651. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/651. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

651. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 23. ágúst 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1608134 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020: markmið og tímaáætlun
Fyrir fundinum liggja markmið og vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2020.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að markmið og vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar 2017-2020 verði samþykkt.

2. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016-2019: viðaukar
Fyrir fundinum liggja viðauki nr. 4 og viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarstjóri fór yfir viðaukana.

Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2016. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2016.

3. 1506088 – Húsnæðismál fatlaðra: staða mála
Minnisblað bæjarstjóra um samvinnu Þroskahjálpar og Sandgerðisbæjar vegna byggingar íbúða fyrir fólk með fötlun: staða máls í ágúst 2016.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og næstu skref.

Afgreiðsla: Í ljósi nýrra húsnæðislaga um almennar íbúðir nr. 52/2016 sem öðluðust gildi 14. júní sl. felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna með Þroskahjálp að nýju samkomulagi vegna áætlana um byggingu íbúða. Bæjarráð fagnar því að fyrir liggi ákvarðanir um hönnun íbúðanna og hvetur til þess að unnið verði hratt og örugglega svo mæta megi þörf fyrir húsnæði svo fljótt sem verða má.

4. 1506170 – Samgönguáæltun 2015 – 2018: tvöföldun Reykjanesbrautar
Bæjarráð fjallaði um Samgönguáæltun og tvöföldun Reykjanesbrautar.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa ítrekað bent á nauðsyn og mikilvægi þess að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar. Í skjali sem stjórnvöldum var sent í lok árs 2014 vegna Samgönguáætlunar var hvatt til þess að brautin yrði tvöfölduð að Rósaselstorgi.

Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar skorar á samgönguyfirvöld að setja hönnun og framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar í forgang. Þar til þeirri framkvæmd er lokið þarf að stórbæta öryggi gatnamóta á þessum vegarkafla. Þessar umferðarbætur eru ekki aðeins nauðsynlegar fyrir íbúa á Suðurnesjum heldur tryggja þær öryggi allra þeirra sem fara um alþjóðlegan flugvöll í Sandgerði.

5. 1607068 – Verndarsvæði í byggð: umsókn um styrk
Húsafriðunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, reglugerð með lögunum og reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði. Fyrir fundinum liggur umsókn byggingarfulltrúa Sandgerðisbæjar um framlag úr húsafriðunarsjóði til verkefnisins Sandgerðisbær, Krókskotstún – Landakotstún.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. 1601007 – Drög að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga
Fyrir fundinum liggur Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir og Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (sjá 11. mál í þessari fundargerð). Frumvörpin eru send til umsagnar. Einnig fylgir minnisblað Guðrúnar B. Sigurðardóttur, starfandi félagsmálastjóra, “Kynning á frumvarpi vegna breytinga á lögum félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk.”

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. 1605030 – Umhverfisráð Sandgerðisbæjar: 77. fundur
Fundargerð 77. fundar umhverfisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 18. ágúst 2016.

Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.

8. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 117. fundur
Fundargerð 117. fundar velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 18. ágúst 2016.

1. mál: 1608011 – Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.

9. 1601023 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 705. fundur
Fundargerð 705. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 10. ágúst 2016.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar

10. 1512011 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: fundargerðir 2016
Fundargerð 471. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. ágúst 2016.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar

11. 1511038 – Hafnasamband Íslands: fundargerðir 385. og 386. fundar
Fundargerð 385. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 17. maí 2016.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundargerð 386. fundar stjórnar Hafnasambands íÍslands. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 16. ágúst 2016.

2. mál: Rekstrarhorfur Sandgerðishafnar – 1608001HA Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Málið var rætt.

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús Sigfús Magnússin sign.
Sigrún Árnadóttir sign.