668. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/668. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

668. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 25. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.
Gestir fundarins undir lið 1. voru Björn Traustason frmkvæmdastjóri Bjargs, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason og Andri Ólafsson

Dagskrá:
1. 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun 1. Kynning á starfssemi Bjargs byggingarfélags 2. Drög að reglum Sandgerðisbæjar um stofnframlög
Fyrir fundinum liggja drög að reglum Sandgerðisbæjar um stofnframlög. Samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum til þess að stuðla að framboði af leiguíbúðum á viðráðanlegu verði fyrir fólk sem fellur undir ákvæði laganna um tekju- og eignamörk. Gestur fundarins í þessu máli var Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs. Einnig sátu allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fundinn.
Afgreiðsla: 1. Bæjarráð þakkar Birni Traustasyni framkvæmdastjóra Bjargs og lýsir yfir áhuga á frekari samvinnu og samstarfi við uppbyggingu leiguíbúða í Sandgerði. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.
2. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að reglum um stofnframlög verði staðfest.

2. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: fjárfestingar 2017
Frá 667. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 11. apríl 2017, 1. mál. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að varið verði allt að 135 mkr. til fjárfestinga og uppgreiðslu lána á árinu 2017. Málið verður til áframhaldandi umfjöllunar og vinnslu í bæjarráði.
Farið var yfir greinargerð bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðisbæjar um fjárfestingar 2017 ásamt yfirliti yfir Fjárfestingaverkefni 2017-2020.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlagðar tillögur um fjárfestingar og niðurgreiðslu lána verði staðfestar.

3. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017: viðauki 1
Fyrir fundinum liggur viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Sandgerðisbæjar að viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017 verði samþykktur.

4 .1601008 – NA-svæði Keflavíkurflugvallar: nýtt deiliskipulag
Erindi ISAVIA dags. 10. apríl 2017. Skipuagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 31. mars að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi á Keflavíkurflugvelli. Skipulagið er auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir umsögnum og eða ábendingum.
Afreiðsla: Bæjarráð óskar eftir að Húsnæðis-, byggingar- og skipulagsráð skili umsögn og eða ábendingum til bæjarráðs fyrir 20. maí 2017.

5. 1703090 – Félag eldri borgara á Suðurnesjum: tillögur frá aðalfundi 3. mars 2017
Frá 667. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 11. apríl 2017, 8. mál. Tillögur Aðalfundar FEBS lagðar fram til kynningar. Tillögunum er vísað til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar tekur undir ályktanir Félags eldri borgara á Suðurnesjum og Öldungaráðs Suðurnesja um að sveitarfélögin á Suðurnesjum skuli sameiginlega stefna að frekari uppbyggingu hjúkrunarheimilis/hjúkrunarrýma fyrir aldraða við Nesvelli.

6. 1704008 – Bæjarskrifstofa: opnunartími júlí/ágúst 2017
Fyrir fundinum liggur tillaga bæjarstjóra um opnunartíma bæjarskrifstofu 1. júlí til 8. ágúst 2017. Lagt er til að opnunartími bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar verði frá kl. 9.30 til 12.30 tímabilið 1. júlí til 8. ágúst.
Afgreiðsla: Tillaga bæjarstjóra er samþykkt samhljóða.

7. 1704009 – Hjólreiðakeppni 3N: leyfi
Erindi stjórnar 3_N í Reykjanesbæ ( Þríþrautarfélag UMFN ) sem eru að skipuleggja sitt árlega hjólreiðarmót ( Reykjaneshjólamótið ), sem mun fara fram í vor 7. maí 2017 kl.10:00 Óskað er eftir leyfi fyrir keppninni þar sem hún byrjar í Sandgerði og í gegnum Grindavík að Festarfjalli austan Grindavíkur.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur um framkvæmd hins árlega hjólreiðarmóts 3_N þann 7. maí 2017 og veitir leyfi fyrir henni að því leyti sem Sandgerðisbæ varðar.

8. 1703081 – Styrktarbeiðnir: taekwondodeild Keflavíkur
Erindi Taekwondodeildar Keflavíkur dags. 10. apríl 2017. Í erindinu er óskað eftir stuðningi við starfsemi deildarinnar.
Afgreiðsla: Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að veitur verði styrkur að upphæð 100.000 krónur.

9. 1605034 – Sandgerðisbær: umhverfismál
Farið var yfir hvað framundan er í umhverfismálum, hreinsun, uppgræðslu og ræktun í Sandgerðisbæ.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að þeim tillögum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og tækifulltrúa.

10. 1605034 – Sandgerðisbær: Rockville
Til umræðu var umgengni á Rockville svæðinu.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

11. 1505081 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir: Þekkingarsetur Suðurnesja
S- listi tilkynnir breytingu í stjórn þekkingarseturs Suðurnesja. Fríða Stefánsdóttir verður aðalmaður í stjórn Þekkingarseturs Suðurnesja og jafnframt formaður stjórnar, varamaður verður Ólafur Þór Ólafsson.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

12. 1704004 – Rafhleðslustöð
Erindi vegna rafhleðslustöðvar.
Afgreiðsla: Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

13. 1704007 – Fjölsmiðjan á Suðurnesjum: fundarboð á ársfund 2017
Boðað er til ársfundar Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum miðvikudaginn 26. apríl 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri fer fyrir hönd Sandgerðisbæjar.

