492. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/492. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

492. fundur
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
18. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:
Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andreasson áheyrnarfulltrúi, Róbert Pálsson og Jón Ben Einarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála
Reynir Ragnarsson boðaði forföll og kom Róbert Pálsson varamaður í hans stað. Sævar Sigurðsson vék af fundi undir máli nr. 2.

Dagskrá:
1. 1703099 – Deiliskipulag: Íbúðarsvæði við Lækjamót: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 
Auglýsingaferli deiliskipulagstillögu lokið. Tvær athugasemdir bárust, önnur vegna
skipulags á lóð Lækjamóta 61-65, undirrituð af 8 íbúum, og önnur vegna skipulags á
lóðum Lækjamóta 73-75 og 81-83, undirrituð af 17 íbúum.

Afgreiðsla: Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála lagði fram 2 greinagerðir vegna andmæla íbúa.
Fagráð felur sviðsstjóra að koma þeim gagnrökum sem koma fram í greinargerð hans á
framfæri við aðila máls og leggur til að breytingar á deiliskipulagi íbúðahverfis við
Lækjamót verði sent óbreytt til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

2. 1708005 – Bárugerði: Fyrirspurn um byggingarleyfi
Umsækjandi óskar eftir að fá að breyta núv. glerskála í 6-8 íbúðir.

Afgreiðsla: Ljóst er að erindið kallar á skipulagsbreytingar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við
umsækjendur um framhald málsins.

3. 1708002 – Þinghóll 10: Umsókn um lóð 
Jit Khorchai sækir um lóð undir einbýlishús

Afgreiðsla: Samþykkt

4. 1706212 – Þinghóll 8: Umsókn um lóð
Guðmundur Gíslason og Katrín Kristjánsdóttir sækja um lóðina Þinghól 8 undir
einbýlishús. Höfðu áður fengið úthlutað Sjónarhól 8 en hyggjast afsala sér henni og sækja
um þessa lóð í staðinn.

Afgreiðsla: Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Kristinn Halldórsson, sign
Sævar Sigurðsson, sign
Eyjólfur Ólafsson, sign
Jón Sigurðsson, sign
Haukur Andreasson, sign
Róbert Pálsson, sign