648. fundur Bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/648. fundur Bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

648. fundur bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 12. júlí 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður (D-lista), Sigursveinn B. Jónsson (S-lista), Guðmundur Skúlason (B-lista), Magnús Sigfús Magnússon (H-lista), og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir
Formaður bæjarráðs tilkynnti breytingar á skipan D-lista í Hafnaráð og Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráð. Reynir Sveinsson tekur við formennsku í Hafnaráði af Ólafi Oddgeiri Einarssyni. Reynir Þór Ragnarsson tekur sæti Carls Berg Gränz heitins og verður aðalmaður í Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði, Róbert Pálsson verður varamaður D-listans í ráðinu.
2. 1607010 – Bjarmi HU-33: forkaupsréttur
Lagt var fram erindi vegna forkaupsréttar Sandgerðisbæjar að Bjarma HU-33 í samræmi við 12. gr. laga nr. 116/2006. Afgreiðsla: Sandgerðisbær fellur frá forkaupsrétti á Bjarma HU-33.
3. 1510022 – Strandveiðiveiðikvóti 2016
Bæjarráð tók til umræðu úthlutun strandveiðikvóta ársins 2016 og samþykkti eftirfarandi ályktun: Afgreiðsla: Bæjarráð Sandgerðisbæjar lýsir yfir óánægju með tilfærslu úthlutunar strandveiðikvóta um 200 tonn af svæði D sem nær frá Borgarbyggð í vestri að Hornafirði til annarra svæða á landinu. Það sætir undrun að þetta skuli gert á sama tíma og heildarkvótinn er aukinn um 400 tonn. Bæjarráð fer þess eindregið á leit við sjávarútvegsráðherra að hann breyti ákvörðun sinni og leiðrétti þá tilfærslu sem gerð var og skipti viðbótarúthlutun þessa árs milli svæða í sömu hlutföllum og verið hefur.
4. 1606030 – Fasteignamat 2017
Bréf frá Þjóðskrá með yfirliti yfir fasteignamat 2017. Fram kemur að heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,8% frá yfirstandandi ári. Mat á Suðurnesjum hækkar að meðaltali um 6,8% og um 3,5% í Sandgerði. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
5. 1508011 – Umferðaröryggisáætlun: Sandgerðisbær
Samantekt sem gerð var með athugasemdum og breytingartillögum bæjarráðs við Umferðaröryggisáætlun sem kynnt var á síðasta fundi bæjarráðs lögð fram. Einnig lögð fram drög að fréttatilkynningu um Umferðaröryggisáætlun. Umræða var um lið 1.2. í samantektinni um umferðaröryggi við leikskólann. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir mati Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs og sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála á því hvort unnt sé að auka umferðaröryggi við leikskólann.
6. 1605032 – Viðmiðunartafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórunum
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna um viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum lagt fram ásamt samantekt um launakjör kjörinna fulltrúa Sandgerðisbæjar. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
7. 1607002 – Starfsmannamál: trúnaðarmál
Gerð er grein fyrir málinu á bls. 24 í Trúnaðarbók bæjarstjórnar.
8. 1604006 – Taramar: leigusamningur
Undirritaður samningur milli Sandgerðisbæjar og Taramar um leigu húsnæðis í Vörðunni lagður fram. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
9. 1607005 – Kjörstjórn Sandgerðisbæjar: fundir 08.06.2016 og 24.06.216
Fundargerðir kjörstjórnar Sandgerðisbæjar vegna forsetakosninga 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
10. 1601035 – Atvinnu-, ferða- og menningarráð: 13. fundur
Fundargerð 13. fundar Atvinnu-, ferða- og menningarráðs sem haldinn var þriðjudaginn 5. júlí 2016. Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir fundargerðina samhljóða.
11. 1603010 – Reykjanes jarðvangur ses: 26. fundur og 27. fundur
Fundargerð 27. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs haldinn 13. júní 2016 lögð fram. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
12. 1607004 – Almannavarnir Suðurnesja: fundur 10.05.2016
Fundargerð stjórnarfundar Almannavarnanefndar Suðurnesja, þriðjudaginn 10. maí 2016. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
13. 1603004 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 841. fundur
Fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10.

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign.

Sigursveinn Bjarni Jónsson, sign.

Guðmundur Skúlason, sign.

Magnús Sigfús Magnússon, sign.

Sigrún Árnadóttir, sign.