14. 1704010 – Fjárheimildir heilsugæslusviða heilbrigðisstofnanna árið 2017
Fram voru lagðar upplýsingar frá Velferðarráðuneytinu um framlög til Heilsugæslustöðva í hinum ýmsu landshlutum.
Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum fjárheimildum ríkisins til heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sé litið til íbúafjölda landshlutanna og fjárframlaga til heilsugæslu er hlutfallslegt framlag til heilsugæslu á Suðurnesjum langtum lægra en til annarra landshluta. Í því sambandi er rétt að benda á að Sandgerðisbær lagði í tölvuverða fjárfestingu vegna nýs húsnæðis fyrir heilsugæslu á árunum 2008-2009 í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Vegna niðurskurðar í ríkisútgjöldum á árum eftir hrun varð ekki af því að nýja heilsugæsluhúsnæðið yrði tekið í notkun og sú þjónusta sem fyrir var lögð niður. Staðan er því sú að engin heilsugæsla er í Sandgerði sem er 1730 manna sveitarfélag. Nú telja bæjaryfirvöld að eðlilegt sé að endurskoða þessa þjónustuskerðingu. Jafnframt er rétt að benda á gríðalega fjölgun ferðamanna á svæðinu sem eykur álag á heilsugæsluna.

15. 1701059 – Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 56. fundur 07.04.17
Fundargerð 56. fundar stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 7. apríl 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. 1506141 – Eldri borgarar: stefnumótun 2017: fundargerðir
Fundargerðir vinnuhóps um stefnumótun í málefnum eldriborgara.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 5. mál. í 4. fundargerð. Bæjarráð verður við ósk vinnuhópsins um að framlengja skilum vinnuhópsins til loka maí 2017.

17. 1702054 – Öldungaráð Suðurnesja: 3. apríl 2017
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja. Fundurinn fór fram mánudaginn 3.apríl 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

18. 1701065 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 714. fundur
Fundargerð 714. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 12. apríl 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Bæjarráð minnir á aðalfund Þekkingarseturs Suðurnesja þann 3. maí 2017.

19. 1603008 – Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 258. og 259. fundir
Fundargerð 258. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 13. október 2016. Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ, gildistími starfsleyfa er 12 ár: Vatnsveita Sandgerðisbæjar, 460269-4829, Vörðunni – Miðnestorgi 3, Sandgerði til að reka dreifikerfi fyrir neysluvatn.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Fundargerð 259. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 15. desember 2016. Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ, gildistími starfsleyfa er 12 ár: Rekstrarfélag 10-11, kt. 470710-0470, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli til að reka matvöruverslun og veitingasölu. Sólplast ehf., kt. 470599-2949, Strandgötu 21, 245 Sandgerði til að reka plastiðnað. Tímabundið leyfi: Sandgerðisbær, kt. 460269-4829, Varðan – Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði til að vera með áramótabrennu á svæði austan Stafnesvegar, sunnan íþróttasvæðis KSF Reynis 31. desember 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir að fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja berist að loknum fundum nefndarinnar.

20. 1704011 – Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 260. og 261. fundir
Fundargerð 260. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. febrúar 2016.
Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ, gildistími starfsleyfa er 12 ár: Icelandair – Saga Lounge, kt. 461202-3490, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli til að reka veitingahús. Airport Associates, kt. 610806-0230, Fálkavelli 7, Keflavíkurflugvelli til að reka matvæladreifingu fyrir flug. Wow air, kt. 451011-0220 Fálkavelli 7, Keflavíkurflugvelli til að reka matvæladreifingu fyrir flug. IGS flugeldhús, kt. 551200-3530, Fálkavelli 3, Keflavíkurflugvelli til að reka framleiðslueldhús. IGS flugeldhús, kt. 551200-3530, Fálkavelli 3, Keflavíkurflugvelli til að reka mötuneyti með móttökueldhúsi. B. Júl ehf., kt. 530308-1540, Sjávargötu 1, 245 Sandgerði til að reka fiskvinnslu og harðfiskverkun. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Fundargerð 261. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 23. mars 2016. Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi í Sandgerðisbæ, gildistími starfsleyfa er 12 ár: Taramar ehf., kt. 560810-0240, Miðnestorgi 3, Sandgerði – máli vísað frá þar sem ekki er um mengandi rekstur að ræða. ISS Ísland ehf., kt. 460999-2439, Háaleitishlaði 21, Keflavíkurflugvelli til að reka mötuneyti með móttökueldhúsi. ISS Ísland ehf., kt. 460999-2439, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli til að reka mötuneyti með fullbúnu eldhúsi. Wow air, kt. 451011-0220, Fálkavellir 7, Keflavíkurflugvelli til að reka matvæladreifingu í tengslum við farþegaflug. EAK ehf., kt. 410904-2090, Fálkavöllum 3, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka afgreiðslu eldsneytis á flugvélar.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.15
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign