679. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/679. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

679. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
26. september 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Fríða Stefánsdóttir varaformaður, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Elín Björg Gissurardóttir og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:
1. – 1707006 Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: Tekjuáætlun, Launaáætlun, Gjaldskrá, Fjárfestingaáætlun, Viðhaldsáætlun 
Frá 678. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. September 2017, 1. mál Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra er falið að gera tillögur um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021. Fyrir fundinum liggja: Tekjuáætlun, Launaáætlun, Gjaldskrá, Fjárfestingaáætlun og Viðhaldsáætlun
Gestir: Elísabet G. Þórarinsdóttir.
Afgreiðsla: Vísað til áframhaldandi vinnu að fjárhagsáætlun 2018.

2. – 1706313 Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020: viðaukar 
Frá 678. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. September 2017, 4. mál Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra er falið að gera tillögur um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017. Fyrir fundinum liggja viðaukar við fjárhagsáætlun 2017: Viðauki 4 Samningur við BS Viðauki 5 Fræðslu og uppeldismál Viðauki 6 Þreknámskeið í íþróttamiðstöð Viðauki 7 Hreinsunarátak Viðauki 8 Jöfnunarsjóður Viðauki 9 Breytingar samfara útkomuspá Viðauki 10 Breytingar milli deilda, launa og annars rekstarkostnaðar.
Bæjarstjóri fór yfir viðaukana.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram lagðir viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 verði samþykktir.

3. – 1706205 Sveitarfélagið Garður: aðalskipulag: breyting
Fyri fundinum liggur vinnslutillaga vegan breytinga á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.
Vinnslutillagan fjallar um:
a) Breytta landnotkun við Rósaselstorg.
b) Breytta landnotkun við Garðvang.
c) Breytingu á takmörkunum vegan hindrunarflata Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla: Bæjarstjóri hefur óskað eftir fresti til að skila inn athugasemdum þar til umfjöllun í húsnæðis- skipulags- og byggingaráði Sandgerðisbæjar er lokið.

4. – 1706257 Heilsuvika 2017: gögn
Fyrir fundinum liggur kynning á dagskrá Heilsuviku í Sandgerðisbæ 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur íbúa Sandgerðisbæjar til þátttöku í Heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja – “Ertu með?”

5. – 1706026 Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær: íbúðir fyrir fatlaða
Frá 678. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. september 2017, 3. mál. Afgreiðslu málsins er frestað. Fyrir fundinum liggur Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á íbúðakjarna við Lækjarmót 65, Sandgerði.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. – 1706199 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017 
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. september 2017 þar sem tilkynnt er um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem verður haldin fimmtudaginn 5. október og föstudaginn 6. október í Reykjavík.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. – 1706235 Styrkbeiðnir 2017: neytendasamtökin
Erindi Neytendasamtakanna dags. 14. september 2017 þar sem óskað er eftir framlagi til að styðja við starfsemi samtakanna.
Afgreiðsla: Bæjarráð hafnar erindinu.

8. – 1706043 Samgönguþing 28.09.2017 
Erindi samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem tilkynnt er um
samgönguþing sem fram fer fimmtudaginn 28. september 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9. – 1706236 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundarboð
Boðað er til aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 29. september og laugardaginn 30. september 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10. – 1709013 Jöfnunarsjóður: ársfundur
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 19. september 2017 þar sem tilkynnt er um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 4. október 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11. – 1709009 Fasteignafélag Sandgerðis: aðalfundur 2017
Fyrir fundinum liggja fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Sandgerðis sem fram fór mánudaginn 18. september 2017 og ársreikningur Fasteignafélags Sandgerðis 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

12. – 1707003 Sameining sveitarfélaga: 5. fundur 
Fundargerð 5. fundar samstarfsnefndar um sameiningarmál. Fundurinn fór fram mánudaginn 18. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. – 1706236 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 719. fundur 
Fundargerð 719. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 13. september 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. 6. mál: Önnur mál Bæjarráð tekur undir álit stjórnar SSS og telur mikilvægt að reynsla
nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi og harmar því að enginn suðurnesjamaður hafi verið tilnefndur í vinnuhópinn sem á að fjalla um flugvelli á suðvesturhorninu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Fríða Stefánsdóttir Sign.
Daði Bergþórsson Sign.
Magnús S. Magnússon Sign.
Elín Björg Gissurardóttir Sign.
Sigrún Árnadóttir Sign.