639. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/639. fundur bæjarráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

639. fundur
bæjarráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 23. febrúar 2016 og hófst hann kl. 17:30

 Fundinn sátu:

 Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður, Sigursveinn B. Jónsson, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

 

1. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: a. fjárfestingar, b. endurkaup fasteigna
Fyrir fundinum liggja tillögur um fjárfestingaverkefni 2016-2019.
Einnig greinargerð bæjarstjóra vegna uppgjörs við Fasteign ehf.Bæjarstjóri fór yfir málið.Afgreiðsla:
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykktir verði fyrstu 5 fyrstu liðir framlagðrar tillögu um fjárfestingaverkefni 2016-2019. Tillögur um ferkari fjárfestingar verða lagðar fram síðar. Fulltrúi B- lista situr hjá.
2. 1511033 – Félagslegar íbúðir Sandgerðisbæjar: a. leigusamningar, b. tekjuviðmið
Fjallað var um leigu á félagslegum íbúðum í Sandgerðisbæ.
A) Leigusamningar.
B) Tekjuviðmið.Bæjarstjóri fór yfir málið.Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram lagðar tillögur verði samþykktar.
3. 1602021 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: viðauki við skuldabréf
Fyrir fundinum liggja skuldabréf vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, viðauki við skuldabréf nr. 0142-36-056964 vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við skuldabréf nr. 0142-36-056964 vegna Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum verði samþykktur.

4. 1602015 – Starfsmannamál: trúnaðarmál
Trúnaðarmál.

Málið var rætt.

Afgreiðsla:
Niðurstaða málsins var bókuð á bls. 19 í Trúnaðarbók bæjarstjórnar.

5. 1602016 – Öldungaráð Suðurnesja: erindi til bæjarstjórna
Erindi formanns Öldungaráðs Suðurnesja, dags. 11. febrúar 2016 f.h. stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

6. 1510036 – Íþróttafélagið Nes: Íslandsmót fatlaðra 2016
Frá 33. fundi frístunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 17. febrúar 2015 (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Erindi Íþróttafélagsins Nes sem heldur Íslandsmót fatlaðra 11. – 13. mars 2016 þess efnis að þátttakendur í mótinu fái frítt í sund þá helgi. Þess er einnig óskað að fulltrúi sveitarfélagsins komi að verðlaunaafhendingu á mótinu og verði einn af heiðursgestum mótsins.
Afgreiðsla: FFJ leggur til við bæjarstjórn að verða við þeirra beiðni þ.e. að þátttakendum mótsins verði boðið í sund í Sandgerði umrædda helgi.Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að þátttakendur í Íslandsmóti fatlaðra fái frítt í sund í sundlaug Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis helgina 11. til 13. mars.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að bæjarstjóri verði fulltrúi Sandgerðisbæjar sem heiðursgestur á mótinu og við afhendingu verðlauna.
7. 1602026 – Knattspyrnufélagið Týndar stjörnur styrkbeiðni
Erindi knattspyrnufélagsins Týndar stjörnur dags. 19.02. 2016 þar sem sótt er um styrk til Sandgerðisbæjar vegan þátttöku félagsins í utandeildarkeppni í knattspyrnu.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði styrkur að upphæð kr. 25.000,- til knattspyrnufélagsins Týndar stjörnur. Styrkurinn verði greiddur af liðnum “Íþróttir: Aðrir styrkir og framlög” nr. 0692-9991.

8. 1601004 – Skipulagsmál í nágrenni FLE: Tillögur vinnuhóps
Tillögur vinnuhóps um skipulagsmál í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (sjá 16. mál í þessari fundargerð).

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi tillögur vinnuhópsins verði hafðar að leiðarljósi í þeim viðræðum sem framundan eru vegna uppbyggingar í nágrenni FLE:
1. Að samvinna verði milli sveitarfélaganna þriggja, Þróunarfélags Keflafvíkuflugvallar, Isavia og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja um uppbyggingu og skipulag í nágrenni við flugvallarsvæðið. Sameiginleg heildarsýn verði mótuð hið fyrsta, skipulag taki mið af henni og verkefnum forgangsraðað. Þannig verði hagsmunum sveitarfélaganna og svæðisins best borgið til skemmri og lengri tíma.
2. Að samkomulag í anda þess sem gert var árið 2010 um uppbyggingu, þróun og skipulag verði gert að nýju og ríkisvaldið verði aðili að slíku samkomulagi.
3. Að sveitarfélögin beiti sér fyrir því að stjórnvöld veiti fjármagni sem fæst af sölu fasteigna á fyrrum varnarsvæði til uppbyggingarinnar í kringum alþjóðaflugvöllinn á Miðnesheiði.

Bæjarráð leggur jafnframt til að Ólafi Þór Ólafssyni, Guðmundi Skúlasyni og Sigrúnu Árnadóttur verði áfram falið að skipa vinnuhóp til eftirfylgni í málinu.

9. 1601025 – Heilsuvika 2016: Dagskrá
Dagskrá Heilsuviku í Sandgerði 28. febrúar til 5. mars 2016 (sjá 15. mál í þessari fundargerð).

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

10. 1601031 – Reykjanes Jarðvangur: fundargerð 23. fundar
Fundargerð 23. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 27. janúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. 1602016 – Öldungaráð Suðurnesja: fundur 11.02.2016
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja . Fundurinn fór fram fimmtudaginn 11. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12. 1512011 – Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: fundargerðir 2016
Fundargerð 467. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja . Fundurinn fór fram fimmtudaginn 11. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. 1601023 – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: 700. fundur 17. febrúar
Fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . Fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. 1602025 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: fundargerðir 2016
Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 9. febrúar 2016.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. 1601033 – Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 33. fundur
Fundargerð 33. fundar frásunda- forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðisbæjar . Fundurinn fór fram miðvikudaginn 17. febrúar 2016.

1. mál: 1510036 – Íþróttafélagið Nes: Íslandsmót fatlaðra 2016.
Sjá 6. mál í þessari fundargerð.

4. mál: 1601025 – Heilsuvika 2016. Sjá 9. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. 1601004 – Skipulagsmál: vinnuhópur: 3. fundur 19. febrúar
Fundargerð 3. fundar vinnuhóps Sandgerðisbæjar um skipulagsmál . Fundurinn fór fram föstudaginn 19. febrúar 2016.

1. mál: Verkefni vinnuhóps. Forsaga og skilgreining. Sjá 8. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jósson sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.