117. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga

Home/Fjölskyldu- og velferðarnefnd/117. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

117. fundur
Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga
haldinn í fundarherbergi bæjarstjóra í Vörðunni,
fimmtudaginn 18. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:30

 

Fundinn sátu:
Jónína Holm Varaformaður, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir Ritari, Valgerður Guðbjörnsdóttir Aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir Aðalmaður, Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Aðalmaður, Svava Guðrún Hólmbergsdóttir Aðalmaður og Helga Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði:  Guðrún Björg Sigurðardóttir , Félagsmálastjóri

Dagskrá:

1. 1608011 – Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
Í febrúar 2014 skipaði félags- og húsnæðismálaráðherra starfshóp til þess að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilefni endurskoðunarinnar hefur verið af hálfu íslenskra stjórnvalda og bíður fullgildingar. Þá eru ýmis ákvæði laganna komin til ára sinna og þarfnast endurskoðunar í takt við samfélagsþróun.

Starfshópurinn, sem starfar undir formennsku Willums Þórs Þórssonar alþingismanns, er skipaður fulltrúum frá velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti, Reykjavíkurborg, Akureyrarbæ, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum félagsmálastjóra, Landssamtökunum Þroskahjálp, Landssambandi eldri borgara, Öryrkjabandalagi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar.

Starfshópurinn hefur nú unnið drög að tveimur frumvörpum, annars vegar til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir, sem ætlað er að leysa núgildandi lög af hólmi, og hins vegar frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Starfshópurinn vill gefa almenningi, félagasamtökum og öðrum aðilum, sem láta sig málefnið varða, færi á að veita umsögn um fyrirliggjandi drög áður en endanlegum tillögum verður skilað til ráðherra í haust. Óskað er eftir að umsagnir og athugasemdir sendist á postur@vel.is í síðasta lagi 29. ágúst næstkomandi.Sjá meðfylgjandi drög að lögum.
Drög að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

2. 1607029 – Reglur um styrk vegna lögmannsaðstoðar
Drög að reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 lögð fram til kynningar ásamt drögum að umsókn, sjá nánar fylgiskjöld.
Drög að reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga lögð fram til kynningar.

3. 1604008 – Fjárhagsaðstoð

4. 1311001 – Félagsleg heimaþjónusta

5. 1608013 – Sérstakar húsaleigubætur

6. 1412023 – Sérstakar húsaleigubætur

7. 1403013 – Félagslegar íbúðir

8. 1309008 – Barnaverndarmál

9. 1307007 – Stuðningsfjölskylda

10. 1511016 – Stuðningsfjölskylduleyfi

11. 1507003 – Stuðningsfjölskylduleyfi

12. 1607015 – Stuðningsfjölskylduleyfi

13. 1508001 – Sumardvalarleyfi

14. 1507004 – Sumardvalarleyfi Dagskrá

Opin mál

1. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

2. Drög að reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 lögð fram til kynningar ásamt drögum að umsókn, sjá nánar fylgiskjöld.

Lokuð dagskrá
Barnaverndarmál(1)
Fjárhagsaðstoð(1)
Félagsleg heimaþjónusta(1)
Sérstakar húsaleigubætur (2)
Félagslegar íbúðir (1)
Stuðningsfjölskylda (1)
Stuðningsfjölsk.
Leyfi (3)
Sumardvalar leyfi (2)

Skipting mála
Sandgerði (5)
Garður (4)
Vogar (3)

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Jónína Holm (sign)
Jóhanna Lára Guðjónsdóttir (sign)
Valgerður Guðbjörnsdóttir (sign)
Margrét Bjarnadóttir (sign)
Helga Sigurðardóttir (sign)
Drífa Birgitta Önnudóttir (sign)
Guðrún Björg Sigurðardóttir (sign)