647. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Bæjarráð/647. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

647. fundur
bæjarráðs, haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 28. júní 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir Bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

Dagskrá:
1. 1508011 – Umferðaröryggisáætlun: Sandgerðisbær
Umferðaröryggisáætlun fyrir Sandgerðisbæ 2016-2020 kynnt. Áætlunin er unnin skv. ákvörðun bæjarstjórnar. Helstu markmið í áætluninni miða að því að fækka slysum og ná tökum á hraðakstri. Í áætluninni kemur fram listi með tillögum um forgangsverkefni til að auka umferðaröryggi í bæjarfélaginu. Gestir undir þessum dagskrárlið voru Kristjana Erna Pálsdóttir frá VSÓ og Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri húsnæðis-, skipulags- og byggingarsviðs.
Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar góða vinnu við gerð og vinnslu umferðaröryggisáætlunar. Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa umferðaröryggisáætluninni til umfjöllunar og afgreiðslu í Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði, og að tekið verði mið af áætluninni við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

2. 1606027 – Ökutækjaleiga: beiðni um umsögn
Erindi frá Samgöngustofu vegna umsagnar um staðsetningu ökutækjaleigu lögð fram ásamt mati skipulags- og byggingarfulltrúa á erindinu.
Afgreiðsla: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við staðsetningu ökutækjaleigu KG6 (Geysir, húsbílaleiga) við Arnarvöll 4, mhl. 03 á svæði Keflavíkurflugvallar sem m.a. er skipulagt til reksturs á bílaleigum. Húsnæðið er nýlegt og hefur fengið lokaúttektarvottorð byggingarfulltrúa Sandgerðisbæjar. Aðkoma og umhverfi er í góðu lagi.

3. 1606036 – Aðgerðaráætlun gegn einelti/ofbeldi
Fyrir fundinum liggja drög að aðgerðaráætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og annarri ótilhlýðilegri hegðun fyrir tímabilið 2016 – 2020. Áætlunin er unnin í samræmi við reglugerð Velferðarráðuneytisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og starfsmannastefnu Sandgerðisbæjar.
Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir framlagða áætlun Sandgerðisbæjar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari vinnslu málsins.

4. 1606037 – Grunnskólinn í Sandgerði: skólaárið 2016-2017
Mál frá 302. fundi fræðsluráðs þriðjudaginn 14. júní 2016, annað mál. Skólastjóri gerði tillögu um að staða námsráðgjafa yrði aukin úr 40% í 50% og mælir fræðsluráð með tillögunni. Ekki er um aukin útgjöld vegna þessarar aukningar að ræða, heldur um tilfærslu í starfi.
Afgreiðsla: Bæjarráð samþykkir að stöðugildi námsráðgjafa fari í 50%.

5. 1606007 – Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga: reglur um könnun og meðferð
Fyrir fundinum liggja drög að reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála frá 116. fundi Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga, þriðja mál. Nefndin staðfestir drög að reglunum sem settar eru skv. 3. mgr. 14, gr. barnaverndarlaga nr.80/2002. Í reglunum er m.a. kveðið á um umboð starfsmanna til könnunar, meðferðar og ákvörðunar einstakra barnaverndarmála.
Afgreiðsla: Bæjarráð staðfestir “Reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka og framsal valds til starfsmanna fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.”

6. 1606023 – Fasteignaskattur: álagning: ferðaþjónusta
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 10. júní 2016 vegna álagningar fasteignaskatts á mannvirkjum tengdum ferðaþjónustu.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. 1601038 – Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 116. fundur
Fundargerð 116. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 16. júní 2016.
3. mál: Reglugerðir barnaverndar SGV Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt.

8. 1601034 – Fræðsluráð: 302. fundur
Fundargerð 302. fundar Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 14. júní 2016.
2. mál: næsta skólaár. Sjá 4. mál í þessari fundargerð
Afgreiðsla: Bæjarráð þakkar Önnu Kristjönu Egilsdóttur, Thelmu Björk Jóhannsdóttur, Mörtu Eiríksdóttur, Kristbjörgu G. Ólafsdóttur og Höllu Júlíusdóttur fyrir störf sín við Grunnskólann í Sandgerði. Fundargerð samþykkt.

9. 1603001 – Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 487. fundur
Fundargerð 487. fundar Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram föstudaginn 24. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.

10. 1601023 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 704. fundur
Fundargerð 704. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 15. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. 1606024 – Skipulag við flugvallarsvæði: 1. 2. 3. og 4. fundur stýrihóps Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar
Fundargerðir stýrihóps Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar, Skipulag við flugvallarsvæði 1. 2. 3. og 4. fundur. Fundirnir fóru fram miðvikudaginn 8. júní 2016, miðvikudaginn 15. júní 2016, mánudaginn 20. júní 2016 og föstudaginn 24. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

12. 1606015 – Þjónustuhópur aldraðra: 102. fundur og 103. fundur
Fundargerð 102. fundar og 103. fundar Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum. Fundirnir fóru fram fimmtudaginn 7. apríl 2016 og mánudaginn 6. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

13. 1603008 – Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: 256. fundur
Fundargerð 256. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 12. maí 2016. Eftirtöldum aðila var veitt starfsleyfi til 12. ára í Sandgerðisbæ: – Stefán L. Stefánsson kt. 280688-3129 til að starfrækja heimagistingu (4 rúm) að Bogabraut 18, 245 Sandgerði.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. 1606018 – Héraðsnefnd Suðurnesja: slit og skýrsla
Fundargerð 2. fundar slitastjórnar Héraðsnefndar Suðurnesja. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 15. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. 1603009 – Heklan atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: 50. fundur
Fundargerð 50. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðunesja. Fundurinn fór fram föstudaginn 3. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. 1603004 – Samband íslenskra sveitarfélaga: 839. fundur og 840. fundur
Fundargerð 839. fundar og 840. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundirnir fóru fram föstudaginn 27. maí 2016 og fimmtudaginn 2. júní 2016.
Afgreiðsla: Fundargerðir lagðar fram til kynningar

17. 1604018 – Fundargerð aðalfundar dvalarheimilis aldraðra 26. apríl 2016
Fundargerð aðalfundar dvalarheimilis aldraðra. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 26. apríl 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.20
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign