6. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar

Home/Hafnaráð/6. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar

 6. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar

haldinn á skrifstofu Sandgerðishafnar

fimmtudaginn 13.
ágúst 2015 kl. 16.30

Fundinn
sátu:
Ólafur Oddgeir Einarsson (D),
formaður, Katrín Júlía Júlíusdóttir (S), Bragi Guðjónsson (S), Grétar Mar
Jónsson (B), Elfar Bergþórsson (B) og Sæmundur Sæmundsson (H), áheyrnarfulltrúi.

 

Aðalmennirnir
Jóhann Rúnar Kjærbo (S), Hjörtur Jóhannsson (B) og Magnús S. Magnússon (H)
boðuðu forföll og sátu varamenn fundinn í þeirra stað.

 

Auk
þess sátu fundinn Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri hafnarinnar og Ólafur
Þór Ólafsson staðgengill hafnarstjóra sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

1. Sandgerðishöfn, innsiglingarmastur.

Farið
var yfir stöðu mála vegna innsiglingarmasturs í Sandgerðishöfn sem skemmdist
þegar það var siglt niður. Ljóst er að viðgerð á mastrinu þarf að ljúka á
haustdögum 2015. Jafnframt kom fram að málið er í vinnslu hjá lögfræðingi
Sandgerðisbæjar.

 

Samþykkt
að kalla verktaka sem unnið hefur að undirbúningi verksins til fundar ásamt
fulltrúum Vegagerðarinnar til að fara yfir verkið. Hafnarstjóra og
verkefnastjóra hafnarinnar falið að kalla þann fund saman við fyrsta tækifæri.

 

2. Viðhaldsverkefni.

Verkefnastjóri
hafnarinnar fór yfir stöðu viðhaldsframkvæmd við höfnina og voru þau rædd.

 

3. Afskriftir.

Lögð
var fram tillaga að afskirftum vegna hafnargjalda. Um er að ræða kröfur á 12
lögaðila samtals að upphæð kr. 5.130.163,-.

 

Hafnarráð
samþykkir framlagða tillögu að afskriftum.

 

4. Hafnarfundur 2015.

Tölvupóstur
frá Val R. Halldórssyni f.h. stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 26.05.2015
þar sem boðað er til 7. hafnafundar sem verður haldinn í Hafnarfirði
föstudaginn 28. ágúst n.k.

 

Lagt
fram til kynningar.

 

5. Fyrirmynd af umhverfisstefnu fyrir
hafnir.

Tölvupóstur
frá Val R. Halldórssyni f.h. Hafnarsambands Íslands dags. 13.05.2015 þar sem
kynnt er fyrirmynd að umhverfisstefnu fyrir hafnir sem umhverfis- og
öryggisnefnd Hafnasambandsins hefur unnið. Kom fram að þegar er í gildi
umhverfisstefna fyrir Sandgerðishöfn.

 

Lagt
fram til kynningar.

 

6. Áskorun um aukið fé til viðhalds
hafna.

Bréf
frá Sigbergi Björnssyni og Ásta Þorleifsdóttur f.h. Innanríkisráðuneytisins
dags. 11.06.2015 þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafi mótekið áskorun
Sandgerðisbæjar vegna fjárveitinga til viðhalds hafna í tengslum við ný
hafnalög. Jafnframt kemur fram að áskorunin verður höfð til hliðsjónar við gerð
samgönguáæltunar 2015-2026.

 

Lagt
fram til kynningar.

 

Hafnarráð
fagnar því að taka skuli tillit til áskorunar Sandgerðinga við gerð
samgönguáætlunar en leggur jafnframt áherslu á að í fjárlögum sé gert ráð fyrir
nægjanlegu fjármagni til viðhaldsframkvæmda í millistórum fiskihöfnum.

 

7.
Minnisblað um tryggingamál hafna.

Tölvupóstur frá Val R. Halldórssyni f.h.
Hafnarsambands Íslands dags. 26.06.2015 þar sem kynnt er minnisblað sem
Hafnarsambandið lét LEX lögmannsskrifstofu vinna þar sem farið er yfir
réttarstöðu hafna í tryggingarmálum.

 

Lagt fram til kynningar.

8. Stjórn
Hafnasambands Íslands, fundargerð 375. fundar frá 22.05.2015.

Fundargerð 375. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands
sem fór fram 22.05.2015.

 

Lagt fram til kynnignar.

9. Önnur
mál.

Ekkert
bókað.

 

Fleira
ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Ólafur Oddgeir Einarsson sign.

Katrín Júlia Júlíusdóttir sign.

Bragi Guðjónsson sign.

Grétar Mar Jónsson sign.

Elfar Bergþórsson sign.

Sæmundur Sæmundsson sign.