676. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/676. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

676. fundur 
bæjarráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
8. ágúst 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:
Fríða Stefánsdóttir sem stýrði fundi í forföllum Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur, Elín Björg Gissurardóttir í forföllum Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur, Daði Bergþórsson, Svavar Grétarsson í forföllum Magnúsar S. Magnússonar, og Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í sumarleyfi Sigrúnar Árnadóttur bæjarstjóra.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá
1. Starfsmannamál: sí- og endurmenntun: reglur – 1707017
Frá 675. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. júlí 2017, 4. mál. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs. Fyrir fundinum liggja endurskoðuð drög að reglum um sí- og endurmenntun starfsmanna Sandgerðisbæjar og tillögur um Úthlutunarreglur Endurmenntunarsjóðs. Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir Reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Sandgerðisbæjar og Úthlutunarreglur Endurmenntunarsjóðs Sandgerðisbæjar.

2. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021 – 1707006
Fyrir fundinum liggur tímaáætlun fyrir Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018 – 2021. Elísabet G. Þórarinsdóttir fór yfir málið. Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir tímaáætlun fyrir gerð Fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar 2018 – 2021.

3. Félagslegar íbúðir 2017 – 1707015
Frá 675. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 25. júlí 2017, 2. mál. Fyrir fundinum liggur greinargerð Elísabetar G. Þórarinsdóttur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um málið. Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að leita tilboða frá þeim söluaðilum sem hafa sýnt áhuga á að selja okkur smáhýsi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna úr tilboðum og leggja tillögu fyrir næsta fund
bæjarráðs um niðurstöðu málsins.

4. Veitingahúsið Vitinn: umsókn um rekstrarleyfi – 1707022
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 27. júlí 2017 þar sem óskað er
umsagnar Sandgerðisbæjar vegna umsóknar Veitingahússins Vitans um
rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr.
85/2007.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu á beiðni Veitingahússins Vitans um
rekstrarleyfi.

5. Golfklúbbur Sandgerðis: umsókn um rekstrarleyfi – 1707010
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 27. júlí 2017 þar sem óskað er
umsagnar Sandgerðisbæjar vegna umsóknar Golfklúbbs Sandgerðis um
rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr.
85/2007.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu á beiðni Golfklúbbs Sandgerðis um
rekstrarleyfi.

6. Ökutækjaleiga: beiðni um umsögn 2017 – 1706098
Erindi Samgöngustofu dags. 24. mars 2017 þar sem óskað er umsagnar
Sandgerðisbæjar vegna umsóknar Bílaleigunnar Berg ehf. um rekstrarleyfi til
rekstrar útibús ökutækjaleigu að Blikavöllum 5 Keflavíkurflugvelli samkvæmt 3. gr.
laga nr. 65/2015.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu á beiðni Bílaleigunnar Berg ehf.
um starfsleyfi.

7. Sandgerðisdagar 2017 – 1706245
Fyrir fundinum liggja Drög að Sandgerðisdögum 2017: dagatal vikan 21. – 27.
ágúst 2017 og Sandgerðisdagar 2017_staða undirbúnings 3. ágúst.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: fundargerðir 2017 – 1706323
Fundargerð 675. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram
þriðjudaginn 25. júlí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55

Fríða Stefánsdóttir sign
Elín Björg Gissurardóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Svavar Grétarsson sign
Elísabet G. Þórarinsdóttir sign