486. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs Sandgerðisbæjar

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/486. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

486. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
mánudaginn 2. maí 2016 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson ritari, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Reynir Þór Ragnarsson 1. varamaður og Jón Ben Einarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála
Fundurinn hófst á að minnast Carl Bergs Granz með stuttri þögn en hann lést nýlega eftir snörp og erfið veikindi. Fundarmenn vilja jafnframt koma samúðarkveðju á framfæri til aðstandenda Carls sem skilur eftir sig vandfyllt skarð í ráðinu. Reynir Þór Ragnarsson kemur inn sem varamaður í hans stað. Haukur Andreasson áheyrnarfulltrúi mætti ekki og boðaði ekki forföll.

Dagskrá:
1. 1604030 – Umsókn um byggingarleyfi: FLE KSV16: Breyting á innra skipulagi í kjallara norðurbyggingar
ISAVIA sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á innra skipulagi í kjallara norðurbyggingar vegna starfsmannaaðstöðu vopnaleitar.
Afgreiðsla: Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

2. 1602036 – Umsókn um byggingarleyfi: Heiðarbær: sumar/gistihús
Eigendur Heiðarbæjar í Stafneshverfi óska eftir að fá að byggja eitt sumar/gistihús á lóð sinni.
Afgreiðsla: Samþykkt. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

3. 1511011 – Tjaldsvæði: fyrirhugaðar framkvæmdir
Samningur milli Sandgerðisbæjar og I-Stay um fyrirhugaða uppbyggingu smáhýsa á tjaldsvæði bæjarins ásamt yfirlitsmynd af uppbyggingu lögð fram til umsagnar.
Afgreiðsla: Ráðið tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir ánægju með rekstur I-Stay á tjaldsvæði Sandgerðisbæjar.

4. 1604002 – Umsókn um stöðuleyfi: Bætt aðstaða með 3 gámum við hlið 10 B
ISAVIA sækir um stöðuleyfi fyrir 3 gámaeiningar austan við norðurbyggingu flugstöðvar til að bæta tímabundið aðstöðu flugverndar.
Afgreiðsla: Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

5. 1604016 – Umsókn um stöðuleyfi: Fálkavöllur 17: Tímabundin hvíldar- og kaffiaðstaða fyrir hlaðdeild
IGS sækir um stöðuleyfi fyrir 3 samsettar gámaeiningar til að leysa tímabundinn aðstöðuvanda hlaðdeildar.
Afgreiðsla: Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

6. 1604012 – Umsögn um rekstrarleyfi: Heimagisting: Bogabraut 18 Sýslumaður óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi vegna heimagistingar að Bogabraut 18.
Afgreiðsla: Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35
Kristinn Halldórsson sign.
Sævar Sigurðsson sign.
Eyjólfur Ólafsson sign.
Jón Sigurðsson sign.
Reynir Þór Ragnarsson sign.
Jón Ben Einarsson sign.