 13. júlí 2017. Fundargerð 483. fundar stjórnar Sorpeyðingarsöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 10. ágúst 2017. Fundargerð 482. fundar stjórnar Sorpeyðingarsöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 14. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

14. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: fundargerðir 263. og 264. fundar – 1706243
Fundargerð 263. fundar HeilbrigðisnefndarSuðurnesja.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 6. september 2017. Eftirtalin fyrirtæki fengu starfsleyfi í Sandgerðisbæ. Gildistími 12 ár: Seva ehf, leyfi til að reka gistiheimili. Suchada ehf, leyfi til að reka söluturn með grilli. Golfklúbbur Sandgerðis, leyfi til að reka matsölu með einfaldar veitingar. Clippers ehf, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, leyfi til að selja pizzur. Tralla ehf. leyfi til að reka 2 matsöluvagna á Suðurnesjasvæði. IGS ehf. Keflavíkurflugvelli, leyfi til að reka bifreiða- og vélaverkstæði. Tímabundin starfsleyfi: Björgunarsveitin Sigurvon, leyfi fyrir flugeldasýningu 26. ágúst 2017. Önnur leyfi: Airport associates, leyfi til að blanda klór í vatn fyrir flugvélar. Sandgerðisbær, leyfi til að halda útisamkomu undir nafninu Sandgerðisdagar. Fundargerð 264. fundar HeilbrigðisnefndarSuðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 6. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Fríða Stefándóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Elín Björg Gissurardóttir sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign