41. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/41. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

41. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
20. febrúar 2018 kl. 19:30

Fundinn sátu:
Gréta Ágústsdóttir (B), Ástrós Jónsdóttir formaður (S), Andrea Dögg Færseth áheyrnarfulltrúi (H), Gyða Björk Guðjónsdóttir (D) og Rut Sigurðardóttir, starfsmaður.
Björn Ingvar Björnsson, Þorgeir Karl Gunnarsson og Thelma S. Fuglö Glöðversdóttir boðuðu forföll.
Fundinn ritaði: Rut Sigurðardóttir

Dagskrá

1. 1801006 – Viðurkenning FFJ 2017
Viðurkenning FFj fyrir vel unnin störf í íþrótta og æskulýðsmálum. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og íþróttafélögum vegna viðurkenningarinnar.
Afgreiðsla: FFJ ákveður að veita Elísabetu Þórarinsdóttur viðurkenninguna.

2. 1801029 – Viðbragðsáætlanir gegn ofbeldi í íþróttahreyfingunni
Rætt var um #meetoo byltinguna þar sem þess er krafist að tekið sé föstum tökum á kynbundu ofbeldi og misrétti innan íþróttahreyfingarinnar. Íslenskar íþróttakonur hafa stigið fram og deilt skelfilegum reynslusögum undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins.” Rætt var um viðbragðsáætlanir gegn einelt/ofbeldi og kynbundu áreiti í íþrótta- og tómstundafélögum sem Sandgerðisbær er með samstarfssamninga við.
Afgreiðsla: FFJ leggur til við bæjarstjórn að Sandgerðisbær bæti við ákvæði í samstarfssamninga við íþrótta- og tómstundafélög í bænum um að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Þá skulu viðbragðsáætlinar gera ráð fyrir að óháðir fagaðilar grípi inn í ef slíkt mál kemur upp. Sandgerðisbær skal hafa umsjón með að þessum ákvæðum sé fylgt og fjárveitingar skilyrðast við það.

3. 1801048 – Ársreikningur og ársskýrsla 2017
Fyrir fundinum liggur ársreikningur Golfklúbbs Sandgerðis fyrir árið 2017.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4. 1802005 – Forvarnarhópurinn Sunna: kynningarfundur 8. mars
Fyrir fundinum liggur boðsbréf á kynningarfund forvarnarhópsins Sunnu um hugmyndir að nýrri nálgun í forvarnarmálum.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30

Gréta Ágústsóttir sign
Andrea Dögg Færseth sign
Ástrós Jónsdóttir sign
Gyða Björk Guðjónsdóttir sign
Rut Sigurðardóttir sign