294. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar

Home/Fræðsluráð/294. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

294. fundur Fræðsluráðs Sandgerðisbæjar
haldinn í Grunnskólanum í Sandgerði
þriðjudaginn 22. september 2015 kl.16.00

Fundinn sátu: Elín Björg Gissurardóttir formaður (D) Sverrir Rúts Sverrisson (S) Ástrós Jónsdóttir (S) Jóna María Viktorsdóttir (B) Hjörtur Fjeldsted (B) Jóna Kristín Sigurjónsdóttir (H) áheyrnarfulltrúi. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir og Elín Yngvadóttir starfsmenn nefndar. Hildur Sigfúsdóttir fyrir hönd kennara. Halldór Lárusson tónlistarskólastjóri.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Skóladagatal Tónlistarskólans Halldór Lárusson lagði fram skóladagatal Tónlistarskólans 2015-2016 og fór yfir helstu atriði þess. Fræðsluráð leggur til að settir verði gluggar á hurðarnar í kennslustofum Tónlistarskólans að beiðni skólastjóra Tónlistarskólans.

2. Skóladagatal Leikskólans. Formaður lagði fram til staðfestingar skóladagatal leikskólans Sólborgar. Fræðsluráð staðfestir skóladagatal leikskólans Sólborgar og leggur til að samræmi verði á milli stofnanna við gerð skóladagatals.

3. Starfsmannamál, ráðningar.
Auglýst hefur verið eftir grunnskólakennurum, stuðningsfulltrúum , skólaliða og deildastjóra við skólann fyrir skólaárið 2015-2016.
Eftirfarandi einstaklingar sóttu um stöðu grunnskólakennara: Francesco Battistella Gunnar Björn Björnsson M.ed Katrín Júlía JúlíusdóttirB.ed grunnskólakennari og markþjálfi Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir B.ed leiðbeinandi Marta Eiríksdóttir B.ed. grunnskólakennari og verkefnastjóri Ósk Matthildur Arnarsdóttir leiðbeinandi Sara Ósk Halldórsdóttir leiðbeinandi Sigurður Þorbjörn Magnússon leiðbeinandi Siguringi Sigurjónsson leiðbeinandi sækir um stundakennarastöðu. Þóra Sigríður Jónsdóttir B.ed grunnskólakennari
Eftirfarandi leiðbeinendur/stundakennarar óska eftir áframhaldandi starfi við skólann Hildur Sigfúsdóttir, B.ed leiðbeinandi Íris Rut Jónsdóttir, B.ed leiðbeinandi Sigríður Fjóla Þorsteinsdóttir, leikskólakennari Kristbjörg Guðlaug Ólafsdóttir leikskólakennari
Þóra Rut Jónsdóttir stundakennari Konný Hrund Gunnarsdóttir stundakennari
Eftirfarandi einstaklingar sótu um stöðu deildastjóra: Katrín Júlía Júlíusdóttir B.ed grunnskólakennari og markþjálfi Bylgja Baldursdóttir B.ed grunnskólakennari
Eftirfarandi einstaklingar sóttu um stöður stuðningsfulltrúa og skólaliða:
Guðrún Pétursdóttir Halldóra Ósk Ólafsdóttir Hulda Ósk Jónsdóttir Margrét Bjarnadóttir Sólrún Bragadóttir
Skólastjórnendur mæla með ráðningu: Katrínar Júlíu Júlíusdóttur í almenna kennslu, Kolbrúar Óskar Ásgeirsdóttur í umsjónarkennslu á yngsta stigi, Mörtu Eiríksdóttur í leiklistarkennslu, Ósk Matthildi Arnarsdóttur í afleysingar, Siguringa Sigurjónssyni í skák kennslu og Þóru Sigríði Jónsdóttur í umsjón á yngsta stigi. Skólastjórnendur mæla með áframhaldandi ráðningu Hildar Sigfúsdóttur, Írisar Rutar Jónsdóttur, Sigríðar Fjólu Þorsteinsdóttur, Kristbjargar Guðlaugar Ólafsdóttur, Þóru Rutar Jónsdóttur og Konnýjar Hrundar Gunnarsdóttur.
Skólastjórnendur mæla með ráðningu: Halldóru Óskar Ólafsdóttur í stöðu stuðningsfulltrúa á Skólaseli og skólaliða Huldu Óskar Jónsdóttur í stöðu stuðningsfulltrúa Margrétar Bjarnadótturí stöðu stuðningsfulltrúa.
Skólastjórnendur mæla með ráðningu: Bylgju Baldursdóttur í stöðu deildastjóra.
Lóa Björg Gestsdóttir deildastjóri lét af störfum í sumar, fær hún bestu þakkir fyrir vel unnin störf við skólann.
Fræðsluráð fagnar þeim fjölmörgu umsóknum sem bárust og styður ákvörðun skólastjórnenda um ráðningar í auglýst störf við Grunnskólann. Við afgreiðslu einstakra mála viku Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, Hjörtur Fjeldsted og Hildur Sigfúsdóttir frá fundi.

