482. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/482. fundur húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

482. fundur

húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs,

haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,

mánudaginn 13. júlí 2015 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:

Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Carl Granz, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andrésson áheyrnarfulltrúi og Jón Ben Einarsson.

Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála

Dagskrá:

1. 1506119 – Sandgerðisbær, hreinsistöð og frístundabyggð: tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar. Hún hefur hlotið málsmeðferð skv. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Jafnframt fylgir tillögunni umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana. Kynnt var lýsing verkefnis og drög að skipulagsbreytingu í mars. Engar athugasemdir bárust við drögin. Samhliða auglýsingu á tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður auglýst deiliskipulag fyrir hreinsistöð í Djúpuvík.

Afgreiðsla:
Ráðið leggur til að bæjarráð samþykki að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana og fela skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

2. 1507019 – Sandgerðisbær, hreinsistöð við Djúpuvík: Tillaga að deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð við Djúpuvík. Hún er í fullu samræmi við breytingartillögu að aðalskipulagi. Einnig fylgir tillögunni umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana. Ekki er þörf á að kynna lýsingu eða drög að deiliskipulagi skv. 1. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur fyrir deiliskipulaginu liggja fyrir í breytingartillögu aðalskipulags.

Afgreiðsla:
Ráðið leggur til að bæjarráð samþykki að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat.

3. 1507020 – Umsókn um byggingarleyfi: Bráðabirgðastækkun norðurbyggingar til vesturs
ISAVIA leggur fram fyrirspurn um byggingaráform um bráðabirgðastækkun norðurbyggingar til vesturs.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform.

4. 1506261 – Fyrirspurn:Blikavöllur 5, viðbygging
Fyrirspurn Vagneigna ehf. um hvort heimiluð verði stækkun á bílaþvottastöð við Blikavöll 3. Gera þarf breytingu á deiliskipulagi og liggur jákvæð umsögn skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar fyrir.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og setur sig ekki á móti fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu.

5. 1507022 – Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun á landgangi Flugstöðvar (mhl.02)við C400
ISAVIA óskar eftir lítilsháttar stækkun á skrifstofurými í landgangi Flugstöðvar við C400.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi vegna stækkunarinnar.

6. 1507021 – Umsókn um stöðuleyfi: Fálkavöllur 2, tímabundin lausn á húsnæðisvanda flugeldhúss.
IGS óskar eftir stöðuleyfi við austurgafl flugeldhúss fyrir 13 – 14 gáma til að leysa tímabundinn húsnæðisvanda eldhússins.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afgreiða stöðuleyfi til eins árs.

7. 1506140 – Veitingahúsið Vitinn: þyrluflug: aðstaða og leyfi
Vísað til húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs til umsagnar úr bæjarráði.

Afgreiðsla:
Ráðið tekur jákvætt í hugmyndir Vitans og felur skipulagsfulltrúa að kanna frekar hvaða skilyrði þarf að uppfylla fyrir vottun Samgöngustofu á skráðum þyrluvelli.

8. 1506250 – Byggðavegur: hraðakstur
Íbúi við Sjónarhól óskar eftir því að athugaðar verði leiðir til að draga úr umferðarhraða á Byggðavegi með hraðahindrunum eða þrengingum.

Afgreiðsla:
Fyrirhugað er að hefja vinnu við umferðaröryggisáætlun í Sandgerðisbæ síðar á þessu ári og telur ráðið rétt að sjá hvert sú vinna leiðir áður en frekari ákvarðanir um auknar þrengingar eða hraðahindranir verði teknar.

9. 1506130 – Umsókn um stöðuleyfi: Fálkavöllur 17, leyfi til að setja gáma fyrir starfsfólk
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.05.2015.

Afgreiðsla:
Ráðið gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

10. 1506114 – Umsókn um byggingarleyfi: Bráðabirgðastækkun norðurbyggingar til austurs
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.05.2015.

Afgreiðsla:
Ráðið gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11. 1506117 – Umsókn um byggingarleyfi: Fálkavöllur 1, lítilsháttar breytingar á vestur- og norðurhlið
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.04.2015.

Afgreiðsla:
Ráðið gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12. 1507023 – Umsókn um lóð: Ásabraut 37-41 og 43-53
Byggingaverktakinn Eyfaxi ehf. óskar eftir úthlutun á raðhúsalóðunum Ásabraut 37 – 41, 43 – 47 og 49 – 53.

Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að úthluta Eyfaxa, Ásabraut 37 – 41 með vilyrði um úthlutun á 43 – 47 og 49 – 53 síðar, gangi áform verktakans eftir. Ráðið leggur áherslu á að ekki verði byggt nema á einni lóð í einu. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

13. 1506191 – Auglýsingaskilti utan þéttbýlis
Lagt fram til kynningar
14. 1506253 – Mannvirki í ferðaþjónustu: fasteignaskattur
Lagt fram til kynningar
15. 1506197 – Framkvæmdir í C flokki: umhverfisáhrif: mat
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15

Kristinn Halldórsson sign.

Sævar Sigurðsson sign.

Carl Gränz sign.

Eyjólfur Ólafsson sign.

Jón Sigurðsson sign.

Haukur Andrésson sign.

Jón Ben Einarsson sign.