389. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/389. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

Fundargerð 389. fundar
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
3. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu: Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðjón Þ. Kristjánsson.

1.   Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: breyting á fundartíma í maí 2018. – 1801004
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: breyting á fundartíma í maí 2018.

Forseti óskaði heimildar fundarins til að taka þetta mál inn á dagskrá fundarins sem 1. mál og færðust aðrir dagskrárliðir aftur sem því næmi.
Forseti lagði fram þá tillögu að reglubundinn fundur bæjarstjórnar sem fara átti fram þriðjudaginn 1. maí 2018 færðist til miðvikudagsins 2. maí 2018.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Tillaga forseta um að taka þennan lið á dagskrá sem 1. mál var samþykkt samhljóða.
Tillaga forseta um að reglubundinn fundur bæjarstjórnar sem fara átti fram þriðjudaginn 1. maí 2018 færðist til miðvikudagsins 2. maí 2018 var samþykkt samhljóða.
2.   Ársreikningur 2017 (gestir undir þessum lið eru Anna Birgitta Geirfinnsdótttir endurskoðandi og Elísabet Þórarinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs) – 1803027
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 2. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017 er vísað til fyrir umræðu í bæjarstjórn.

Fyrir fundinum liggur ársreikningur Sandgerðisbæjar 2017 til fyrir umræðu.
Anna Birgitta Geirfinnsdótttir endurskoðandi fór yfir reikninginn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sandgerðisbæjar.

Til máls tóku: HS, MSM, ÓÞÓ.

Gestir
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi .
Elísabet G. Þórarinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sandgerðisbæjar .
Afgreiðsla:
Ársreikningi Sandgerðisbæjar 2017 er vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 2. maí 2018.
3.   Skipan í kjörstjórn – 1706042
S-listi tilkynnir um breytingu á skipan í kjörstjórn við bæjarstjórnarkosningar laugardaginn 26. maí 2018.
Hafsteinn Þór Friðriksson tekur sæti sem sem aðalmaður þar sem Pétur Brynjarsson hefur verið skipaður í yfirkjörstjórn.
S-listinn skipar jafnframt Helgu Karlsdóttur sem varamann í kjörstjórn.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Lagt fram.
4.   Aldraðir: dagdvöl – 1803031
Frá 137. fundi fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga fimmtudaginn 8. mars 2018, 2. mál (sjá 12. mál í þessari fundargerð).
Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga skorar á bæjaryfirvöld til að leita leiða til að veita öldruðum dagsvöld þ.m.t. fyrir heilabilaða og að sótt verði um leyfi til Velferðarráðuneytisins um rekstur slíkrar þjónustu.

Fyrir fundinum liggur minnisblað Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur félagsmálsatjóra um málið.
Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SÁ, FS, HS, MSM, DB, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir álit fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga að leitað verði leiða til að veita öldruðum dagsvöld þ.m.t. fyrir heilabilaða og að sótt verði um leyfi til Velferðarráðuneytisins um rekstur slíkrar þjónustu, hugsanlega í Miðhúsum í Sandgerði.
Bæjarstjórn óskar eftir afstöðu bæjarstjórna Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga í málinu og visar því jafnframt til vinnslu í bæjarráði Sandgerðisbæjar.
Jafnframt er bæjarstjóra falið að kom á fundi með ráðherra um málið.
5.   Rockville: umsókn um stöðuleyfi – 1802041
Frá 495. fundi húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar miðvikudaginn 21. mars 2018, 2. mál (sjá 13. mál í þessari fundargerð).
Ráðið telur erindið ekki samræmast þeim hugmyndum sem höfð voru að leiðarljósi við nýtingu svæðisins í tillögu að deiliskipulagi sem unnið var fyrir svæðið á árinu 2008. Þó svæðið yrði heimilað til þeirra nota tímabundið sem umsækjandi óskar eftir er aðeins heimilt að veita stöðuleyfi til 1. árs í senn og því aldrei hægt að verða við stöðuleyfi til 10 ára eins og óskað er eftir. Kadeco er með leigusamning við landeigendur um umrætt land og því verður landinu ekki ráðstafað án samráðs við þá. Erindi vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar til umsagnar.

Daði Bergþórsson leggur til að erindinu verði vísað til skoðunar í bæjarráði.

Til máls tóku: SBJ, DB, HS, MSM, SÁ, ÓÞÓ

Afgreiðsla:
Tillaga Daða Bergþórssonar um að málið verði tekið til umfjöllunar í bæjarráði er samþykkt samhljóða.
6.   Taramar: leigusamningur/eignarhlutur – 1706071
Frá 690. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 15. mars 2018, 5. mál (sjá 15. mál í þessari fundargerð).
Niðurstaða málsins var skráð á bls. 30 í trúnaðarbók bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn afléttir trúnaði á málinu.
Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: ÓÞÓ, SÁ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir fram lögð drög að samkomulagi við Taramar ehf. vegna leigu og eignarhluta Sandgerðisbæjar hjá fyrirtækinu.
7.   Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda. – 1803028
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 3. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskriftir að upphæð 936.619 kr. vegna þjónustugjalda verði samþykktar samkvæmt fram lögðum gögnum.

