485. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs

Home/Húsnæðis-, skipulags-, byggingarráð/485. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs
  • Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði

 485. fundur Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs, haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,mánudaginn 29. febrúar 2016 og hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Kristinn Halldórsson Formaður, Sævar Sigurðsson, Carl Granz, Eyjólfur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Haukur Andrésson áheyrnarfulltrúi og Jón Ben Einarsson.
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson. sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála
Kristinn Halldórsson vék af fundi í lið 7 sem málsaðili.

Dagskrá:
1. 1512005 – Hjólastígur milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Fjórar tillögur að staðsetningu göngu- og hjólastígs milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Ráðið leggur til að bláa leiðin frá Sandgerði, með tengingu við ljósbláu leiðina um gamla Sandgerðisveginn, verði notuð sem viðmið á staðsetningu hjóla-/göngustígs í endurskoðuðu skipulagi og reynt verði að horfa á samfellda tengingu við stíginn til Reykjanesbæjar.

2. 1512016 – Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015-2030: endurskoðun
Drög að skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030 lögð fram til umsagnar. 

Ráðið gerir ekki athugasemdir við drög að skipulags-og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030.

3. 1506089 – Keflavíkurflugvöllur: skipulagsmál: aðalskipulag 2013-2030
Tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagstillöguna.

4. 1601008 – Keflavíkurflugvöllur: deiliskipulagstillögur
Deiliskipulagslýsing fyrir tvö svæði á Keflavíkurflugvelli send til umsagnar
Ráðið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsingarnar og leggur jafnframt áherslu á góða samvinnu vegna tengingar á hjóla-/göngustígs milli Sandgerðisbæjar og Flugstöðvarsvæðis í skipulagi.

5. 1602035 – Umsókn um byggingarleyfi: Arnarvöllur 2: stækkun mhl.01
ALP-bílaleiga sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á núverandi húsnæði fyrirtækisins.
Erindið samræmist gildandi deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi vegna breytinganna.

6. 1602036 – Umsókn um sumar/gistihús:Heiðarbær
Eigendur Heiðarbæjar í Stafneshverfi óska eftir að fá að byggja þrjú sumar-/gistihús á lóð sinni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram minnisblað skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins. Ljóst er með tilvísun í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, að breyta þarf landnotkunarflokki aðalskipulags í frístundabyggð eigi að reisa 2 frístundahús eða fleiri á lóðinni. Einnig kveður gildandi aðalskipulag Sandgerðisbæjar á um hverfisvernd á þessu svæði en öll svæði sem staðfest hverfisvernd gildir um skulu deiliskipulögð ef framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Með vísan til ofangreindra upplýsingar er erindinu hafnað og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að eiga viðræður við umsækjendur um framhald málsins.

7. 1602039 – Umsókn um byggingarleyfi:Vallargata 26:Bílgeymsla/viðbygging
Eigendur Vallargötu 26 óska eftir bygginagarleyfi vegna bílgeymslu á lóð.
Samþykki nágranna liggur fyrir. Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar.

8. 1602037 – Umsókn um framkvæmdarleyfi:HS Veitur:Uppsetning loftneta við dreifistöðvar DRE 312 og DRE 314
Sótt er um leyfi til að fá að reisa 8 metra loftnet með fjarlestrarbúnaði fyrir heitavatnsmæla við tvær dreifistöðvar fyrirtækisins.
Ráðið samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða framkvæmdarleyfi vegna framkvæmdanna.

9. 1602038 – Umsókn um stöðuleyfi:Fálkavöllur 1:Leyfi fyrir gámahúsi fyrir tímabundna aðstöðu ræstideildar
IGS óskar eftir tímabundnu stöðuleyfi vegna flutninga á ræstiaðstöðu.
Samþykki skipulagsyfirvalda á Keflavíkurflugvelli liggur fyrir. Ráðið samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða tímabundið stöðuleyfi vegna framkvæmdanna.

10. 1601030 – Byggingarreglugerð 112/2012: breytingar
Breytingartillaga við gildandi byggingarreglugerð lögð fram til kynningar/umsagnar.
Ráðinu þykir Umhverfis og auðlindaráðuneytið gefa stuttan frest á umsögn um jafn viðamiklar breytingar ,en fagnar ýmsum breytingum sem lagðar eru til en hvetur jafnframt til að varlega verði farið í afslátt af kröfum um “aðgengi fyrir alla”.

11. 1601019 – Samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026: úttekt
Úttekt á samráðsferli Landskipulagsstefnu lögð fram til kynningar. 12. 1601024 – Jafnréttisáætlun Sandgerðisbæjar 2016-2019 Jafnréttisáætlun Sandgerðisbæjar 2016-2019 lögð fram til kynningar ásamt aðgerðaráætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Kristinn Halldórsson sign.
Sævar Sigurðsson sign.
Carl Granz sign.
Eyjólfur Ólafsson sign.
Jón Sigurðsson sign.
Haukur Andrésson sign.
Jón Ben Einarsson sign.