678. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/678. fundur bæjarráðs

678. fundur bæjarráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
12. september 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:
1. 1707006 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 
Fyrir fundinum liggur útkomuspá fyrir árið 2017.
Gestur fundarins í þessu máli var Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fóru yfir gögnin.

Afgreiðsla: Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra er falið að gera tillögur um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017.

2. 1706065 – Sandgerðishöfn: lög um framlög ríkisins vegna viðhalds 
Minnisblað og tillögur bæjar- og hafnarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna framlaga ríkisins til fjárfestinga á Suðurbryggju. Minnisblað endurskoðanda Deloitte varðandi hafnarsjóð Sandgerðisbæjar.
Gestur fundarins í þessu máli var Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fóru yfir málið.

Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnið verði samkvæmt fram lögðu minnisblaði um tilfærslu lána og bæjarstjóra er falið að vinna að öðru leyti samkvæmt minnisblaðinu.
Magnús S. Magnússon óskar eftir útreikningum á breyttu vinnufyrirkomulagi samkvæmt D- lið minnisblaðsins og samkomulagi við Fiskmarkað Suðurnesja.
Bæjarráð vísar minnisblaði endurskoðanda Deloitte til vinnslu fjárhagsáætlunar.

3. 1706026 – Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær: kostnaður 
Fyrir fundinum liggur Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á íbúðakjarna við Lækjarmót 65, Sandgerði. Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla: Afgreiðslu málsins er frestað.

4. 1708006 – Schiphol Area Developement Company: boð á fund 
Boðað er til fundar með bæjarstjórnarfólki ásamt fulltrúum frá Schiphol Area Development
Company fimmtudaginn 14. september 2017.

Afgreiðsla: Bæjarráð hvetur kjörna bæjarstjórnarmenn til að fjölmenna á fundinn.

5. 1707003 – Sameining sveitarfélaga: kosning utan kjörfundar 
Bréfaskipti bæjarstjóra Sandgerðisbæjar og bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs við
Sýslumanninn á Suðurnesjum um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna kosninga um
sameiningu sveitarfélaganna 11. nóvember 2017.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. 1709003 – Samband íslenskra sveitarfélaga: lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila: fullnaðaruppgjör 
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. ágúst 2017 vegna fullnaðaruppgjörs á
lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir ánægju með niðurstöðu málsins.

7. 1709004 – Jafnréttisstofa: landsfundur um jafnréttismál 2017 
Erindi Jafnréttisstofu þar sem tilkynnt er um landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál 15.
september nk. undir heitinu Jöfnum leikinn.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. 1708006 – Miðnesheiði: fundargerðir nr. 18. og 19. 
Fundargerð 18. fundar stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 15. ágúst 2017.
Fundargerð 19. fundar stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 8. september 2017.

Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

9. 1706224 – Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 58. fundur 
Fundargerð 58. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundurinn fór fram föstudaginn 25. ágúst 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

10. 1706236 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 718. fundur 
Fundargerð 718. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 29. ágúst 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. 1706130 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: 35. fundur
Fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 15. ágúst 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. 1706247 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 852. fundur 
Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn fór fram föstudaginn 1. september 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. 1706203 – Öldungaráð Suðurnesja: fundur 21. ágúst 2017 
Fundargerð fundar stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja.
Fundurinn fór fram mánudaginn 21. ágúst 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. 1706115 – Hafnasamband Íslands: fundargerð nr. 396
Fundargerð 852. fundar stjórnar Hafnarsambands íslands .
Fundurinn fór fram föstudaginn 25. ágúst 2017.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign.
Fríða Stefánsdóttir, sign.
Daði Bergþórsson, sign.
Magnús Sigfús Magnússon, sign.
Sigrún Árnadóttir, sign.