667. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/667. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

667. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 11. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: fjárfestingar 2017
Fyrir fundinum liggur greinargerð bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðisbæjar um fjárfestingar 2017 ásamt yfirliti yfir Fjárfestingaverkefni 2017-2020. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að varið verði allt að 135 mkr. til fjárfestinga og uppgreiðslu lána á árinu 2017. Málið verður til áframhaldandi umfjöllunar og vinnslu í bæjarráði.

2. 1506168 – Varðan: húsnæði
Fyrir fundinum liggur eignaskiptayfirlýsing um Vörðuna Miðnestorgi 3 í Sandgerðisbæ frá desember 2005. Magnús S. Magnússon vék sæti við afgreiðslu þessa máls vegna tengsla við málið og tók Svavar Grétarssons sæti hans við afgreiðslu þess. Bæjarstjóri lagði fram samantekt um málið og fór yfir hana.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram samkvæmt framlögðu minnisblaði.

3. 1704002 – Keflavíkurflugvöllur: efni til landmótunar: beiðni um umsögn
Isavia hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um flutning á 140.000 rúmmetrum af efni til landmótunar á Keflavíkurflugvelli. Í samræmi við 6. gr. laga nr 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum er óskað eftir því að Sandgerðisbær gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangeindum lögum. Bæjarstjóri fór yfir málið og lagði fram tillögu að umsögn um málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir umsögn umhverfis- skipulags- og byggingasviðs um málið. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- skipulags- og byggingaráði.

4. 1703087 – Sveitarfélagið Garður: aðalskipulag: breyting
Erindi Sveitarfélagsins Garðs dags. 8. mars 2017 þar sem tilkynnt er um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi landnotkun við Rósaselstorg og Garðvang. Sveitarfélagið Garður kynnir lýsingu skipulagsverkefnisins í samræmi við 1. málsgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat. Óskað er eftir ábendingum eða athugasemdum.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir vegna málsins. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- skipulags- og byggingaráði.

5. 1703104 – Fasteignagjöld: niðurfelling félagasamtaka
Umsóknir Knattspyrnufélagsins Reynis, Björgunarsveitarnnar Sigurvonar, Lionsklúbbs Sandgerðis og Golfklúbbs Sandgerðis um styrki til greiðslu fasteignagjalda. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindi þessara félaga verði samþykkt með fyrirvara um skil á ársreikningi og samkvæmt 2. málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 11/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012.

6. 1703105 – Skóladagatöl 2017-2018: grunnskóli, tónlistarskóli, leikskóli
Fyrir fundinum liggja skóladagatöl skólaársins 2017 – 2018 frá Grunnskólanum í Sandgerði, Leikskólanum Sólborgu og Tónlistarskóla Sandgerðis.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

7. 1702066 – Alþingi: mál til umsagnar 2017306: breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga307: breyting á umferðarlögum
Erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 28. mars 2017. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8. 1703090 – Félag eldri borgara á Suðurnesjum: tillögur frá aðalfundi 3. mars 2017
Tillögur frá Aðalfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram 3. mars 2017. Tillaga 1: Aðalfundur FEBS skorar á stjórnvöld að nú þegar verði tekin ákvörðun um verulega hækkun frítekjumarksins. Tillaga 2: Byggin nýs hjúkrunarheimilis á Suðurnesjum er ekki á næstu 5 ára áætlun sem gefin var út á síðasta ári. Það hljóta allir að sjá að það getur ekki gengið miðað við þann biðlista sem er hér. Ástandið er nú þegar slæmt,en lengsta biðin eftir úrlausn er á Suðurnesjum og verður orðið mjög alvarlegt árið 2020, en þá má reikna með að biðlisti verði um 100. Aðalfundur FEBS skorar á nýjan heilbrigðisráðherra að taka stefnuna til endurskoðunar þannig að tryggt verði að hafinn verði undirbúningur hið fyrsta að byggingu nýs hjúkrunarheimilis, þannig að hægt verði að taka það í notkun árið 2019.
Afgreiðsla: Tillögur Aðalfundar FEBS lagðar fram til kynningar. Tillögunum er vísað til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs.

9. 1702042 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: 32. fundur 30.03.2017
Fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 30. mars 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

10. 1702064 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 848. fundur
Fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 24. mars 2017. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. 1701050 – Sorpeyðingastöð Suðurnesja: 479. fundur
Fundargerð 479. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Fundurinn fór fram mánudaginn 27. mars 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús Sigfús Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign