40. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/40. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

40. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
10. janúar 2018 kl. 18:15

Fundinn sátu:
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir, Þorgeir Karl Gunnarsson, Gréta Ágústsdóttir,
Andrea Dögg Færseth, Björn Ingvar Björnsson, Ástrós Jónsdóttir formaður og
Rut Sigurðardóttir.
Fundargerð ritaði: Ástrós Jónsdóttir. formaður

Dagskrá:

1. Íþróttamaður ársins 2017 – 1801006
a) Fyrir fundinum liggja reglur vegna kjörs á Íþróttamanni ársins í Sandgerði.
Samkvæmt reglunum skal Frístunda- forvarna og jafnréttisráð skipa einn fulltrúa í
valnefnd um kjörið.
Afgreiðsla: FFJ skipar Andreu Dögg Færseth sem fulltrúa sinn í nefnd um kjör
íþróttamanns ársins 2017.
b) Fyrir fundinum liggja tilnefningar vegna Íþróttamanns Sandgerði 2017. Skv. 4
gr. reglugerðar um kjörið má Frístunda-, forvarna og jafnréttisráð tilnefna til
kjörsins íþróttamenn búsetta í Sandgerði sem stunda íþrótt sína með félagi utan
bæjarmarkanna en þó einungis einn í hverri íþróttagrein.
Afgreiðsla: FFJ tilnefnir Ástvald Ragnar Bjarnason, Elísabetu Helgu Jónsdóttur,
Kötlu Maríu Þorkellsdóttur, Margréti Guðrúnu Svavarsdóttur og Daníel Arnar
Ragnarsson til kjörsins.
c) Viðurkenning FFJ fyrir velunnin störf í íþrótta og æskulýðsmálum. Óskað var
eftir tilnefningum frá bæjarbúum vegna viðurkenningarinnar.

2. Heilsueflandi Samfélag – 1706322
Fyrir fundinum liggur minnisblað og tillaga frá Frístunda- og forvarnafulltrúa um
að Sandgerði gerist heilsueflandi Samfélag.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.FFJ lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og
leggur til að því verði fylgt eftir í nýju sameinuðu sveitarfélagi.

3. Áfengis og tóbakskönnun Samsuð – 1801007
Fyrir fundinum liggja niðurstöður áfengis- og tóbakskönnunar Samsuð 2017.
Niðurstaða könnunarinnar og fyrri kannana sýna að á Suðurnesjum er ekki farið
eftir reglugerðum um sölu tóbaks til ungmenna. Könnunin sýnir að reglur eru
brotnar og er því miður samhljóma niðurstöðum fyrri kannana.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ felur Frístunda- og forvarnafulltrúa að
útbúa bréf fyrir hönd ráðsins til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja þar sem þess er
krafist að gert verði átak í að reglum um sölu og tóbaks sé fylgt og
Heilbigðiseftirlit Suðurnesja sinni því eftirlitshlutverki sem því er falið slv.
reglugerð um smásölu tóbaks.

4. Ársreikningur Knattspyrnufélagsins Reynis – 1711013
Fyrir fundinum liggur ársreikningur Knattspyrnufélagsins Reynis fyrir árið 2017 og
ársreikningur og ársskýrsla barna- og unglingaráðs fyrir árið 2016.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5. Golfklúbbur Sandgerðis: Viðgerð á vélargeymslu: beiðni um styrk – 1711021
Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ leggur til að allt kapp verði lagt á að finna
góða og hentuga lausn fyrir vélaraðstöðu Golfklúbbsins.

6. Körfuknattleiksdeild Reynis Ársreikningur og ársskýrsla 2016 – 1710014
Fyrir fundinum liggur ársreikningur og ársskýrsla Körfuknattleiksdeildar Reynis
fyrir árið 2016/2017
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. Ósk um ný fótboltamörk – 1711011
Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ lýsir yfir ánægju sinni með að ný mörk séu
væntanleg á fótboltavöllinn þar sem þau gömlu eru ónýt og hættuleg.

8. Tjarnargata 4: Skýlið – 1706116
Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. FFJ lýsir yfir ánægju sinni að geta styrkt
Knattspyrnufélagið Reyni með þessum hætti.

9. Heilsuefling eldri borgara. – 1801012
Frístunda- og forvarnafulltrúi fór yfir málið.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10. Líf og heilsa – 1801013
Fyrir fundinum liggur erindi frá SÍBS um forvarnaverkefnið Líf og heilsa.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11. Samsuð fundargerðir 2017 – 1706259
Fyrir fundingum liggja fundargerðir Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum fyrir
árið 2017.
Fundir haldnir 10. janúar, 7. febrúar, 7. mars, 21. mars, 29. ágúst, 12. október, 24.
október, 7.nóvember, 21. nóvember.
Afgreiðsla: lagt fram til kynningar.

12. Forvarnahópurinn Sunna: fundargerðir 2017 – 1706260
Fyrir fundingum liggja fundargerðir forvarnarhópsins Sunnu fyrir árið 2017.
Fundir haldnir 31. janúar, 13. febrúar, 13. mars, 15. maí, 18. september, 9.
október, 13. nóvember og 11. desember.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00
Ástrós Jónsdóttir sign
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir sign
Þorgeir Karl Gunnarsson sign
Gréta Ágústsdóttir sign
Andrea Dögg Færseth sign
Björn Ingvar Björnsson sign