655. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/655. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

655. fundur bæjarráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 18. október 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Ólafur Þór Ólafsson, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

AUKAFUNDUR.
Gestir á fundinum voru bæjarstjórnarmennirnir Ólafur Þór Ólafsson,Fríða Stefánsdóttir og Guðmundur Skúlason.
Dagskrá:
1.  1602021 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum.
Fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 11. október 2016. Fyrir fundinum lá einnig gagntilboð vegna sölu Garðvangs. Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkti að Fríða Stefánsdóttir og Sigrún Árnadóttir tækju sæti í stýrihópi um frágang og slit á DS. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi kauptilboð í Garðvang verði samþykkt.

2.  1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: 2017 – 2020
Frá 654. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 11. október 2016. Bæjarráð leggur til að boðað verði til aukafundar bæjarráðs þriðjudaginn 18. október kl. 16:00 þar sem farið verði yfir málið. Fram lögðum gögnum er vísað til áframhaldandi vinnslu fjárhagsáætlunar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarshlutfall verði 14,52%. Fyrir fundinum liggja: Starfsáætlanir 2017. Gjaldskrá 2017 drög. Rekstraráætlun ársins 2017 2 drög 10 okt. Fjárfestingar og viðhaldsáætlun Sandgerðishafnar 2017. Sandgerðishöfn starfsáætlun. Gestur fundarins í þessu máli var Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sandgerðisbæjar. Bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fóru yfir fyrirliggjandi gögn.
Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar Elísabetu G. Þórarinsdóttur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs fyrir komu hennar á fundinn.
Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar er vísað samhljóða til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Ólafur Þór Ólafsson sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.