672. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/672. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

672. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
13. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Fríða Stefánsdóttir, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Elísabet Þórarinsdóttir.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Vegvísir: aðgerðaáætlun – 1706301
Vegvísir, niðurstaða starfshóps um framkvæmd vinnumats samkvæmt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands íslands. Minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa um Vegvísi. Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar kennurum Grunnskólans í Sandgerði, fræðslustjóra og starfsmönnum Sandgerðisbæjar fyrir gott starf við vinnslu Vegvísis. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp við gerð nýs þjónustusamnings við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Bæjarstjóra er falið að ræða við félagsþjónustu Sandgerðisbæjar og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um hugsanlega aðkomu þeirra í samstarfi við Grunnskólann í Sandgerði. Bæjarráð vísar málinu til fræðsluráðs Sandgerðisbæjar og skólastjórnenda bæjarins og óskar eftir frekari hugmyndum um hvernig vinna skal frekar með niðurstöður SVÓT- greiningar við Grunnskólann.

2. Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun. – 1701018
Frá 379. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 7. júní 2017. Bæjarstjórn vísar afgreiðslu Húsnæðisáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2025 til bæjarráðs til afgreiðslu.
Afgreiðsla: Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

3. Eldri borgarar: stefnumótun 2017 – 1706040
Fyrir fundinum liggur samantekt Vinnuhóps um stefnumótun í málefnum aldraðra á vegum Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs og Framkvæmdaáætlun í málefnum aldraðara 2018-2022 unnin af sama hópi. Einnig minnisblað félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar um sama mál.
Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar Vinnuhóp um stefnumótun í málefnum aldraðra og félagsmálastjóra fyrir gott starf. Bæjarráð samþykkir stefnumótun í málefnum aldraðra á vegum Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs 2017.

4. Brunavarnir Suðurnesja: uppgjör – 1706041
Minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðisbæjar vegna uppgjörs við Brunavarnir Suðurnesja.
Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir uppgjör við BS og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna málsins.

5. Hjólabraut/hoppidýna – 1706312
Kostnaðaráætlun vegna uppsetningar hjóabrettapalls og hoppudýnu við Grunnskólann í Sandgerði. Minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa um málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir kostnaðaráætlun vegna jarðvinnu hjólabrettapalls og hoppudýnu við Grunnskólann í Sandgerði og staðsetningu þeirra á skólalóðinni.

6. Sérstakur húsnæðisstuðningur – 1706314
Frá 128. fundi fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga(sjá 11. mál í þessari fundargerð). Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga leggur til að breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning verði samþykktar hjá öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum. Nefndin bendir sérstaklega á vankanta núgildandi reglna sem leiða til þess að tekjulægstu umsækjendurnir njóta ekki þess stuðnings sem að reglunum er ætlað að tryggja.
Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

7. Íbúðalánasjóður: íbúðarkaup: sveitarfélög – 1706315
Erindi Íbúðalánasjóðs dags. 08.06. 2017 til Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla: Bæjarráð hafnar erindinu.

8. Bláa lónið: aðalfundur 2017 – 1706309
Stjórn Bláa Lónsins hf. boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 14. júní 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fer með umboð Sandgerðisbæjar á fundinum.

9. Sumarvinna 2017: ráðningar – 1706310
Minnisblað frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar um ráðningar til sumarstarfa í Sandgerðisbæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10. 17. júní 2017 – 1706311
Minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa og frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar um dagskrá 17. júní í Sandgerðisbæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: ársreikingur 2016 – 1702042
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

12. Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 128. fundur – 1702021
Fundargerð 128. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 8. júní 2017.
2. mál: 1706007 – Sérstakur húsnæðisstuðningur: tillaga um breytingu á reglum.
Sjá 6. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

13. Samband íslenskra sveitarfélaga: 850. fundur – 1706247
Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 19. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 57. fundur – 1706224
Fundargerð 57. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 26. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Stýrihópur um sameiningu: 9. fundur – 1605031
Fundargerð 9. fundar stýrihóps um sameiningu. fundurinn fór fram miðvikudaginn 24. maí 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Samstarfsnefnd um sameiningarmál: 1. fundur – 1605031
Fundargerð 1. fundar um sameiningarmál. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 8. júlí 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.45

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Elísabet Þórarinsdóttir sign