674. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/674. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

674. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
11. júlí 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, og Elísabet Þórarinsdóttir staðgengill bæjarstjóra.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

Dagskrá:
1. Landamál í Sandgerði – 1706171
Gestur fundarins í þessu máli var Jón Ben Einarsson.
Fyrir fundinum liggja upplýsingar um eignarhald og eignarhlutfall Landakots og Krókskots. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla: Málið rætt og er í vinnslu, afgreiðslu frestað.

2. Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær: íbúðir fyrir fatlaða: niðurstaða útboðs – 1706026
Gestur fundarins í þessu máli var Jón Ben Einarsson.
Útboð í byggingu íbúðahúsnæðis fyrir fatlaða. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingarsviðs kynnti bæjarráði niðurstöðu útboðs.
Afgreiðsla: Málið rætt og kynnt.

3. Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun: lokaútgáfa til afgreiðslu – 1701018
Frá 379. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 7. júní 2017. Bæjarstjórn vísar afgreiðslu Húsnæðisáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2025 til bæjarráðs til afgreiðslu. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. Fyrir fundinum liggur Húsnæðisáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2025 ásamt minnisblaði Umhverfis- og tæknifulltrúa Einari Friðrik Brynjarssyni.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir Húsnæðisáætlun Sandgerðis 2017-2025.

4. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020: viðaukar 2. og 3. – 1706312
Fyrir fundinum liggja viðaukar nr. 2 og nr. 3 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum S- og D-lista viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2017. Fulltrúi B- lista situr hjá. Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017.

5. Heilsueflandi Samfélag: tillaga til bæjarráðs – 1706322
Fyrir fundinum liggur tillaga frístunda- og forvarnafulltrúa Rut Sigurðardóttir, um heilsueflandi samfélag.
Afgreiðsla: Bæjarráð vísar tillögunni til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 og vísar tillögunni jafnframt til kynningar í Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráði.

6. Reykjanes Jarðvangur ses: tillaga að breytingu á lögreglusamþykkt – 1706099
Frá 36. fundi Reykjnes Jarðvangs föstudaginn 26. maí 2017. Á fundinum var fjallað um lögreglusamþykktir sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Afgreiðsla: Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

7. Styrkbeiðnir 2017: hamfarir á Grænlandi 18. júní sl. – 1706235
Vinátta í verki landssöfnun vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi þann 18. júní sl.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að styrkja Landssöfnun vegna náttúruhamfara og sjávarflóða í Nuugattsiaq í Grænlandi um kr. 100.000,-. Bæjarstjóra er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa og leggja fyrir bæjarráð.

8. Rekstrarleyfi: gististaður: suðurgata 2-4 – 1706332
Fyrir fundinum liggur umsókn Seva um rekstrarleyfi vegna gististaðar við Suðurgötu 2-4.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

9. I-stay ehf: rekstrarleyfi vegna gististaðar flokkur II: umsókn – 1706288
Fyrir fundinum liggur umsókn I-stay um rekstrarleyfi vegna gististaðar við Byggðaveg 3.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

10. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018-2021: fasteignamat – 1707006
Fyrir fundinum liggja gögn um fasteignamat 2018.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Vísað til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2018.

11. Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: fundargerðir 2017 – 1706326
Fundargerð 129. fundar fjölskyldu- og velferðanefndar. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 6. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

12. Samstarfsnefnd um sameiningarmál: 2. fundur – 1707003
Fundargerð 2. fundar í Samstarfsnefnd um sameiningarmál. Fundurinn fór fram mánudaginn 3. júlí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 33. og 34. – 1706130
Fundargerðir 33. og 34. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem fóru fram þriðjudaginn 30. maí 2017 og miðvikudaginn 7. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

14. Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 2017 – 1706267
Fundargerðir 19. og 20. fundar Brunavarna Suðurnesja. Fundirnir fóru fram mánudaginn 10. apríl 2017 og fimmtudaginn 11. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

15. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: 9. fundur – 1707007
Fundargerð 9. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram
21. júní 2017. Fundargerð 9. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram
miðvikudaginn 21. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. 2. máli fundargerðar, Hávaði vegna flugumferðar og kortlagning vegna hans, er vísað til Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs til vinnslu.

16. Reykjanes Geopark: 36. fundur – 1706099
Fundargerð 36. fundar Reykjanes Geopark. Fundurinn var haldinn 26. maí 2017. 4. mál. Lögreglusamþykktir sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2017 – 1706203
Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundirnir fóru fram 19., 20. og 21. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

18. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 673. fundur – 1706323
Fundargerð 673. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 27. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Elísabet Þórarinsdóttir sign