677. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/677. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

677. fundur bæjarráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
22. ágúst 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason í forföllum
Daða Bergþórssonar, Magnús Sigfús Magnússon, og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Gestur fundarins í 2. og 4. máli var Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis-, skipulags- og
byggingasviðs Sandgerðisbæjar.

1. 1707006 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: markmið
Fyrir fundinum liggur Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 – markmið og
vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjóri fór yfir markmið fyrir árið 2018 og vinnutilhögun við fjárhagsáætlun.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir markmið fyrir árið 2018 og vinnutilhögun við fjárhagsáætlun.

2. 1707015 – Félagslegar íbúðir 2017
Fyrir fundinum liggja tilboð í smáhýsi.
Einnig minnisblað Halldórs Pálmars Halldórssonar forstöðumanns
Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Hönnu Maríu Kristjánsdóttur
forstöðumanns Þekkingarseturs Suðurnesja og Ó. Sindra Gíslasonar
forstöðumanns Náttúrustofu Suðvesturlands.

Gestur fundarins í þessu máli var Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis-, skipulags-
og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.

Bæjarstjóri og sviðstjóri skýrðu frá heimsókn á Þekkingarsetur Suðurnesja þar
sem rætt var við forstöðumenn.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir kaup á fjórum smáhýsum skv. framlögðum gögnum.

3. 1706026 – Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær: íbúðir fyrir
fatlaða: lokadrög samnings
Fyrir fundinum liggja lokadrög að samningi um stofnframlag á grundvelli laga um
almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á íbúðakjarna við Lækjarmót 65, Sandgerði.

Bæjarstjóri fór yfir samningsdrögin.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samning við Landssamtökin Þroskahjálp um stofnframlag á
grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 vegna byggingar íbúðakjarna við
Lækjarmót 65.

4. 1703099 – Deiliskipulag:Íbúðarsvæði við Lækjamót: Tillaga að breytingu á
deiliskipulag
Fyrir fundinum liggja: greinargerðir sviðsstjóra umhverfis-, skipulags og
byggingarmála vegna:
Deiliskipulagsbreytingar á íbúðarsvæði við Lækjamót: Andmæli íbúa vegna
skipulags lóðarinnar Lækjamót 65 þar sem koma þjónustuíbúðir fyrir fatlaða
einstaklinga og
Deiliskipulagsbreytingar á íbúðarsvæði við Lækjamót:
Andmæli íbúa vegna skipulags lóðanna Lækjamót 73-75 og 81-83.

Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráð Sandgerðisbæjar felur sviðsstjóra að
koma þeim gagnrökum sem koma fram í greinargerð hans á framfæri við aðila
máls og leggur til að breytingar á deiliskipulagi íbúðahverfis við Lækjamót verði
sent óbreytt til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun (sjá 12. mál í þessari
fundargerð).

Gestur fundarins í þessu máli var Jón Ben Einarsson sviðsstjóri húsnæðis-, skipulags-
og byggingasviðs Sandgerðisbæjar.

Afgreiðsla:
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs
Sandgerðisbæjar.

5. 1706043 – Samgönguáætlun 2018 – 2021
Fyrir fundinum liggja áherslur Sandgerðisbæjar í samgönguáætlun unnar af
Einari Friðrik Brynjarssyni umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir áherslur Sandgerðisbæjar í vegamálum í Samgönguáætlun
2018-2021.

6. 1706130 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundarboð
Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7.
september 2017 á Siglufirði.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd
Sandgerðisbæjar.

7. 1706245 – Sandgerðisdagar 2017
Fyrir fundinum liggur heildardagskrá fyrir sandgerðisdaga 2017 (sjá 10. mál í
þessari fundargerð).
Einnig umsagnarbeðni Sýslumannsins á Suðurnesjum um tækifærisleyfi fyrir
knattspyrnudeild Reynis vegna dansleiks föstudaginn 25. ágúst 2017.

Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur undir þakkir atvinnu- ferða- og menningarráðs til verkefnastjóra
Sandgerðisdaga og samþykkir veitingu viðurkenningar vegna framlags
einstaklings til menningarmála í Sandgerðisbæ.
Bæjarráð gerir ekki athugsemd við tækifærisleyfi fyrir knattspyrnudeild Reynis
vegna dansleiks föstudaginn 25. ágúst 2017.

8. 1707023 – Fasteignamat 2018
Erindi Þjóðskrár Íslands dags. 12. júlí 2017 – Tilkynning um fasteignamat 2018.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

9. 1706099 – Reykjanes Jarðvangur ses: talning ferðamanna
Upplýsingar frá Reykjanes jarðvangi þar sem er að finna tölur um fjölda
ferðamanna á Reykjanesi í sumar miðað við nýjan aflestur.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

10. 1706066 – Atvinnu-, ferða- og menningarráð: 16. fundur
Fundargerð 16. fundar atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar.
fundurinn fór fram fimmtudaginn 17. ágúst.
1. mál – 1706245: Sandgerðisdagar. Sjá 7. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

11. 1705032 – Umhverfisráð Sandgerðisbæjar: 80. fundur
Fundargerð 80. fundar umhverfisráðsráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram
föstudaginn 18. ágúst.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

12. 1702073 – Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráð Sandgerðisbæjar: 492.
fundur
Fundargerð 16. fundar húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram föstudaginn 18. ágúst.

1. mál- 1703099: Deiliskipulag: Íbúðarsvæði við Lækjamót: Tillaga að breytingu á
deiliskipulagi. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

13. 1706236 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 716 og 717.
fundar
Fundargerð 716. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 14. júní 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundargerð 717. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 9. ágúst 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. 1706130 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 2017
Fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn
fór fram þriðjudaginn 15. ágúst.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. 1707003 – Sameining sveitarfélaga: 4. fundur
Fundargerð 4. fundar samstarfsnefndar um sameiningarmál. Fundurinn fór fram
fimmtudaginn 17. ágúst.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. 1708006 – Miðnesheiði: 17. fundur
Fundargerð 17. fundar stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á
Miðnesheiði. Fundurinn fór fram föstudaginn 5. maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. 1706323 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 676. fundur
Fundargerð 676. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram
þriðjudaginn 8. ágúst 2017

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign.
Fríða Stefánsdóttir, sign.
Guðmundur Skúlason, sign.
Magnús Sigfús Magnússon, sign.
Sigrún Árnadóttir, sign.