7. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar

Home/Hafnaráð/7. fundur hafnaráðs Sandgerðisbæjar
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

Fundargerð 7. fundar hafnaráðs Sandgerðisbæjar
haldinn á skrifstofu Sandgerðishafnar
mánudaginn 12. október 2015 kl. 16.30.

Fundinn sátu: Ólafur Oddgeir Einarsson (D), formaður, Jóhann Rúnar Kjærbo (S), Bragi Guðjónsson (S) í fjarveru Katrínar Júlíu Júlíusdóttur, Grétar Mar Jónsson (B), Hjörtur Jóhannsson (B) og Magnús S. Magnússon (H), áheyrnarfulltrúi. Auk þess sátu fundinn Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri hafnarinnar og Sigrún Árnadóttir hafnarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun 2016-2019. Fyrir fundinum lágu drög að fjárhags- og starfsáætlun, viðhalds- og fjárfestingaátælun og gjaldskrá. Verkefnastjóri hafnarinnar og hafnarstjóri kynntu gögnin. Hafnaráð samþykkir drög að fjárhags- og starfsáætlun fyrir fjárhagsáætlunartímabilið 20162019, ásamt viðhalds- og fjárfestingaáætlun. Hafnarráð samþykkir hækkun liða í gjaldskrá fyrir árið 2016 um 4,5% að frátöldu aflagjaldi. Hafnaráð lýsir yfir þungum áhyggjum af fjárhagsstöðu hafnarinnar enda áætluð rekstrarniðurstaða neikvæð um 20 mkr. Hafnaráð leggur til við bæjarráð að leitað verði leiða til að auka hagkvæmni í rekstrinum og mætti t.d. skoða samrekstri hafnarinnar og áhaldahúss (þjónustumiðstöðvar).

2. Innsiglingastaur. Gerð var grein fyrir stöðu mála vegna skemmda á innsiglingastaurnum. Lögð var fram samantekt frá hafnasviði Vegagerðarinnar um mat á tjóninu. Lagt var fram tilboð Köfunarþjónustu Sigurðar í vinnu við lagfæringar sem hljóðar uppá 12 mkr. án vsk. Hafnaráð samþykkir tilboð í verkið og að hafnasviði Vegagerðarinnar verði falið að hafa eftirlit með framkvæmd verksins.

3. Skinnfiskur. Greint var frá þjónustu sem Skinnfiskur hefur lýst yfir vilja til að veita línubátum. Þjónustan felur í sér geymslu á beitu og þjónustu við skipin í tengslum við það. Hafnaráð fagnar því að þessari þjónustu sem vantað hefur skuli verða komið á innan skamms.

4. Sjávarútvegssveitarfélög. Fundargerðir 21. og 22. fundar. Lagt fram til kynningar.

5. Hafnasamband Íslands. Fundargerðir 376. og 377. fundar. Lagt fram til kynningar.

6. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015 til 2016. Sandgerðisbær hefur sótt um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2015 og 2016. Lagt fram til kynningar.

7. Fundadagatal fyrir hafnaráð lagt fram. Næsti fundur verður samkvæmt dagatalinu haldinn 21. nóvember. Hafnaráð samþykkir dagatalið.

8. Önnur mál. a. Skemmdir á Suðurbryggju. Hafastjórn telur að ekki sé hægt að bíða með viðgerðir á á Suðurbryggju og leggur til við bæjarstjórn að leitað verði leiða til þess að hefja framkvæmdir við endurnýjun stálþils svo fljótt sem auðið er. b. Löndunarkrani á Norðurbryggju brotnaði í dag. Ljóst er að kraninn er ónýtur. Nýr krani kostar 6 mkr. og rúmast kaupin ekki innan fjárhagsáætlunar ársins 2015. Hafnaráð leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði kaup á nýjum krana.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Ólafur Oddgeir Einarsson, sign.
Jóhann Rúnar Kjærbo, sign.
Bragi Guðjónsson, sign.
Grétar Mar Jónsson, sign.
Hjörtur Jóhannsson, sign.
Magnús S. Magnússon, sign.
Sigrún Árnadóttir, sign.
Grétar Sigurbjörnsson, sign.