75. fundur Umhverfisráðs Sandgerðisbæjar

Home/Umhverfisráð/75. fundur Umhverfisráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

75. fundur Umhverfisráðs,
haldinn í Vörðunni,Miðnestorgi 3,
miðvikudaginn 16. desember 2015 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Gísli Þór Þórhallsson formaður, Rakel Rós Ævarsdóttir, Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Þorbjörn Björnsson, Jón Ben Einarsson og Einar Friðrik Brynjarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. Sviðssstjóri umhverfis-,skipulags- og byggingarmála
Bjarki Dagsson boðaði forföll vegna veikinda og boðaður var varamaður sem ekki mætti án skýringa
Dagskrá:
1. 1512004 – Jólahús Sandgerðisbæjar 2015
Umhverfisráð endaði fundinn á að fara í ítarlega skoðunarferð um bæinn þar sem innsendar tilnefningar voru m.a. metnar. Að því loknu var haldinn fundur þar sem ákveðið var hvaða hús yrði fyrir valinu.
Tilkynnt verður um val á jólahúsi Sandgerðisbæjar mánudaginn 21. desember í Vörðunni kl. 18.00.
Ágætar umræður urðu í lok fundar um ýmis umhverfismál í bæjarfélaginu.

2. 1511023 – Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja: Vatnsveita Sandgerðis: starfsleyfi
Umsókn Sandgerðisbæjar um starfsleyfi fyrir Vatnsveitu Sandgerðis kynnt.

3. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019
Lögð fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30
Gísli Þór Þórhallsson sign.
Rakel Rós Ævarsdóttir sign.
Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir sign.
Þorbjörn Björnsson sign.