Til máls tók: ÓÞÓ:

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs Sandgerðisbæjar um afskriftir að upphæð 936.619 kr. vegna þjónustugjalda.
8.   Lionsklúbbur Sandgerðis: umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2018 – 1803014
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 5. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Lionsklúbbi Sandgerðis verði veittur styrkur til greiðslu fasteignagjalda af húseign klúbbsins að Tjarnargötu 7 Sandgerðisbæ.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs Sandgerðisbæjar um að Lionsklúbbi Sandgerðis verði veittur styrkur samkvæmt 2. málsgrein 5. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, 7. grein reglugerðar um fasteignaskatt nr 1160/2005 og reglum bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts frá 10. janúar 2012, til greiðslu fasteignagjalda af húseign klúbbsins að Tjarnargötu 7 Sandgerðisbæ.
9.   Taekwondo deild Keflavíkur: Styrktarbeiðni – 1706090
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 6. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að Taekwondodeild Keflavíkur verði veittur styrkur að upphæð 100.000 krónur.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs Sandgerðisbæjar um styrk að upphæð kr. 100.000,- til Taekwondodeildar Keflavíkur samhljóða.
10.   Norræna félagið: Nordjobb sumarstörf 2018 – 1803023
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 7. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins verði falið að ganga til samstarfs við Nordjobb á Íslandi með það í huga að ráða tvo aðila frá samtökunum til starfa í sumar.

Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs Sandgerðisbæjar um að bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins verði falið að ganga til samstarfs við Nordjobb á Íslandi með það í huga að ráða tvo aðila frá samtökunum til starfa í sumar.
11.   Bjarg: Húsnæði: stofnframlag – 1711008
Frá 691. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 27. mars 2018, 11. mál (sjá 16. mál í þessari fundargerð).
Bæjarráð fagnar þessum áfanga í uppbyggingu húsnæðis í Sandgerðisbæ og vill að skoðuð verði áframhaldandi uppbygging leiguhúsnæðis í bænum.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Til máls tóku: SÁ, HS, MSM, ÓÞÓ, DB, FS.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs Sandgerðisbæjar um málið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra húsnæðis- skipulags- og byggingasviðs að skoða möguleika á áframhaldandi uppbygging leiguhúsnæðis í bænum.
Bæjarsjórn felur bæjarráði að fylgja málinu eftir.
12.   Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 137. fundur – 1801011
Fundargerð 137. fundar fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 8. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða:

2. mál: 1803010 – Aldraðir: dagdvöl.
Sjá 4. mál í þessari fundargerð.

13.   Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 494. fundur – 1801031
Fundargerð 494. fundar húsnæðis- skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 14. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða:

2. mál: 1803019 – Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2010-2024:Tillaga að breytingu 2018.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs á verkefnis- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi 2010-2024.

14.   Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 495. fundur – 1801031
Fundargerð 495. fundar húsnæðis-, skipulags- og byggingaráðs Sandgerðisbæjar.
Fundurinn fór fram miðvikudaginn 21. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða:

2. mál: 1802041 – Rockville: umsókn um stöðuleyfi.
Sjá 5. mál í þessari fundargerð.

7. mál: 1711008 – Bjarg: Húsnæði stofnframlag.
Sjá 11. mál í þessari fundargerð.

15.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 690. fundur
– 1801021
Fundargerð 690. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn fór fram fimmtudaginn 15. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða:

2. mál: 1803019 – Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2010-2024:Tillaga að breytingu 2018.
Sjá 13. mál í þessari fundargerð.

3. mál: 1802012 – Svæðisskipulag Suðurnesja: breytingar
Afgreiðsla staðfest

5. mál: 1706071 – Taramar: leigusamningur.
Sjá 6. mál í þessari fundargerð.

16.   Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 691. fundur – 1801021
Fundargerð 691. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar
Fundurinn fór fram þriðjudaginn 27. mars 2018.

Til máls tóku: DB, HS, MSM, SÁ.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða:

2. mál: 1803027 – Ársreikningur 2017.
Sjá 2. mál í þessari fundargerð.

3. mál: 1803028 – Sandgerðisbær: afskriftir þjónustugjalda (gögn lögð fram á fundi).
Sjá 7. mál í þessari fundargerð.

5. mál: 1803014 – Lionsklúbbur Sandgerðis: umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2018.
Sjá 8. mál í þessari fundargerð.

6. mál: 1706090 – Taekvondo deild Keflavíkur: styrkbeiðni.
Sjá 9. mál í þessari fundargerð.

7. mál: 1803023 – Norræna félagið: Nordjobb sumarstörf 2018.
Sjá 10. mál í þessari fundargerð.

10. mál: 1803024 – Suðurnes: vatnsverndarmál.
Bæjarstjórn tekur undr áhyggjur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja af þeirri hættu sem að vatnsbólum Suðurnesjamanna stafar vegna bílaumferðar á Grindavíkurvegi og leggur áherslu á að lausn verði fundin hið fyrsta.

11. mál: 1711008 – Bjarg: Húsnæði: stofnframlag.
Sjá 11. mál í þessari fundargerð.

17.   Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 388. fundur – 1801004
Fundargerð 388. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.
Fundurinn for fram þriðjudaginn 6. mars 2018.
Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða:
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50

 

Ólafur Þór Ólafsson sign.   Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.   Fríða Stefánsdóttir sign.
Guðmundur Skúlason sign.   Daði Bergþórsson sign.
Magnús Sigfús Magnússon sign.   Sigrún Árnadóttir sign.