488. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/488. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

488. fundur
Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
mánudaginn 10. október 2016 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Reynir Þór Ragnarsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andrésson áheyrnarfulltrúi, Sveinn Hans Gíslason og Jón Ben Einarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála
Eyjólfur Ólafsson boðaði forföll og sat Sveinn Hans Gíslason varamaður fundinn í hans stað.
Dagskrá:
1.  1606017 – Umsókn um lóð: Ásabraut 37-41
Lóðinni hefur ekki verið skilað inn síðan henni var úthlutað 2006 og því er ekki hægt að úthluta henni.

2.  1610010 – Ásabraut 43-47:umsókn um lóð
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir lóðarúthlutun með þeim fyrirvara að umsækjandi samþykki úthlutunarskilmála sem byggingarfulltrúa er falið að vinna vegna úthlutunnar nýrra lóða í bæjarfélaginu sem verða lagðar fyrir næsta fund til samþykktar. Umsækjandi þarf að bera kostnað af deiliskipulagsbreytingu óski hann að fjölga íbúðum innan byggingarreits um eina.

3.  1609139 – Lækjamót 61-65: Umsókn um lóð til byggingar á íbúðakjarna fyrir fatlaða.
Umsókn samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna erindið.

4.  1609138 – Nátthagi 19, 20, 21, 22 og 23:Umsókn um lóðir fyrir gestahús
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir lóðarúthlutun með þeim fyrirvara að umsækjandi samþykki úthlutunarskilmála sem byggingarfulltrúa er falið að vinna vegna úthlutunnar nýrra lóða í bæjarfélaginu sem verða lagðar fyrir næsta fund til samþykktar. Byggingarfulltrúa falið að meta hvort gera þurfi breytingu á deiliskipulagi.

5.  1609137 – Fagurhóll 2,4,6,8,10,12,14 og 16:Umsókn um lóðir.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir lóðarúthlutun með þeim fyrirvara að umsækjandi samþykki úthlutunarskilmála sem byggingarfulltrúa er falið að vinna vegna úthlutunnar nýrra lóða í bæjarfélaginu sem verða lagðar fyrir næsta fund til samþykktar. Umsækjandi þarf að bera kostnað af deiliskipulagsbreytingu óski hann að fjölga íbúðum innan byggingarreits um eina.

6.  1606038 – Hólsvöllur 16:Umsókn um byggingarleyfi: Spennistöð VAULT 1
Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

7.  1606039 – Haraldsvöllur 8:Umsókn um byggingarleyfi:Spennistöð VAULT 2
Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

8.  1607064 – Fálkavöllur 7: Umsókn um byggingarleyfi: Skrifstofubygging, mhl. 04
Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

9.  1609090 – Blikavöllur 2:Umsókn um byggingarleyfi:Hótel, 2. áfangi mhl.02
Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

10.  1610009 – Norðurtún 8:Óskað er leyfis til að breyta bílgeymslu í íbúðarherbergi
Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afla tilheyrandi gagna.

11.  1609140 – Fálkavöllur 1:Umsókn um stöðuleyfi:ACE Handling sækir um stöðuleyfi fyrir hleðslugám
Samþykkt með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar.

12.  1610004 – Víkurbraut 9:Umsókn um stöðuleyfi:Gámur sem vinnuskúr, efnisgeymsla og kaffistofa meðan á endurbótum húss stendur
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. maí 2017.

13.  1609066 – Sandgerðisvegur: Sleppistæði sunnan grunnskólans
Frestað til næsta fundar.

14.  1608134 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar: 2017 – 2020
Farið yfir áherslur fjárhagsáætlunar sem segja má að séu óbreyttar frá fyrra ári. Ráðið gerir engar athugasemdir við áætlun.

15.  1607030 – Lóðir: Sandgerðisbær 2016
Lagt fram til kynningar

16.  1608187 – Þjóðskrá Íslands: uppmæling eignamarka
Lagt fram til kynningar

17.  1606024 – Miðnesheiði: samstarf Sandgerðisbæjar, Garðs og Reykjanesbæjar um skipulag og uppbyggingu
Lagt fram til kynningar

18.  1607068 – Verndarsvæði í byggð: umsókn um styrk
Lagt fram til kynningar

19.  1608173 – Mannvirkjastofnun: ársskýrsla 2015
Lagt fram til kynningar

20.  1607069 – Íbúðalánasjóður: framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
Lagt fram til kynningar

21.  1606029 – Landsskipulagsstefna 2015 – 2026
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00

Kristinn Halldórsson sign.
Sævar Sigurðsson sign.
Reynir Þór Ragnarsson sign.
Jón Sigurðsson sign.
Haukur Andrésson sign.
Sveinn Hans Gíslason sign.