Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis-suður í Sandgerðisbæ

Home/Frettir/Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis-suður í Sandgerðisbæ
  • Sandgerði - Kort

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis-suður í Sandgerðisbæ

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis – suður í Sandgerðisbæ samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að við götuna Fagurhól verða byggð lítil raðhús í stað parhúsa. Raðhúsalengjurnar verða 4 með 3 íbúðum og 4 með 4 íbúðum þannig að heildar íbúðarmagn við götuna fer úr 16 íbúðum í 28. Ekki er gert ráð fyrir bílgeymslum í raðhúsunum. Áfram er gert ráð fyrir 12 einbýlishúsalóðum við Þinghól. Heildar íbúðarmagn í Hólahverfi – suður verður því 40 íbúðir. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3 frá og með fimmtudeginum 6. apríl  til og með fimmtudeginum 18. maí 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 18. maí 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3.

Sandgerðisbæ 5. apríl 2017

Skipulagsfulltrúi Sandgerðisbæjar

Deiliskipulagstillaga Hólahverfi-suður- 23-03-17

Deiliskipulagsskilmálar 23.03.17