669. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/669. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

669. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 9. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Sigursveinn B. Jónsson sem stýrði fundinum í forföllum Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur, Daði Bergþórsson, Elín Björg Gissurardóttir sat sem varaformaður, Svavar Grétarsson og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

Dagskrá:
1. 1705001 – Refa- og minkaveiðar: umsókn um leyfi
Erindi Páls Þórðarsonar dags. 18.04. 2017 þar sem sótt er um leyfi til refa og minkaveiða í bæjarfélaginu.
Afgreiðsla: Bæjarráð veitir Páli Þórðarsyni leyfi til til refa- og minkaveiða í bæjarlandinu til að verja fuglavarp í landi Norðurkots.

2. 1705003 – Sorpeyðingarstöð suðurnesja: flokkun heimilisúrgangs
Fyrir fundinum liggur tillaga frá stjórn Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja sf. um að hefja flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að tekið verði upp tveggja tunnu kerfi.

3. 1704013 – Sandgerðisbær: samstarfssamningar 2017: golfklúbbur Sandgerðis
Fyrir fundinum liggur Samstarfssamningur Sandgerðisbæjar og Golfklúbbs Sandgerðis.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningur við Gólfklúbb Sandgerðis verði staðfestur.

4. 1612046 – Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar
Á 665. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað bæjarstóra; Þjónustusamningur við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar – skólaþjónusta: Tillögur um mat á gildandi samningi og sýn á framtíðina. Fyrir fundinum liggja svör vegna mats á samningi við fræðsluskrifstofu og sýn á framtíðina.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að undirbúningur að endunýjun þjónustusamnings við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar verði hafinn.

5. 1704022 – Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga: þjónandi leiðsögn
Frá 126. fundi Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga miðvikudaginn 26. apríl 2017. 3.mál. Þjónandi leiðsögn: Nefndin hvetur bæjarstjórnir sveitarfélaganna að kynna sér hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar (gentle teaching). Fyrir fundinum liggur greinargerð frá Guðrúnu Björgu Sigurðardóttir félagsmálastjóra og bæklingur um þjónandi leiðsögn.
Afgreiðsla: Bæjarráð tekur vel í að áfram verði unnið með fyrirliggjandi hugmyndir um innleiðingu hugmynda- og aðferðafræði þjónandi leiðsagnar við vinnu og þjónustu við fólk með fötlun.

6. 1703092 – Samband íslenskra sveitarfélaga: helstu mál á vettvangi ESB og EFTA 2017
Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu mál á vettvangi ESB og EFTA 2017 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar þakkar upplýsandi og greinargóða skýrslu um helstu mál á vettvangi ESB og EFTA á árinu 2017.

7. 1705006 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: ársreikningur 2016
Fyrir fundinum liggur ársreikingur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. 1506150 – Brunavarnir Suðurnesja: byggðasamlag: ársfundur
Boðað er til ársfundar Brunavarna Suðurnesja b.s fimmtudaginn 11. maí 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9. 1701050 – Sorpeyðingastöð Suðurnesja: 480. fundur
Fundargerð 480. fundar stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja sf. Fundurinn fór fram 24. apríl 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

10. 1702036 – Hafnasamband Íslands: fundargerðir 2017: 394. fundur
Fundargerð 394. fundar Hafnasambands Íslands. Fundurinn fór fram föstudaginn 28. apríl 2017. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. 1606024 – Miðnesheiði: 16. fundur
Fundargerð 16. fundar stýrihóps vegna atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði. Fundurinn fór fram mánudaginn 10. apríl 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. 1605031 – Sameining sveitarfélaga: 6. fundur stýrihóps
Fundargerð 6. fundar stýrihóps um sameiningu. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 26. apríl 2017. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40

Sigursveinn B. Jónsson sign
Daði Bergþórsson sign
Elín Björg Gissurardóttir sign
Svavar Grétarsson sign
Sigrún Árnadóttir sign