490. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/490. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

490. fundur
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 29. mars 2017 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu: Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andrésson áheyrnarfulltrúi, Reynir Þór Ragnarsson og Jón Ben Einarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála

Dagskrá:
1. 1611086 – Deiliskipulag:Hólahverfi-suður:Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á Hólahverfi-suður lögð fram. Lóðum við Fagurhól breytt úr 16 parhúsalóðum í 28 raðhúsalóðir. Afgreiðsla: Ráðið samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags af Hólahverfi-suður.

2. 1611019 – Suðurgata 2-4:Umsókn um byggingarleyfi: Gistiheimili
Sótt er um leyfi til að breyta fyrrum banka og pósthúsi í gistiheimili skv. meðfylgjandi gögnum. Afgreiðsla: Samþykkt.

3. 1703100 – Fagurhóll 15-27: Umsókn um lóð
Fagurhóll Investments sækir um raðhúsalóðirnar Fagurhól 15-21 og 23-27. Afgreiðsla: Samþykkt.

4. 1703101 – Fagurhóll 1-13: Umsókn um lóð
Líba ehf. sækir um raðhúsalóðirnar Fagurhól 1-7 og 9-13. Afgreiðsla: Samþykkt.

5. 1703103 – Breiðhóll 8-10: Umsókn um lóð
Sigríður Maggý Árnadóttir sækir um lóðirnar Breiðhól 8 og 10 undir parhús. Afgreiðsla: Samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Kristinn Halldórsson sign
Sævar Sigurðsson sign
Eyjólfur Ólafsson sign
Jón Sigurðsson sign
Haukur Andrésson sign
Reynir Þór Ragnarsson sign
Jón Ben Einarsson sign