39. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs

Home/Frístunda-, forvarna-, jafnréttis/39. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
 • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

39. fundur Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
 haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
4. október 2017 kl. 18:00

 

Fundinn sátu:
Ástrós Jónsdóttir formaður (S),  Þorgeir Karl Gunnarsson (B), Gréta Ágústsdóttir (B), Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir (D)  Andrea Dögg Færseth áheyrnarfulltrúi(H), og Rut Sigurðardóttir starfsmaður.

Björn Ingvar Björnsson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði:  Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi.

Dagskrá:

 1. 1707006 – Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2018
  Fyrir fundinum liggja drög að fjárhags-og starfsáætlun 2018 fyrir Frístunda- og forvarnasvið. Frístunda- og forvarnafulltrúi kynnti málið.
  Afgreiðsla: FFJ samþykkir drögin að fjárhags- og starfsáætlunum fyrir sitt leyti.
 2. 1709018 – Ósk um viðbótarstyrk, Barna- og unglingaráð Reynis
  Fyrir fundinum liggur erindi frá Barna- og unglingaráði Reynis/Víðis þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk.
  Afgreiðsla: FFJ leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2018.
 3.  1709019 – Frístundahandbók
  Fyrir fundinum liggja drög að frístundahandbók þar sem frístundastarfi sem í boði er í Sandgerði eru gerð skil.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
 4. 1708013 – Lýðheilsugöngur 2017
  Frístunda- og forvaranarfulltrúi sagði frá verkefninu sem var samstarfsverkefni við Ferðafélag Íslands.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
 5. 1706257 – Heilsuvika 2017
  Dagskrá heilsu- og forvarnarviku á Suðurnesjum kynnt.
  Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 19.20
Ástrós Jónsdóttir sign
Þorgeir Karl Gunnarsson sign
Gréta Ágústsdóttir sign
Thelma S. Fuglö Hlöðversdóttir sign
Andrea Dögg Færseth sign
Rut Sigurðardóttir sign