4. Vinnumat http://vinnumat.is/gagnabanki/
Skólastjóri vinnur nú að því að klára vinnumatssamtöl við kennara samkvæmt nýjum kjarasamningum. Breytingar á vinnulagi við upphaf skóla fylgja nýjum samningum. Aukin binding kennara. Binding vinnutíma frá kl. 08.00 -16.00 alla daga nema föstudaga frá kl. 08.00–14.00. Lagt fram til kynningar.

5. Þjóðarsáttmáli um læsi http://www.menntamalaraduneyti.is/gottadlesa/

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður af bæjarstjóra við hátíðlega athöfn 15. september síðastliðinn. Sáttmálinn lagður fram til kynningar.

6. Markþjálfun í skólum, skák og listir.

Markþjálfi hefur verið ráðinn við skólann. Hann starfar með eineltisteymi skólans ásamt því að sinna markþjálfun í 8 – 10. bekk en síðar meir allan skólann. Markþjálfun er áhrifarík leið til sjálfstyrkingar. Markmið með markþjálfun er að ná fram því besta hjá einstaklingi eða hópi, auk þess að opna fyrir möguleikann á jákvæðari og skýrari lífsýn. Markþjálfun er tiltölulega ný fræðigrein sem á m.a. bakgrunn í jákvæðri sálfræði og byggir á svipuðum fræðilegum gildum, þ.e. að ígrunda eigin styrkleika og þroska hæfni sína út frá jákvæðum tilfinningum. Jafnframt er rík áhersla lögð á jákvæða endurgjöf, virka hlustun og hvatningu. Tveir markþjálfar koma að þjálfuninni, Ingólfur Þór Tómasson og Katrín Júlía Júlíusdóttir. Þátttaka skólans í verkefninu er liður í að efla nemendur í sjálfsþekkingu, sjálfstyrkingu og leita leiða til frekari árangurs í lífi og starfi. Leiklista- og jógakennari var einnig ráðinn inn til að vinna að þessum markmiðum. Áherslur í lífsleiknikennslu og listum er meiri sköpun, hugmyndaflug og virkari þátttaka. Meiri samvinna, vinsemd og kærleikur. Einnig er boðið upp á skák kennslu á miðstigi og aukna tónmenntakennslu. Fjölbreyttara skólastarf. Lagt fram til kynningar.

7. Svar til menntamálaráðuneytisins vegna samræmdra prófa.

Skólastjóri fór yfir beiðni menntamálaráðuneytis um svar vegna þátttöku í samræmdum prófum. Svarbréf lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur áherslu á að sem flestir nemendur mæti í samræmd próf. Fjöldi undanþága er áhyggjuefni.

8. Svar til menntamálaráðuneytisins, eftirfylgd með úttekt á Grunnskólanum í Sandgerði.

Skólastjóri fór yfir svarbréf og áhersluþætti. Svarbréf lagt fram til kynningar

9. Breytingar á námsmati.

Skólastjórnendur kynntu breytingar á námsmati og nýjar áherslur og viðmið Menntamálastofnunar.

10. Verkefnisheimsókn til Sandgerðisbæjar – til kynningar.

Aðstoðarskólastjórifór yfir verkefnisheimsóknina. Lagt fram til kynningar.

11. Úthlutun úr námsgagnasjóði

Skólastjóri fór yfir úthlutun til skólans úr sjóðnum. Lagt fram til kynningar

12. Önnur mál.

Formaður fór yfir fundartíma út þetta skólaár.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl:18:45
Fundargerð lesin og samþykkt:
Elín Björg Gissurardóttir sign.
Sverrir Rúts Sverrisson sign.
Ástrós Jónsdóttir sign.
Jóna María Viktorsdóttir sign.
Hjörtur Fjeldsted sign.
Jóna Kristín Sigurjónsdóttir sign.