652. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/652. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

652. fundur bæjarráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 13. september 2016 og hófst hann kl. 17.00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.
Dagskrá:

1.   1608134 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020
Frá 370. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 6. september 2016, 2. mál. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða markmið og vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2020. Gestir fundarins í þessu máli voru Oddur G. Jónsson endurskoðandi, Elísabet G. Þórarinsdóttir fjármálastjóri og bæjarfulltrúarnir Ólafur Þór Ólafsson, Fríða Stefánsdóttir og Guðmundur Skúlason. Oddur G. Jónsson fór yfir: Útkomuspá fyrir árið 2016. Langtímaáætlun miðað við ársreikning 2015. Sigrún Árnadóttir fór yfir: Uppfærsla 10 ára áætlunar. Samantekt um svigrúm til fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda. Útfærsla markmiða fjárhagsáætlunar, greining kostnaðar. Afgreiðsla: Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu á næsta fundi ráðsins 27. september n.k.

2.  1507008 – Fjárhagsáætlun 2016-2019
Fyrir fundinum liggur viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016, unninn af bæjarstjóra og fjármálastjóra. Bæjarstjóri fór yfir málið. Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 verði samþykktur og felur bæjarstjóra frekari vinnslu málsins í samráði við samstarfssveitarfélög bæjarins.

3.  1605031 – Sameining sveitarfélaga
Frá 646. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 14. júní 2016, 7. mál. Fyrir fundinum lá bréf frá bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs vegna afgreiðslu þeirra á umræðuskjali um sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs. Lagt fram til kynningar. Málið var rætt. Afgreiðsla: Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu og úrvinnslu á næsta fundi ráðsins.

4.1506168 – Varðan: húsnæði
Afgreiðsla: Niðurstaða málsins var skráð á bls. 27 í trúnaðarbók bæjarstjórnar.

5.  1506133 – Fluglestin
Samstarfssamningur um skipulagsmál vegna hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Fjallað var um skipan fulltrúa Sandgerðisbæjar í verkefnishóp um málið. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur til að Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri verði fulltrúi Sandgerðisbæjar í verkefnishópi um “Hraðlestina” og Ólafur Þór Ólafsson verði varamaður hennar.

6.  
1507004 – Aðgengi fyrir alla: skýrslur
Skýrsla um aðgengi fyrir alla í Grunnskóla Sandgerðis og Bókasafni Sandgerðis. Úttekt gerð af Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur fyrir hönd Access Iceland – Aðgengismerkjakerfisins ehf. í samstarfi við umsjónarmann grunnskólans og starfsfólk bókasafnsins. Bæjarráð fór yfir skýrslurnar Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Vísað til kynningar í fræðsluráði. Vísað til skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði og sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingasviðs til úrvinnslu.

7.  1507016 – Þjónustusvæði: málefni fatlaðs fólks á Suðurnesjum.
Samráðsfundur um þjónustu fyrir fatlaða haldinn á bæjarskrifstofunni í Vogum mánudaginn 5. september 2016.
Heimsókn Rannveigar Traustadóttur prófessors í fötlunarfræðum og forstöðumanns rannsóknarseturs í fötlunarmálum, til sveitarfélaganna á Suðurnesjum þann 11. maí 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Fundargerðum er vísað til kynningar í fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.

8.  1602021 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: greining á stöðu DS
Greining og samantekt KPMG um starfsemi Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. KPMG og Sveitarfélagið Garður gerðu með sér samkomulag í desember 2015 um að KPMG gerði samantekt um fyrirkomulag samstarfs sveitarfélaganna á Suðurnesjum að því er varðar Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum (DS). Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur til þess að stjórn DS. komi saman hið fyrsta og taki afstöðu til samantektarinnar og skili áliti sínu til viðkomandi bæjarstjórna.

9.  1601017 – Ný húsnæðislöggjöf: áhrif gagnvart sveitarfélögum
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. ágúst 2016 um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Visað til áframhaldandi umfjöllunar og úrvinnslu á næsta fundi bæjarráðs 27. september n.k.

10.  1606028 – Hafnasambandsþing 2016: boðun
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 40. hafnarþings á Ísafirði dagana 13. og 14. október 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Sandgerðisbæjar á þinginu verða Reynir Sveinsson, Grétar Mar Jónsson, Magnús S. Magnússon, Sigrún Árnadóttir og Grétar Sigurbjörnsson. Reynir Sveinsson, Grétar Mar Jónsson fara með atkvæðisrétt Sandgerðishafnar.

11.  1508023 – Reykjanes jarðvangur ses: aðalfundur: fundarboð
Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. verður haldinn föstudaginn 16. september 2016 kl. 9:00 í fundarsal S.S.S. að Skógarbraut 945 í Reykjanesbæ. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Sandgerðisbæjar á

12.  1602002 – Brunavarnir Suðurnesja: fundargerðir 10. og 11. fundar
Fundargerð 10. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 12. maí 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar. Fundargerð 11. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. Fundurinn fór fram mánudaginn 15. ágúst 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.  1601016 – Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: fundargerðir 2016
Fundargerð 28. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 4. ágúst 2016. Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.