491. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/491. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

491. fundur
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 24. maí 2017 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Kjartan Dagsson 1. varamaður, Jón Ben Einarsson og Róbert Pálsson 2. varamaður.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála.
Reynir Ragnarsson og Haukur Andresson boðuðu forföll og tóku Róbert Pálsson og Kjartan Dagsson sæti þeirra sem varamenn.

Dagskrá:

1. 1703098 – Deiliskipulag: Hólahverfi: Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á Hólahverfi lögð fram. Raðhúsalóðunum Ásabraut 43-47 og 49-53 breytt úr þriggja íbúða raðhúsalengjum í fjögurra íbúða raðhúsalengjur.

Afgreiðsla: Ráðið samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags af Hólahverfi.

2. 1703099 – Deiliskipulag: Íbúðarsvæði við Lækjamót: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á íbúðasvæði við Lækjamót lögð fram. Helsta breytingin er að lóðir 61 og 63 eru sameinaðar lóð nr. 65 til að byggja á henni raðhúsalengju með 5 einstaklingsíbúðum fyrir fatlaða.

Afgreiðsla: Ráðið samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags af íbúðarsvæði við Lækjamót

3. 1704016 – Deiliskipulag: NA-svæði Keflavíkurflugvallar
Deiliskipulagstillaga lögð fram til umsagnar og ábendinga.

Afgreiðsla: Ráðið gerir engar athugasemdir við tillöguna.

4. 1705011 – FLE N1H17: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun vörumóttöku landside til austurs-mhl 07
IGS sækir um byggingarleyfi skv. meðfylgjandi umsókn og teikningum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

5. 1704017 – Fálkavöllur 2: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging og breytingar á núv. byggingu
IGS sækir um byggingarleyfi skv. meðfylgjandi umsókn og teikningum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

6. 1705029 – Fagurhóll 1-7: Umsókn um byggingarleyfi
Lóðarhafi á Fagurhól 1-7 sækir um byggingarleyfi fyrir 4. íbúða raðhús skv. meðfylgjandi umsókn og teikningum. Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

7. 1705030 – Breiðhóll 13-15: Umsókn um byggingarleyfi
Lóðarhafi á Breiðhól 13-15 sækir um byggingarleyfi fyrir parhús skv. meðfylgjandi umsókn og teikningum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi.

8. 1702048 – Nátthagi 5, 6 og 9: Umsókn um lóðir
Tölvur og tryggingar ehf. óska eftir að fá úthlutað lóðunum Nátthaga 5, 6 og 9. Eiganda fyrirtækisins hefur þegar verið úthlutað lóð nr. 6.

Afgreiðsla: Samþykkt

9. 1705014 – Breiðhóll 6: umsókn um lóð
Ægir Sigurðsson sækir um lóðina Breiðhóll 6 undir byggingu einbýlishúss.

Afgreiðsla: Samþykkt

10. 1705021 – Sjónarhóll 8: umsókn um lóð
Guðmundur Gíslason og Katrín Kristjánsdóttir sækja um lóðina Sjónarhól 8 undir byggingu íbúðarhúss.

Afgreiðsla: Samþykkt

11. 1701018 – Sandgerðisbær: Húsnæðisáætlun.
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Kristinn Halldórsson sign
Sævar Sigurðsson sign
Eyjólfur Ólafsson sign
Jón Sigurðsson sign
Kjartan Dagsson sign
Róbert Pálsson sign
Jón Ben Einarsson sign