653. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/653. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

653. fundur bæjarráðs
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 27. september 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

Ari Gylfason, knattspyrnudeild Reynis óskaði eftir að fá að kynna fyrir bæjarráði stöðu knattspyrnunnar í Sandgerði, möguleikar til eflingar knattspyrnuiðkunar í Sandgerði og tímabærar framkvæmdir við knattspyrnusvæði Reynis. Einar Friðrk Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

1.  1605023 – Knattspyrnufélagið Reynir: Kynning á starfseminni.
Ari Gylfason formaður Knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Reynis og Einar Friðrik Brynjarsson umhverfis- og tæknifulltrúi voru gestir fundarins. Ari Gylfason fór yfir rekstur knattspyrnudeildar það sem af er ársins 2016 og kynnti fyrirhugaða starfsemi félagsins á næsta ári. Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar Ara Gylfasyni og Einari Friðrik Brynjarssyni fyrir komuna á fundinn. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.

2.  1608134 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: “Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára”. Bæjarráð fór einnig yfir eftirfarandi: 1. Tekjuáætlun 2. Launaáætlun. 3. Gjaldskrá. 4. Fjárfestingaáætlun. 5. Viðhaldsáætlun. 6. Uppfært minnisblað frá síðasta fundi með verkefnum til skoðunar. Afgreiðsla: Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2017 -2020

3.  1507008 – Fjárhagsáætlun 2016-2019:
Fyrir fundinum liggur útkomuspá fyrir fjárhagsáætlun ársins 2016 og langtímaáætlun fyrir 2017 – 2025. Fyrir fundinum liggur tillaga bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um viðauka nr. 8, 9 og 10 við fjárhagsáætlun 2016. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukar nr. 8, 9 og 10 verði samþykktir.

4.  1605031 – Sameining sveitarfélaga
Frá 652. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 13. september 2016, 3. mál. Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu og úrvinnslu á næsta fundi ráðsins. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem fái það hlutverk að vinna könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna. Sú vinna verði grundvöllur að samráði við íbúa sveitarfélagsins um málið.

5.  1609085 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2016/2017
Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. september 2016. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiði ársins 2016/2017. Umsóknarfrestur er til 10. október 2016 Afgreiðsla: Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja inn umsókn fyrir hönd Sandgerðisbæjar.

6.  1506088 – Fólk með fötlun: íbúðakjarni
Fyrir fundinum liggja drög að samkomulagi milli Þroskahjálpar og Sandgerðisbæjar um byggingu íbúða að Lækjarmótum 61-65, Sandgerði. Einnig greinargerð bæjarstjóra vegna sama máls. Bæjarstjóri skýrði málið. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulag við Þroskahjálp verði samþykkt ásamt þeim fjárskuldbindingum sem því fylgja.

7.  1609091 – Gróður í landnámi Ingólfs: beiðni um stuðning
Erindi framkvæmdastjóra samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF), dags. 19. september 2016. Óskað er eftir stuðningi Sandgerðisbæjar við starfsemi samtakanna. Erindinu fylgir minnisblað Einars Friðriks Brynjarssonar umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar um málið. Afgreiðsla: Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

8.  1609094 – Nýsköpunarverkefni: K.Orka 
Trúnaðarmál. Afgreiðsla: Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.
9.  1607068 – Verndarsvæði í byggð: umsókn um styrk
Erindi Minjastofnunar Íslands dags. 14. september 2016. Úthlutun styrks úr húsafriðunarsjóði 2016. Verndarsvæði í byggð – Krókstún – Landakotstún, Sandgerði. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10.  1603013 – Almenningssamgöngur
Fyrir fundinum liggja tölur um almenningssamgöngur á Suðurnesjum, farþegafjölda og þróun 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11.  1603006 – Starfsskóli Sandgerðisbæjar: listaverkið “Auga”.
Bæjarstjóri greindi frá móttöku listaverksins “Auga” sem nemendur Starfsskóla Sandgerðisbæjar 3S afhentu bænum þann 25. ágúst síðastliðinn. Verkið var unnið af þátttakendum í Starfsskóla Sandgerðisbæjar 3S sumarið 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir. Bæjarráð þakkar Starfsskóla Sandgerðisbæjar 3S, leiðbeinendum og þátttakendum fyrir listaverkið.

12.  1601023 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 706. fundur
Fundargerð 706. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 14. september 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.  1606024 – Miðnesheiði: fundargerðir 7.fundar, 8. fundar og 9. fundar
Fundargerð 7. fundar Stýrihóps vegan atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði . Fundurinn fór fram þriðjudaginn 26. júlí 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Fundargerð 8. fundar Stýrihóps vegan atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði . Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. júlí 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Fundargerð 9. fundar Stýrihóps vegan atvinnu- og þróunarsvæðis á Miðnesheiði . Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. september 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.  1512011 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: 472. fundur
Fundargerð 472. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. september 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.  1609082 – Fasteignafélag Sandgerðis: aðalfundur 13.09.16
Fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Sandgerðis ehf. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. september 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.  1603004 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 842. fundur
Fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram föstudaginn 2. september 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.  1601016 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: 29. fundur
Fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn fór fram mánudaginn 5. september 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.