650. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/650. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

650. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 9. ágúst 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Elísabet Þórarinsdóttir.

Fundargerð ritaði: Elísabet Þórarinsdóttir. staðgengill bæjarstjóra

Dagskrá:
1. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016: viðauki 3: Sandgerðisdagar
Fyrir fundinum liggur viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 vegna flugeldasýningar á Sandgerðisdögum.

Afgreiðsla: Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016 er samþykktur samhljóða.

2. 1607068 – Verndarsvæði í byggð
Kynning á úthlutunarreglum húsfriðunarsjóðs og leiðbeiningum við gerð umsókna um styrki til að undirbúa tillögur um verndarsvæði í byggð.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar og vísað til byggingarfulltrúa.

3. 1508020 – Starfsmannamál 2016 
Staðgengill bæjarstjóra gerði grein fyrir málinu.

Afgreiðsla: Málið kynnt og skráð í trúnaðarbók bæjarstjórnar á bls. 25.

4. 1607069 – Íbúðalánasjóður: framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
Ný lög og reglugerðir sem fela Íbúðalánasjóði nýtt og veigamikið hlutverk að veita stofnframlög ríkisins til íbúðakaupa eða bygginga á almennum íbúðum.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5. 1606024 – Miðnesheiði: 6. fundur júlí 2016
Fundargerð stýrihóps Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar. Skipulag flugvallarsvæðis 6. fundur. Fundurinn fór fram 19. júlí 2016.

Afgreiðsla: Fundargerð og bréf lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign. Sigursveinn B. Jónsson sign. Daði Bergþórsson sign. Magnús S. Magnússon sign. Elísabet Þórarinsdóttir sign.