371. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

Home/bæjarstjórn/371. fundur bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

371. fundur. 
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 4. október 2016 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson.

Dagskrá:

1. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019: viðaukar
Frá 653. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. september 2016, 3. mál (sjá 9. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukar nr. 7, 8, 9 og 10 verði samþykktir. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Til máls tók: SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka nr. 7, 8, 9 og 10 við fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2016.

2.1601022 – Sandgerðishöfn 2016
Frá 10. fundi hafnaráðs Sandgerðisbæjar fimmtudaginn 8. september 2016, 2. mál (sjá 8. mál í þessari fundargerð). Hafnaráð samþykkir að farið verði fram á undanþágu frá reglugerð nr. 224 um skráningu og vigtun sjávarafla fyrir Sandgerðishöfn. Hafnaráð leggur jafnframt til að landtengingakerfi við rafmagn verði sett á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Bæjarstjóri fór yfir tillögurnar. Til máls tóku: SÁ, HS, MSM, FS, DB, ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn vísar tillögu hafnaráðs um undanþágu frá reglugerð nr. 224 samhljóða til umfjöllunar í bæjarráði Sandgerðisbæjar. Bæjarstjórn vísar tillögu hafnaráðs um landtengingarkerfi við rafmagn samhljóða til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar í bæjarráði Sandgerðisbæjar.

3. 1506168 – Varðan: húsnæði 
Frá 652. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 13. september 2016, 4. mál (sjá 9. mál í þessari fundargerð). Bæjarstjóri fór yfir málið. Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaupsamning milli Sandgerðisbæjar og Landsbanka Íslands og samning milli Sandgerðisbæjar og Landsbanka Íslands um framkvæmd og sölu fasteignarinnar Miðnestorg 3, Sandgerðisbæ, eignahluta fastanr. 228-6712, fastanr. 228-6713 og fastanr. 228-6714. Eigninni fylgir leigulóðarréttindi á lóð merkt 196279(landnr.) og 2503-1-6150030(staðgreinir).

4. 1605031 – Sameining sveitarfélaga
Frá 653. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. september 2016, 4. mál (sjá 9. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem fái það hlutverk að vinna könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna. Sú vinna verði grundvöllur að samráði við íbúa sveitarfélagsins um málið. Til máls tóku: DB, HS, FS, MSM, ÓÞÓ, SBJ, GS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um skipan starfshóps sem fái það hlutverk að vinna könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjóra falið að gera tillögu að starfsreglum fyrir hópinn í samstarfi við bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs.

5. 1506088 – Fólk með fötlun: íbúðakjarni
Frá 653. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. september 2016, 6. mál (sjá 9. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulag við Þroskahjálp verði
samþykkt ásamt þeim fjárskuldbindingum sem því fylgja.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Til máls tóku: SÁ, DB, MSM, FS, HS, GS, ÓÞÓ.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða “Samkomulag við Þroskahjálp um byggingu íbúða að Lækjamótum 61-65”.

6. 1506161 – Skipan í embætti, nefndir, ráð og stjórnir
B- listi tilkynnir um skipan í nefnir og ráð: Hjörtur Fjeldsted víkur sæti sem aðalmaður í fræðsluráði Sandgerðisbæjar. Hjördís Ýr Hjartardóttir tekur sæti hans í ráðinu og Lóa Björg Gestsdóttir
tekur sæti Hjördísar sem varamaður í ráðinu. Valgerður Guðbjörnsdóttir víkur sæti sem aðalmaður í fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðis, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins
Voga. María Jóna Jónsdóttir tekur sæti hennar í nefndinni og Hulda Ósk Jónsdóttir tekur sæti Maríu sem varamaður í nefndinni.

7. 1608004F – Bæjarráð Sandgerðisbæjar – 653. fundur
Fundargerð 653. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 27. september 2016.
3. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016-2019. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
4. 1605031 – Sameining sveitarfélaga. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
6. 1506088 – Fólk með fötlun: íbúðakjarni. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

8. 1601034 – Fræðsluráð: 303. fundur
Fundargerð 303. fundar fræðsluráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram miðvikudaginn 7.september 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

9. 1603003 – Hafnaráð Sandgerðisbæjar: 10. fundur
Fundargerð 10. fundar hafnarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 8. september 2016.
2. 1601022 – Sandgerðishöfn 2016: rekstrarhorfur. Sjá 2. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

10. 1601036 – Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 652. fundur.
Fundargerð 652. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 13. september 2016.
2. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
4. 1506168 – Varðan: húsnæði. Sjá 3. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

11. 1601037 – Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 653. fundur
Fundargerð 370. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 6. september 2016.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Ólafur Þór Ólafsson sign.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.
Daði Bergþórsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.