484. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/484. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

484. fundur

Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,

haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,

miðvikudaginn 25. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Carl Granz, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andrésson áheyrnarfulltrúi, Jón Ben Einarsson og Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfis- og tæknifulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála

 

Dagskrá:

1. 1506119 – Sandgerðisbær, hreinsistöð og frístundabyggð: tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Auglýsingaferli vegna breytinga á aðalskipulagi er lokið. Engar athugasemdir bárust. Lögð er fram greinargerð skv. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Afgreiðsla:
Breyting á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 vegna skólphreinsistöðvar við Djúpuvík og frístundabyggð í landi Bala var auglýst frá 23. Júlí til og með 3. september. Engar athugasemdir bárust. Ráðið leggur því til að bæjarstjórn samþykki tillögu að breytingu skv. 32. gr. skipulagslaga. Við afgreiðslu tillögunnar hefur verið tekin saman greinargerð skv. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Samhliða aðalskipulagsbreytingu voru auglýstar tvær deiliskipulagstillögur. 1. Hreinsistöð við Djúpuvík og 2. Frístundabyggð í landi Bala. Tvær minniháttar athugasemdir bárust, sem brugðist hefur verið við. Við afgreiðslu deiliskipulagstillögu við Djúpuvík var tekin saman greinargerð skv. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Ráðið leggur því til að bæjarstjórn samþykki tillögurnar skv. 41. gr. skipulagslaga.

2. 1511011 – I-stay ehf: tjaldsvæði: ósk um leyfi til frekari uppbyggingar
Erindi i-Stay ehf. um leyfi til frekari uppbyggingar. Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og jafnframt til umsagnar í húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði og atvinnu-, ferða- og menningarráði. Málið verði lagt að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.

Afgreiðsla:
Ráðið tekur jákvætt í erindið og telur hugmyndir I-stay um uppbyggingu ferðaþjónustu á tjaldsvæði Sandgerðisbæjar áhugaverðar. Í ljósi þeirra hugmynda sem uppi eru um frekari uppbyggingu svæðisins, er orðið aðkallandi að hefja undirbúning á deiliskipulagi þess og er skipulagsfulltrúa falið að undirbúa greinargerð um næstu skref í málinu.

3. 1511004 – Fálkarvöllur 7: fyrirspurn um byggingaráform
Fyrirhuguð byggingaráform við Fálkavöll 7 kynnt.

Afgreiðsla:
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform svo framarlega sem þau uppfylla ákvæði gildandi deiliskipulags á Keflavíkurflugvelli.

4. 1511041 – Fyrirspurn um byggingráform:FLE, fyrirhuguð stækkun suðurbyggingar til norðurs og endurnýjun hluta landgangs
ISAVIA leggur fram fyrirspurn um byggingaráform á stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til norðurs.

Afgreiðsla:
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð byggingaráform svo framarlega sem þau uppfylla ákvæði gildandi deiliskipulags á Keflavíkurflugvelli.

5. 1511006 – Umsókn um byggingarleyfi: Arnarvöllur 4, matshluti 03: Lítilsháttar breyting á áður samþykktum uppdráttum.
Bílaleigan Geysir leggur fram breytingar á aðaluppdráttum við Arnarvöll 4, matshluta 03.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi vegna breytinganna.

6. 1511005 – Umsókn um stöðuleyfi: Gámur við Flugstöð til samsetningar á reiðhjólum
Samþykkt af bygginarfulltrúa þann 20.11.2015

Afgreiðsla:
Ráðið gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7. 1509050 – Óleyfisframkvæmd
Farið yfir stöðu og aðgerðir vegna óleyfisframkvæmda.

Afgreiðsla:
Byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að áframhaldi málsins samkvæmt umræðu á fundinum.

8. 1507008 – Fjárhagsáætlun 2016 – 2019
Fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.45

Kristinn Halldórsson sign.

Sævar Sigurðsson sign.

Carl Granz sign.

Eyjólfur Ólafsson sign.

Jón Sigurðsson sign.

Haukur Andrésson sign.