671. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/671. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

671. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 23. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

Gestir fundarins í 1. máli voru Sverrir Bollason frá VSÓ og Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi Sandgerðisbæjar.

Dagskrá: 

1. 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun.
Frá 378. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 2. maí 2017, 6. mál.
Bæjarstjórn telur rétt að Sandgerðisbær verði í samstarfi við Leigufélagið Bjarg vegna uppbyggingar leiguíbúða í Sandgerði. Bæjarstjóra og bæjarráði er falið að vinna áfram í málinu og áhersla lögð á að það sé unnið hratt og vel.
Bæjarstjórn staðfestir reglur Sandgerðisbæjar um stofnframlög.

Gestir fundarins í þessu máli voru Sverrir Bollason frá VSÓ og Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi Sandgerðisbæjar.

Fyrir fundinum liggja Drög að tillögum um Húsnæðisáætlun Sandgerðisbæjar – forsendur og greining.
Sverrir og Einar fóru yfir drögin.

Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna og góða yfirferð yfir Húsnæðisáætlunina og forsendur hennar.
Bæjarráð vísar drögunum til húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs til kynningar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að Húsnæðisáætlun Sandgerðisbæjar verði samþykkt.

 
2. 1705017 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: laun
Frá 648. fundi bæjarráðs Sandhgerðisbæjar þriðjudaginn 12. júlí 2016,
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna um viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum lagt fram ásamt samantekt um launakjör kjörinna fulltrúa Sandgerðisbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fyrir fundinum liggur tillaga um hækkun launa fyrir störf í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Sandgerðisbæjar.

Afgreiðsla:
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 
3. 1705023 – Endurskoðun og reikningshald hjá Sandgerðisbæ: ákvörðun um endurskoðendur
Fyrir fundinum liggur Rammasamningur 3485 – Endurskoðun fyrir Sveitarfélagið Sandgerði og Samningur um framlengingu rammasamnings nr. 3485 sem tekur til kaupa á endurskoðun, uppsetningu og gerð ársreiknings fyrir Sandgerðisbæ og stofnanir ásamt yfirliti yfir kostnað Sandgerðisbæjar við endurskoðun, uppsetningu og gerð ársreiknings.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að efnt verði til útboðs á endurskoðun fyrir Sandgerðisbæ.

 
4. 1608134 – Fjárfestingaáætlun 2017: staðan
Fyrir fundinum liggur samantekt um stöðu framkvæmda hjá Sandgerðisbæ í maí 2017.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði upsetning hjólabrettabrautar og hoppidýnu á lóð Grunnskólans í Sandgerði.

 
5. 1705016 – Starfsmannamál: aukafjárframlag til ráðningar í skipulags- og byggingarmálum
Bæjarstjóri og sviðsstjóri húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs óska eftir aukafjárframlagi vegna skipulags- og byggingarmála.

Í greinargerð kemur fram að mikil þensla er á byggingarmarkaði og verkefni á sviði skipulags- og byggingarmála hafa vaxið gífurlega undanfarin misseri. Í tillögunni felst að keypt verði þjónusta við yfirferð hönnunargagna og úttektir á byggignarstöðum. Búast má við að byggingarleyfis- og þjónustugjöld muni mæta þessari útgjaldaaukningu.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði 5 mkr. aukfjárframlag til kaupa á þjónustu við byggingar- og skipulagsmál.

 
6. 1511010 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: ársreikningur 2016
Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

 
7. 1705024 – Brunavarnir Suðurnesja: ársreikingur 2016
Ársreikningur Brunavarna Suðurnesja bs. 2016.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

 
8. 1705027 – Þekkingarsetur: ársreikingur 2016
Ársreikningur Þekkingarseturs Suðurnesja 2016.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

 
9. 1605031 – Sameining sveitarfélaga: fundargerð 7. og 8.fundar stýrihóps
Fundargerð 7. fundar Stýrihóps um sameiningu sveitarfélaga. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 3.maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundargerð 8. fundar Stýrihóps um sameiningu sveitarfélaga. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 16.maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 
10. 1702064 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 849. fundur
Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 31. mars 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 
11. 1703093 – Þekkingarsetur Suðurnesja: 22. fundur
Fundargerð 22. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 3. maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 
12. 1703093 – Þekkingarsetur Suðurnesja: 5. ársfundur
Fundargerð fimmta ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 3. maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 
13. 1702054 – Öldungaráð Suðurnesja: fundur 8. maí 2017
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 8. maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 
14. 1704011 – Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 262. fundur
Fundargerð 262. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 11. maí 2017.

Eftirtöldum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ. Gildistími starfsleyfa er 12 ár:
Icelandair – Saga Lounge, kt. 461202-3490, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli til að reka veitingahús.
Fúsi/Sértak ehf., kt. 560603-2150, Strandgötu 20, 245 Sandgerði til að reka sandblástur og málun (meðferð og húðun málma).
North Marine Ingredients ehf., kt. 521005-0250, Hafnargötu 4, 245 Sandgerði til að reka fiskvinnslu (prótein- og bragðefnavinnslu úr sjávarfangi). Starfsleyfi veitt með fyrirvara um mengunarvarnarbúnað.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 
15. 1701050 – Sorpeyðingastöð Suðurnesja: 481. fundur
Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpevðingarstöðvar Suðurnesja sf. fundurinn fór fram fimmtudaginn 11. maí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

   Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign