392. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/392. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 392. fundar
bæjarstjórnar,
haldinn Fundarherbergi í Vörðunni,
5. júní 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu: Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1. Samningur um afnot af Tjarnargötu 4 við Knattspyrnudeild Reynis ásamt viðauka – 1706116
Frá 695. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudagin 22. maí 2018,3. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta fram lagðan samning.

Fríða Stefánsdóttir og Sigursveinn B. Jónsson véku af fundi vegna tengsla við aðila málsins. Andri Ólafsson tók sæti við afgreiðslu málsins.

Fyrir fundinum liggur samningur við Knattspyrnudeild Reynis um afnot af Tjarnargötu 4 Sandgerði. Einnig viðauki vegna málsins.
Forseti fór yfir málið.

Til máls tók: ÓÞÓ, FS, MSM.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samning Sandgerðisbæjar við Knattspyrnudeild Reynids og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 að upphæð 520 þús kr. við fjárahagsáætlun 2018 vegna málsins með atkvæðum , B-, D- og S- lista. Fulltrúi H- lista situr hjá..
2. Reynir Sandgerði: knattspyrnudeild stuðningur og viðauki – 1804030
Frá 390. fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2. maí 2018, 16. mál.

Fríða Stefánsdóttir og Sigursveinn B. Jónsson véku af fundi vegna tengsla við aðila málsins. Andri Ólafsson tók sæti við afgreiðslu málsins.

Fyrir fundinum liggur viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2018 vegna málsins.
Forseti fór yfir málið.

Til máls tóku: ÓÞÓ, MSM.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 að upphæð 2. millj. kr. við fjárhagsáætlun 2018 með atkvæðum B-, D, og S-lista. Fulltrúi H- lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
3. Samkomulag um uppbyggingu geymsluhúss Golfklúbbs Sandgerðis ásamt viðauka – 1711021
Frá 693. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 24. apríl 2018, 12. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Golfklúbb Sandgerðis um uppbyggingu vélargeymslu á Kirkjubólsvelli sem lagður verði fyrir bæjarstjórn ásamt viðauka vegan málsins.

Fyrir fundinum liggur samningur við Golfklúbb Sandgerðis um byggingu vélageymslu á Kirkjubólsvelli.
Einnig viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2018.

Til máls tók: SÁ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samning Sandgerðisbæjar við Golfklúbb Sandgerðis um uppbyggingu vélageymslu á Kirkjubólsvelli.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 9. millj. kr.
4. Uppbygging leiguhúsnæðis og vilyrði fyrir lóðaúthlutun – 1711008
Frá 695. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. maí 2018, 2. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
“Tillaga um vilyrði fyrir lóðarúthlutun til Bjargs:
Hér með staðfestir Sandgerðisbær kt. 460269-4829, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, að veita Bjargi íbúðafélagi hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík, lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar sem heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem staðfesti lóðarafmörkun og byggingrétt.
Með lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignastofnanna eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Bjarg íbúðafélag er slík sjálfseignastofnun og vinnur það að uppbyggingu almennra leiguíbúða á grundvelli laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 555/2016.”

Til máls tóku: ÓÞÓ, HS, DB.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu bæjarráðs samhljóða:
Hér með staðfestir Sandgerðisbær kt. 460269-4829, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði, að veita Bjargi íbúðafélagi hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík, lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar sem heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem staðfesti lóðarafmörkun og byggingrétt.
Með lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignastofnanna eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Bjarg íbúðafélag er slík sjálfseignastofnun og vinnur það að uppbyggingu almennra leiguíbúða á grundvelli laga nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 555/2016.
5. Bústetuþjónusta: fatlað fólk: reglur – 1806001
Frá 139. fundi fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga fimmtudaginn 24. maí 2018, 3, mál (sjá 8. mál í þessari fundargerð).

Fyrir fundinum liggja:
Drög að verklagsreglum vegna afgreiðslu umsókna um húsnæði og þjónustu við fatlað fólk, 18 ára og eldri, á heimilum sínum.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir verklagsreglur vegna afgreiðslu umsókna um húsnæði og þjónustu við fatlað fólk, 18 ára og eldri, á heimilum sínum.
6. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: slit DS – 1706181
Frá 695. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 22. maí 2018, 10. mál (sjá 10. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð samþykkir að slit DS fari fram með þeim hætti sem fram kemur í frumvarpi að úthlutunargerð vegna slita DS.

Fyrir fundinum liggja fundargerð slitafundar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum haldinn miðvikudaginn 30. maí 2018 og Frumvarp að úthlutunargerð vegna slita DS.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu slitafundar DS og bæjarráðs Sandgerðisbæjar um slit DS.
7. Fasteignafélag Sandgerðis: fundargerð stjórnar – 1709009
Fundargerð fundar með eigendum og íbúum Miðnestorgs 3 í Sandgerði. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 31. maí 2018.
Samþykktir fyrir húsfélag eigenda fasteignarinnar Miðnestorgi 3, Sandgerði.
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. 139. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga – 1801011
Fundargerð 139. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 24. maí 2018.

3. mál: 1803023 – Verklagsreglur vegna afgreiðslu umsókna um húsnæði og þjónustu við fatlað folk á heimilum sínum. Sjá 5. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
9. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: fundagerðir 694. fundar – 1801021
Fundargerð 694. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 8. maí 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
10. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: Fundargerð 695. fundar – 1801021
Fundargerð 695. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 22. maí 2018.

2. mál: 1711008 – Uppbygging leiguhúsnæðis og vilyrði fyrir lóðaúthlutun. Sjá 4. mál í þessari fundargerð.
3. mál: 1706116 – Tjarnargata 4: Drög að samningi við Knattspyrnudeild Reynis. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
10. mál: 1706181 – Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum: slitastjórn. Sjá 6. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.
11. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: fundargerð 391. fundar – 1801004
Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12. Saga Sandgerðis: byggð í Miðneshreppi og Sandgerði 1907-2007 – 1801008
Saga Sandgerðis – Byggð í Miðneshreppi og Sandgerði 1907-2007.
Gestur fundarins í þessu máli var Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson afhendir bæjarstjóra fyrsta eintak af bókinni Saga Sandgerðis – Byggð í Miðneshreppi og Sandgerði 1907-2007 sem kemur formlega út í dag.
Viðstaddir eru sviðsstjórar Sandgerðisbæjar ásamt þeim sem setið hafa sem aðalfulltrúar í bæjarstjórn og þeim sem verið hafa sveitarstjórar og bæjarstjórar í Miðneshreppi og Sandgerðisbæ.

Til máls tóku: AÓB, ÓÞÓ, SÁ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn fagnar útkomu annars bindis af Sögu Sandgerðis.
Bæjarstjórn þakkar höfundinum Önnu Ólafsdóttur Björnsson og ritnefndinni; Sigurði Vali Ásbjarnarsyni, Reyni Sveinssyni og Sigurði Hilmari Guðjónssyni fyrir þeirra vinnu að gerð bókarinnar.
Þá þakkar bæjarstjórn Sigrúnu Árnadóttur og Guðjóni Þ. Kristjánssyni fyrir þeirra þátt við lokafrágang og útgáfu bókarinnar.

Forseti þakkaði bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir einstaklega gott samstarf síðustu fjögur ár og sagði síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar slitið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

Ólafur Þór Ólafsson sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign
Sigursveinn B. Jónsson sign
Fríða Stefánsdóttir sign
Guðmundur Skúlason sign
Daði Bergþórsson sign
Magnús S. Magnússon sign
Sigrún Árnadóttir sign