42. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/42. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

42. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
haldinn í Vörðunni,
Miðnestorgi 3,
þriðjudaginn 17. apríl 2018 og hófst kl. 19:30

Fundinn sátu:
Gréta Ágústsdóttir (B), Ástrós Jónsdóttir formaður (S), Þorgeir Karl Gunnarsson (B) Andrea Dögg Færseth áheyrnarfulltrúi (H), og Rut Sigurðardóttir, starfsmaður.
Björn Ingvar Björnsson og Thelma S. Fuglö Glöðversdóttir boðuðu forföll.
Fundinn ritaði: Rut Sigurðardóttir

Dagskrá
1. 1804012 – Skólastræti 1, breytingar á starfstöðvum frístundastarfs.
Fyrir fundinum liggur minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa um hugmyndir að breyttri staðsetnigu fyrir félagsmiðstöðina Skýjaborg.
Afgreiðsla:
FFJ fagnar hugmyndinni um breytingar á starfstöðvum félagsmiðstöðvarinnar og styður hana heilshugar.

2. 1804007 – Sumar 2018
Fyrir fundinum liggur minnisblað Frístunda- og forvarnafulltrúa um sumar 2018.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

3. 1711021 – Golfklúbbur Sandgerðis: vélargeymsla: beiðni um styrk
Farið var yfir stöðu máls á byggingu vélarskemmu hjá Golkfklúbbi Sandgerðis.
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:18
Gréta Ágústsdóttir sign
Andrea Dögg Færseth sign
Ástrós Jónsdóttir sign
Þorgeir Karl Gunnarsson sign