656. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/656. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

656. fundur bæjarráðs
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 25. október 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1.   1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: 2017 – 2020
Frá 655. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 18. október 2016, 2. mál. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar er vísað samhljóða til áframhaldandi vinnu í bæjarráði. Bæjarráð heldur áfram vinnu sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2020. Afgreiðsla: Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu. Vísað til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017-2020 á 372. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 1. nóvember 2016.

2.  1610013 – Söngsveitin Víkingar: beiðni um styrk
Erindi Söngsveitarinnar Víkinga dags. 10. október 2016 þar sem óskað er eftir stuðningi við söngferð kórsins til Svíþjóðar og Danmerkur vorið 2017. Magnús S. Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila þess. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Söngsveitinni Víkingum verði veittur styrkur að upphæð kr. 50.000,-.

3.  1508020 – Starfsmannamál 2015: bæjarskrifstofa
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4.  1610006 – Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og SV. Voga: rekstur
Erindi bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs dags. 26. september 2016 þar sem fjallað er um rekstur félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og
Sv. Voga. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

5.  1605031 – Sameining sveitarfélaga
Erindi bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs dags. 13. október 2016 þar sem fjallað er um skipan starfshóps til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6.  1610035 – HS Veitur: útskipti hemla fyrir rennslismæla
HS. Veitur hf. tilkynna um uppsetningu rennslismæla í stað hemlabúnaðar í Sandgerðisbæ. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7.  1610005 – Brunabót: ágóðahlutagreiðsla 2016
Erindi Sameignarsjóðs EBÍ dags. 27. september 2016 þar sem tilkynnt er um greiðslu hagnaðar til aðildarsveitarfélaga. Samkvæmt erindinu er hlutur Sandgerðisbæjar kr. 1.046.500,-. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017-2020.

8.  1602025 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: fundur 11.10.2016
Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 11. október 2016. 1. Tilboð í fasteignina Garðvang, Garðbraut 85. 2. Samantekt KPMG vegna hugsanlegra slita á DS. 3. Bréf framkvæmdasjóðs vegna framlags 2016. 4. Áætlun vegna fjárþarfar DS 2017. 5. Tímabundin afnot af Garðvangi. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.  1512011 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 473. fundur
Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 11. október 2016. 1. Tillögur um gjaldskrárbrevtingar. 2. Tillaga að fjárhagsáætlun 2017. 3. Staðan vegna endurnýjunar starfsleyfis.
4. Viðræður við SORPU- Staða mála. 5. Hagsmunanefnd SÍS – fundargerð o.fl. 6. Önnur mál. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.  1601031 – Reykjanes Jarðvangur: 30. fundur stjórnar 10.10.16
Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangfs ses. Fundurinn fór fram mánudaginn 10. október 2016. 1. Stjórn skiptir með sér verkum. 2. Starfs- og fjárhagsáætlun 2017. 3. Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna 2017. 4. Gjaldtaka á ferðamannastöðum. 5. Ástand Stapagötunnar. 6. 38. fundur EGN Coordination Committee og aðalfundur GGN 2016. 7. Framkvæmdir við Brimketil. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.