382. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/382. fundur bæjarstjórnar

382. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
Þriðjudaginn 5. september 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur
Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Andri Þór Ólafsson í forföllum
Sigursveins B. Jónssonar og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:
1. 1707003 – Sameining sveitarfélaga: seinni umræða

Frá 381. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 29. ágúst – Aukafundur (sjá 9.
mál í þessari fundargerð), 1. mál.

Samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga er álit samstarfsnefndar um sameiningu
sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar tekið til síðari umræðu í bæjarstjórn. Eftirtalin
gögn um málið liggja fyrir: skilabréf samstarfsnefndar, greinargerð með skilabréfi, skýrsla
KPMG, tillaga að kjörseðlum, tillaga að opinberri auglýsingu um kosningu um sameiningu
Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Forseti lagði fram tillögu að bókun bæjarstjórnar um málið.

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS, DB, SÁ, MSM, FS, GS.

Afgreiðsla:
Með vísan til 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga hafa farið fram tvær umræður í
bæjarstjórn án atkvæðagreiðslu um álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna
Garðs og Sandgerðisbæjar. Samkvæmt 3. mgr. 119. gr. skal fara fram atkvæðagreiðsla
um tillögu að sameiningu meðal íbúa sveitarfélaganna og fer hún fram laugardaginn 11.
nóvember 2017. Bæjarstjórn hvetur íbúa til þátttöku í kosningunni.

Bæjarstjórn samþykkir að samstarfsnefnd um sameiningu starfi áfram og annist kynningu
meðal íbúa á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna og helstu forsendum hennar.
Kynning á tillögunni skal fara fram með minnst tveggja mánaða fyrirvara fyrir
atkvæðagreiðslu, samkvæmt 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Tillaga um sameiningu
sveitarfélaganna skal auglýst opinberlega í Lögbirtingablaði og í fjölmiðlum innan sömu
tímamarka.

Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi tillaga um kjörseðil vegna atkvæðagreiðslunnar
verði send ráðuneyti til staðfestingar.

2. 1706326 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga:
130. fundur
Fundargerð 130. fundar fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins
Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 31. ágúst 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

3. 1706323 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 672. fundur
Fundargerð 672. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13.
júní 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4. 1706323 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 673. fundur
Fundargerð 673. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 27.
júní 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5. 1706323 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 674. fundur
Fundargerð 674. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 11.
júlí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6. 1706323 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 675. fundur
Fundargerð 675. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 25.
júlí 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7. 1706323 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 676. fundur
Fundargerð 676. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 08.
ágúst 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8. 1708016 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 380. fundur
Fundargerð 380. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram mánudaginn
28. ágúst 2017.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9. 1708016 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 381. fundur
Fundargerð 381. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn
29. ágúst 2017.
1.mál: Sameining sveitarfélaga: fyrri umræða – 1707003
Sjá 1. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55.

Ólafur Þór Ólafsson, sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign.
Andri Þór Ólafsson, sign.
Fríða Stefánsdóttir, sign.
Guðmundur Skúlason, sign.
Daði Bergþórsson, sign.
Magnús Sigfús Magnússon, sign.
Sigrún Árnadóttir, sign.