654. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/654. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

654. fundur bæjarráðs
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 11. október 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Dagskrá:

1. 1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: 2017 – 2020
Fyrir fundinum liggur: Fjárhagsáætlun: liðir til umfjöllunar og vinnslu í bæjarráði 11. október. 1. Ákvörðun um útsvarshlutfall. 2. Niðurstöður ráða kynntar. 3. Drög að áætlun deilda og stofnanna. 4. Gjaldskrá. Afgreiðsla nefnda vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020. Minnisblað vegna samstarfssamnings við Björgunarsveitina Sigurvon. Minnisblað samstarfssamningur GSG samanburður á styrkjum. Rekstraráætlun ársins 2017 2 drög 10 okt. Tillaga að gjaldskrá sundlaug Garður – Sandgerði. Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð – 488 (10.10.2016). Starfsáætlanir. Gestir fundarins í þessu máli eru Þór Ríkharðsson fyrir hönd Golfklúbbs Sandgerðis og Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi, Alma Guðnadóttir og Veigar Þór Gissurarson fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Sigurvonar og Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi. Bæjarstjóri fór yfir gögn málsins. Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar Þór Ríkharðssyni fulltrúa Golfklúbbs Sandgerðis, Ölmu Guðnadóttur og Veigari Þór Gissurarsyni fulltrúum Björgunarsveitarinnar Sigurvonar, Einari Friðrik Brynjarssyni umhverfis- og tæknifulltrúa og Rut Sigurðardóttur frístunda- og forvarnarfulltrúa fyrir komu þeirra á fundinn. Bæjarráð leggur til að boðað verði til aukafundar bæjarráðs þriðjudaginn 18. október kl. 16:00 þar sem farið verði yfir málið. Fram lögðum gögnum er vísað til áframhaldandi vinnslu fjárhagsáætlunar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarshlutfall verði 14,52%.

2.  1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: staða fjárfestinga 2016
Staða fjárfestingaverkefna í október 2016. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.
Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

3.  1609076 – Alþingiskosningar 2016
Erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 26. september 2016. Upplýsingar um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 29. október 2016. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. kosningalaga skulu kjörskrár lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 19. október. Kjörskrá skal liggja fram á skrifstofu sveitarfélags eða öðrum hentugum stað á almennum skrifstofutíma til kjördags. Upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um fjölda einstaklinga á kjörskrá í Sandgerðisbæ. Samkvæmt þeim eru samtals 1102 á kjörskrá, eða 586 karlar og 516 konur. Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að staðfesta kjörskrárstofn Þjóðskrár Íslands dags. 26. september 2016 sem kjörskrá vegna alþingiskosninganna sem fram fara laugardaginn 29. október 2016. Því til staðfestingar felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita kjörskrárstofn. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra umboð til að taka til meðferðar athugasemdir er kunna að berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar ef við á skv. 1. mgr. 27. gr. kosningalaga nr. 24/2000 og bráðabirgðaákvæðis um breytingu á þeim lögum nr. 91/2016.”

4.  1511021 – Snorraverkefnið: stuðningur 2016 og 2017
Erindi verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, dags. 6. október 2016. Óskað er eftir stuðningi við verkefnið. Afgreiðsla: Bæjarráð lýsir yfir áhuga Sandgerðisbæjar til að taka þátt í Snorraverkefninu með því að aðstoða einstakling í starfsþjálfun.

5.  1603004 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: dagskrá aðalfundar 14. og 15. október
Erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016. 40. aðalfundur S.S.S. fer fram föstudaginn 14. október og laugardaginn 15. október 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6.  1512001 – Míla: ljósnet í Sandgerði
Erindi Mílu ehf. dags. 7. október 2016 vegna áforma um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis á Íslandi Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

7.  1601023 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerð 707. fundar
Fundargerð 707. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. fundurinn fór fram miðvikudaginn 5. október 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.  1603008 – Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2016
Fundargerð 257. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 15. september 2016. Eftirfarandi aðilar hafa fengið starfsleyfi í Sandgerðisbæ. Gildistími er 12 ár: Heiðarbær, kt. 420316-0620, Heiðarbæ, Sandgerði til að reka heimagistingu. Jötnar ehf, kt. 470604-2980, Þóroddstöðum, Sandgerði til að reka heimagistingu. GOS food, kt. 550508-0950, Miðnestorgi 3, Sandgerði til að reka framleiðslu tilbúinna matvæla. Eftirfarandi aðilar hafa fengið tímabundið starfsleyfi í Sandgerðisbæ: Sandgerðisbær, kt. 460269-4829 vegna bæjarhátiðarinnar Sandgerðisdagar 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Hólmfríður Sakrphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.