665. fundur bæjarráðs

Home/Bæjarráð/665. fundur bæjarráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

665. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 14. mars 2017 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Svavar Grétarsson og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Formaður óskaði heimildar fundarins til þess að taka 11. mál fyrir á fundinum á undan öðrum málum þar sem fundurinn fær gesti undir þeim lið. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. 1702056 – Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar: Tillaga að deiliskipulagi 2008
Frá 376. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 7. mars 2017, 4. mál. Til kynningar. Bæjarstjórn vísar málinu til vinnslu og umræðu í bæjarráði. Fyrir fundinum liggja: Deiliskipulagstillaga að Króskotstúni og Landakotstúni og Deiliskipulag að íbúasvæði sunnan Sandgerðisvegar ásamt greinargerð og skilmálum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til að deiliskipulagsvinna að íbúasvæði sunnan Sandgerðisvegar verði tekin upp að nýju og málið verði tekið upp í húsnæðis-, skipulags- og byggingaráði. Bæjarráð leggur áherslu á að á sama tíma verði unnið markvisst að þéttingu byggðar.

2. 1702053 – Lóðir í Sandgerði: úthlutunarskilmálar.
Frá 376. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 7. mars 2017, 1. mál. Tillögu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar um úthlutunarskilmála fyrir lóðir undir íbúðahúsnæði í Sandgerðisbæ er vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar um úthlutunarskilmála fyrir lóðir undir íbúðahúsnæði í Sandgerðisbæ.

3. 1612046 – Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar: endurskoðun
Frá 374. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 3. janúar 2017, 4. mál. Fyrir fundinum liggur minnisblað bæjarstjóra; Þjónustusamningur við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar – skólaþjónusta: Tillögur um mat á gildandi samningi og sýn á framtíðina.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra.

4. 1702018 – Leikskólinn Sólborg: tillögur vegna endurmats samnings við Hjalla.
Fyrir fundinum liggur umsögn fræðslu og menningarfulltrúa Sandgerðisbæjar frá 13. mars 2017 um samning Sandgerðisbæjar og
Hjalla um rekstur leikskólans Sólborgar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu.

5. 1702062 – Sandgerðisdagar 2017
Frá 376. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 7. mars 2017, 3. mál.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um framkvæmdastjórn vegna Sandgerðisdaga 2017 og leggja hann fyrir
bæjarráð til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjórn óskar Guðnýju Snæbjörnsdóttur velfarnaðar í undirbúningi fyrir Sandgerðisdaga 2017.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir samhljóða samning Sandgerðisbæjar við Guðnýju Snæbjörnsdóttur um framkvæmdastjórn vegna Sandgerðisdaga 2017.

6. 1702066 – Alþingi: mál til umsangar 2017: áfengisfrumvarp
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Óskað er umsagnar um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Fyrir fundinum liggur minnisblað Rutar Sigurðardóttur frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar og Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur félagsmálastjóra Sandgerðis, Garðs og Voga.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að framlögð umsögn um lagafrumvarpið verði sent allsherjar- og menntamálanefnd.

7. 1506168 – Varðan: húsnæði
Erindi Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis dags. 9. mars 2017 varðandi húsnæði á neðri hæð Vörðunnar sem merkt er 01-105
þjónusturými 103, fastanúmer: 228-6714.
Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

8. 1703084 – Securitas: eftirlitskerfi
Tillögur og hugmyndir Securitas að innkomuvöktun í Sandgerðisbæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9. 1703085 – Alþjóðlega samvinna sveitarfélaga: Evrópuverkefnið Connect.
Minnisblað bæjarstjóra Sandgerðisbæjar um Alþjóðlega samvinnu sveitarfélaga, Connect þekkingarmiðlunarverkefni. Einnig fylgir minnisblaðinu upplýsingarit um Connect verkefnið.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir aðild að verkefninu.

10. 1703081 – Styrktarbeiðnir 2017: knattspyrnufélagið Týndar Stjörnur
Erindi Knattspyrnufélagsins Týndar stjörnur, dagsett 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi félagsins.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að veittur verði styrkur að upphæð kr. 25.000,-.

11. 1506150 – Brunavarnir Suðurnesja: nýtt húsnæði 2017.
Friðjón Einarsson formaður stjórnar Brunavarna Suðurnesja og Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri voru gestir fundarins í þessu máli.
Kynntu þeir hugmyndir Brunavarna Suðurnesja um nýja slökkvistöð við Flugvelli 29 í Reykjanesbæ og fóru yfir starfsemi BS.
Afgreiðsla: Til kynningar.

12. 1703083 – Lánasjóður sveitarfélaga: aðalfundur 24.03.17
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2016 verður haldinn föstudaginn 24. mars 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Fulltrúi Sandgerðisbæjar á fundinum verður Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar.

13. 1702036 – Hafnasamband Íslands: fundargerðir 2017
Fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn fór fram föstudaginn 17. febrúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. 1701059 – Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 55. fundur 24.02.17
Fundargerð 55. fundar stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 24. febrúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. 1702064 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 847. fundur
Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 24. febrúar 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.40

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Svavar Grétarsson sign.
Sigrún Árnadóttir sign.