675. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/675. fundur bæjarráðs

675. fundur 
bæjarráðs 
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
25. júlí 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Gestur fundarins í 2. máli var Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá
1. Fjárfestingaáætlun: staða og tillögur – 1706313
Bæjarstjóri lagði fram yfirlit yfir stöðu verkefna sem samþykkt hefur verið að vinna samkvæmt fjárfestingaáætlun Sandgerðisbæjar á árinu 2017. Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að framkvæmdum við bíla- og sleppistæði á skólalóð Grunnskólans verði frestað til næsta vors og að lokaáfanga fráveituframkvæmda verði frestað þar til ný reglugerð um fráveitu hefur verið afgreidd á Alþingi.
Fjárfestingaáætlun verður lögð fyrir síðari fund bæjarráðs í ágúst.

2. Húsnæðismál: tillögur og greinargerð – 1707015
Fyrir fundinum liggja: Minnisblað/tillaga sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála vegna staðsetningar á bráðabirgðahúsnæði fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar í Sandgerði. Greinargerð og tillaga bæjarstjóra og félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar um kaup á smáhýsum til útleigu fyrir félagslegt húsnæði. Félagsmálastjóri og bæjarstjóri fóru yfir málið. Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir tillögu um að Sandgerðisbær festi kaup á fjórum smáhúsum, til þess að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði.
Bæjarráð samþykkir tillögu varðandi staðsetningu húsanna við Garðveg.
Gestur: Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri.

3. Samgönguáætlun 2018 – 2021: áherslur í sjóvörnum og hafnarmálum – 1706043
Erindi Vegagerðarinnar dags. 15. júní 2017, bréf til sveitarstjóra/hafnarstjóra um
Fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021.
Minnisblað umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar um samgönguáætlun.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að Sandgerðisbær sæki um að þau verkefni sem tilgreind eru
á framlögðu minnisblaði og þau verði sett á Samgönguáætlun.
Bæjarráð leggur áherslu á að dýpkunarframkvæmdir við Sandgerðishöfn verði
settar á Samgönguáætlun.

4. Starfsmannamál: sí- og endurmenntun: reglur – 1707017
Fyrir fundinum liggja drög að reglum um sí- og endurmenntun starfsmanna
Sandgerðisbæjar og tillögur um Úthlutunarreglur Endurmenntunarsjóðs.
Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: greining á stöðu DS – 1706181
Umsókn Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum um framlag úr Framkvæmdasjóði
aldraðra 2017 til endurbóta á brunavörnum, lýsingu, eldhúss og salerna á
Hlévangi í Reykjanesbæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. Sameiningarnefnd: fundargerð 3. fundar – 1707003
Fundargerð 3. fundar samstarfsnefndar um sameiningarmál. Fundurinn fór fram
fimmtudaginn 20. júlí 2017.
Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

7. Hafnasamband Íslands: fundargerðir 2017 – 1706115
Fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands. Fundurinn fór fram
þriðjudaginn 23. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

8. Samband íslenskra sveitarfélaga: 851. fundur – 1706247
Fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór
fram föstudaginn 30. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

9. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 674. fundur – 1706323
Fundargerð 674. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram
þriðjudaginn 11. júlí 2017.
Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign