495. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/495. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
 • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

495. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
21. mars 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu: Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Reynir Þór Ragnarsson, Haukur Andreasson áheyrnarfulltrúi og Jón Ben Einarsson.

Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála

Dagskrá:

 1. Hlíðargata 42: umsókn um byggingarleyfi – 1802011
  Magga Hrönn sækir um byggingarleyfi fyrir nýtt einbýlishús að Hlíðargötu 42 úr timbri í stað hússins sem brann.
  Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna hússins.
 2. Rockville: umsókn um stöðuleyfi – 1802041
  Útvör ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir uppblásin kúluhús á Rockville svæðinu fyrir ferðaþjónustutengda starfssemi.
  Afgreiðsla: Ráðið telur erindið ekki samræmast þeim hugmyndum sem höfð voru að leiðarljósi við nýtingu svæðisins í tillögu að deiliskipulagi sem unnið var fyrir svæðið á árinu 2008. Þó svæðið yrði heimilað til þeirra nota tímabundið sem umsækjandi óskar eftir er aðeins heimilt að veita stöðuleyfi til 1. árs í senn og því aldrei hægt að verða við stöðuleyfi til 10 ára eins og óskað er eftir. Kadeco er með leigusamning við landeigendur um umrætt land og því verður landinu ekki ráðstafað án samráðs við þá. Erindi vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar til umsagnar.
 3. Tjarnargata 6: umsókn: breyting á notkunarflokk og matshluta – 1802033
  Faxafell ehf óskar eftir að fá að breyta húsnæðinu Tjarnargötu 6 í 7 litlar íbúðir.
  Afgreiðsla: Ráðið tekur jákvætt í erindið en óskað er eftir teikningum af útliti húss og gerð sé grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða og sorps. Húsið er upphaflega byggt fyrir athafnastarfssemi, verslun eða þjónustu og hefur verið í slíku hlutverki frá upphafi. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna og grendarkynna erindið.
 4. Tjarnargata 1-3: umsókn um byggingarleyfi – 1803005
  Dóri ehf. óskar eftir byggingarleyfi til að fá að breyta jarðhæð Tjarnargötu 1-3 í íbúðir og vegna endurbóta á innra skipulagi húss og útliti.
  Íbúðarherbergjum fækkar í það heila í húsinu þar sem þau sem fyrir eru stækka um helming. Reikna þarf að lágmarki með einu bílastæði pr.íbúð.
  Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna breytinganna.
 5. Norðurgarður 8:Fyrirspurn um uppskiptingu húsnæði – 1803020
  Fyrirspurn lögð fram um hvort heimilað yrði að skipta húsnæðinu Norðurgarði 8 í tvær eða fleiri einingar.
  Afgreiðsla: Ráðið tekur jákvætt í erindið og telur að skipta mætti húsnæðinu í 2-4 hluta. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna verði framhald á málinu í samræmi við umræður á fundinum.
 6. Breytingar á mannvirkjalögum – 1803007
  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á yfirvofandi breytingum á mannvirkjalögunum og þau hvött til að gefau msögn um frumvarpið.
  Afgreiðsla: Ráðið tekur undir og lýsir yfir stuðningi við umsögn/athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags byggingarfulltrúa um frumvarp til breytinga á mannvirkjalögunum – 185. mál 146.lþ.
 7. Bjarg: Húsnæði: stofnframlag – 1711008
  Staðfesting Íbúðalánasjóðs á afgreiðslu/samþykkt stofnframlags vegna byggingar Bjargs á 5 leiguíbúðum í Sandgerðisbæ lagt fram til kynningar.
  Afgreiðsla: Ráðið fagnar afgreiðslu Íbúðalánasjóðs og hvetur Sandgerðisbæ til áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis fyrir tekjulægri íbúa sveitarfélagsins með frekari samvinnu við Bjarg eða með öðrum sambærilegum hætti.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Kristinn Halldórsson, (sign)
Sævar Sigurðsson, (sign)
Eyjólfur Ólafsson, (sign)
Jón Sigurðsson, (sign)
Reynir Þór Ragnarsson, (sign)
Haukur Andreasson, (sign)
Jón Ben Einarsson, (sign)