673. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/673. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

673. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
27. júní 2017 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:
1.Heilsueflandi Samfélag: erindi Jórunnar Guðmundsdóttur – 1706322
Erindi Jórunnar Guðmundsdóttur dags. 19. júní 2017 um Heilsueflandi samfélag. Minnisblað Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar um Heilsueflandi samfélag.
Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar erindið og mun taka málið til frekari skoðunar.

2. Starfsmannamál 2017: Trúnaðarmál – 1706200
Trúnaðarmál. Gögn lögð fram á fundi.
Afgreiðsla: Niðurstaða máls er skrá á bls. 29 í Trúnaðarbók bæjarstjórnar.

3. Leikskólinn Sólborg: tillögur vegna endurmats samnings við Hjalla – 1706052
Frá 665. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14. mars 2017. Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að semja um framlengingu samningsins.

4. Íbúðalánasjóður: húsnæðismál: sveitarfélög – 1706315
Minniblað frá Íbúðalánasjóði þar sem farið er yfir eignastöðu sjóðsins í Sandgerði, Vogum og Garði. Minnisblað Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur félagsmálastjóra dags. 9. júní 2017 um neyðarástand á húsnæðismarkaði. Minnisblað Ólafs Þórs Ólafssonar forseta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar dags. 9. júní 2017 eftir fund með Íbúðalánasjóði.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur Íbúðalánasjóð til að taka mið af erfiðri stöðu á húsnæðis- og leigumarkaði í Sandgerði og tryggja leigjendum áramhaldandi leigu á húsnæði sjóðsins.

5. Hnattrænir UNESCO jarðvangar: kynningarrit – 1706320
Fyrir fundinum liggur kynningarrit um hnattræna UNESCO jarðvanga.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. Heilsugæsla: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: hlutaúttekt – 1706327
Fyrir fundinum liggur Hlutaúttekt Landlæknisembættisins á heilsugæslu HSS í
apríl – maí 2017. Mat á gæðum og öryggi þjónustu.
Afgreiðsla: Í skýrslunni kemur fram að öryggi íbúa á Suðurnesjum sé husanlega ógnað og
lagalegri skyldu yfirvalda ekki sinnt. Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna upplýsinga sem fram koma í skýrlsu Landlæknisembættisins um stöðu heilsugæslu á Suðurnesjum. Bæjarráð krefst þess að heilbrigðisyfirvöld tryggi örygga starfsemi heilsugæslu á svæðinu.

7. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020: Rekstraryfirlit janúar til maí 2017 – 1706312
Fyrir fundinum liggur Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020: Rekstraryfirlit janúar til maí 2017.
Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. Bláa lónið: Sandgerðisbær: arðgreiðsla – 1706309
Á aðalfundi Bláa Lónsins hf. sem haldinn var þann 14. júní 2017 var samþykkt að greiða hluthöfum félagsins arð vegna rekstrarársins 2016. Tilkynnt er um hluta Sandgerðisbæjar sem er kr. 287.974.-.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9. Bláa lónið: ársreikningur 2016 – 1706309
Samstæðuársreikningur Bláa lónsins hf. 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10. Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2017 – 1706203
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 1. júní 2017.
3. mál: Fundur með aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra og sérfræðingi ráðuneytisins.
Magnús S. Magnússon upplýsti um gang fundarins.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerð 715. fundar – 1701065
Fundargerð 715. fundar stjórnar sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 10. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. Eldri borgarar: stefnumótun 2017: fundargerð vinnhóps 18.05.2017 – 1706040
Fundargerð 5. fundar vinnuhóps um málefni eldri borgara í Sandgerði. fundurinn
fór fram fimmtudaginn 18. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 672. fundur – 1706323
Fundargerð 672. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. júní 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign