670. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/670. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

670. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
mánudaginn 15. maí 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Gestir fundarins voru Ólafur Þór Ólafsson og Fríða Stefánsdóttir bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar, Reynir Sveinsson formaður hafnarráðs Sandgerðisbæjar og Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri Sandgerðishafnar.

Dagskrá:
1. 1702023 – Sandgerðishöfn staða og framtíð
Fyrir fundinum liggur skýrsla um rekstur og stöðu Sandgerðishafnar unnin af bæjar- og hafnarstjóra Sandgerðisbæjar. Gestir fundarins voru Ólafur Þór Ólafsson og Fríða Stefánsdóttir bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar, Reynir Sveinsson formaður hafnarráðs Sandgerðishafnar og Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri Sandgerðishafnar. Bæjarstjóri fór yfir skýrsluna.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til að í ljósi minnkandi tekna við Sandgerðishöfn verði fjöldi stöðugilda endurskoðaður og breytingar gerðar á vaktafyrirkomulagi. Bæjarráð leggur til að gert verði samkomulag við Fiskmarkað Suðurnesja um vigtarmál og samstarf um þjónustu á hafnarsvæðinu. Bæjarráð leggur einnig til að unnið verði að því að opnunartími Sandgerðishafnar og Fiskmarkaðar verði samræmd eins og verða má. Bæjarráð leggur til að gjaldskrá hafnarinnar verði tekin til endurskoðunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:42
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign