387. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/387. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

387. fundur
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
6. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Ólafur Þór Ólafsson forseti, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sigursveinn B. Jónsson, Fríða Stefánsdóttir, Guðmundur Skúlason, Daði Bergþórsson, Magnús Sigfús Magnússon, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
Elín B. Gissurardóttir tók sæti Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur við afgreiðslu 2. máls.
Fundargerð ritaði: Jóna María Viktorsdóttir.

1. Lífeyrisskuldbindingar: Brú: Samkomulag um uppgjör – 1801003
Fyrir liggja drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga um uppgjör á framlögum Sandgerðisbæjar vegna skuldbindinga A deildar lífeyrissjóðsins. Jafnframt liggur fyrir minnisblað frá KPMG vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð með tillögum um framkvæmd uppgjörsins. Þá liggur fyrir lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Til máls tóku: SÁ, MSM.

Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga samtals að fjárhæð 141,6 mkr. vegna framlaga í Jafnvægissjóð, Lífeyrisaukasjóð og Varúðarsjóð. Bæjarstjórn samþykkir að framlög að fjárhæð 46,6 mkr. í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð verði greidd af handbæru fé og að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu framlags í Lífeyrisaukasjóð að fjárhæð 95 mkr.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi þann 6. febrúar 2018 að taka lánstilboði hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 95.000.000.- með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur bæjarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til bæjarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Lánið er tekið til að fjármagna uppgjör lífeyrisskuldbindinga í Lífeyrisaukasjóð við Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Sigrúnu Árnadóttur, kt. 271060-7269, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sandgerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir að sami háttur verði hafður á við uppgjör
lífeyrisskuldbindinganna í Sveitarfélaginu Garði.
Bæjarstjóra er falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

2. Sandgerðishöfn 2017: undanþága Neytendastofu og drög að samningi við Fiskmarkað
Suðurnesja – 1706065
Frá 687. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 23. janúar 2018. Fyrir fundinum
lá samantekt bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðisbæjar vegna stöðugilda, samnings
við Fiskmarkað og fl., beiðni Sandgerðishafnar til neytendastofu dags. 15. janúar 2018
um undanþágu frá 3. gr. reglna nr. 650/2007 og svar Neytendastofu dags. 17. janúar
2018. Einnig lágu fyrir fundinum drög að samningi um samstarf milli Sandgerðishafnar
og Fiskmarkaðar Suðurnesja hf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að samningi Sandgerðishafnar og
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. um samstarf verði samþykktur.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna tengsla við
aðila málsins. Elín Björg Gissurardóttir tók sæti Hólmfríðar í þessu máli.
Til máls tóku: SÁ, MSM, FS, DB.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um fyrirliggjandi drög að samningi milli
Sandgerðishafnar og Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. með 6 atkvæðum S, B og D- lista,
bæjarfulltrúi H-lista greiðir atkvæði gegn tillögu bæjarráðs. Bæjarstjóra/hafnarstjóra er
falið að undirrita samninginn.

3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: mötuneyti og tengibygging: stækkun – 1801002
Frá 686. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fyrir fundinum liggur erindi formanns
skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 3. janúar 2018 um málið og
kostnaðaráætlun vegna þess. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkefnið verði
samþykkt.
Bæjarstjóra er falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna málsins.
Til máls tók: SÁ.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir vilja til þátttöku í kostnaði við stækkun mötuneytis og
tengibyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er samþykk þeirri aðferð að SSS haldi
utan um fjármögnunarþáttinn fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Málið verður
endanlega afgreitt þegar kostnaðaráætlanir liggja fyrir.

4. Íþróttamaður ársins 2017: skipan í nefnd um kjör íþróttamanns ársins. – 1801006
Frá 687. fundi bæjarráðs og 40. fundi Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs. Ráðið skipar
Andreu Dögg Færseth sem fulltrúa sinn í nefnd um kjör íþróttamanns ársins. Skv. reglum
skal bæjarstjórn skipa tvo fulltrúa í nefndina og annar þeirra vera formaður.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn skipar Berglindi Mjöll Tómasdóttur og Ólaf Þór Ólafsson í nefnd um kjör
íþróttamanns ársins 2017. Ólafur verður formaður nefndarinnar.

5. Heilsueflandi Samfélag – 1706322
Mál frá 40. fundi Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs. Fyrir fundinum liggur minnisblað
og tillaga frá Frístunda- og forvarnafulltrúa um að Sandgerði gerist heilsueflandi
Samfélag.
FFJ lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og leggur til að því verði fylgt eftir í nýju
sameinuðu sveitarfélagi.
Einnig liggur fyrir fundi bæjarstjórnar minnisblað frístunda- og forvarnafulltrúa vegna
málsins.
Til máls tók: SÁ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn staðfestir að fresta beri ákvörðun um umsókn til Landlæknisembættisins um
þátttöku í heilsueflandi samfélagi þar til eftir sameiningu Sandgerðis og Garðs. Áfram
verði þó unnið í samræmi við áætlanir um undirbúning málsins og gerð
forvarna/lýðheilsustefnu.

6. Félagsþjónusta: reglur um fjárhagsaðstoð – 1802004
Mál frá 136. fundi Fjölskyldu- og velferðarnefndar. Fyrir fundinum lá tillaga og
greinargerð um breytingu á 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð. Fjölskyldu og
velferðarnefnd samþykkti tillöguna. Tillagan felur m.a. í sér að grunnfjárhæð
fjárhagsaðstoðar verði áfram uppreiknuð miðað við vísitölu neysluverðs og að fjárhæðir
vegna fjárhagsaðstoðar séu samræmdar í sveitarfélögunum þremur sem að
félagsþjónustunni standa.
Til máls tók: SÁ

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð og að
greinin hljóði svo:
“Fjárhagsaðstoð til einstaklings 18 ára og eldri búsettum í Sandgerði, Garði eða Vogum
getur numið allt að kr. 157.821.- á mánuði. Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri
sambúð búsettu í Sandgerði, Garði eða Vogum getur numið allt að kr. 258.448.- á
mánuði. Fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem búa í foreldrahúsum getur numið allt að kr.
56.439.- séu þeir búsettir í Sandgerði, Garði eða Vogum. Ef umsækjandi er ekki skráður í
sambúð en deilir húsnæði með öðrum getur fjárhagsaðstoð til hans numið allt að kr.
122.074.- í Sandgerði, Garði og Vogum. Samhliða fjárhagsáætlunargerð hvers árs skal
taka ákvörðun um grunnfjárhæð.
Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu. Undantekning er
þegar umsækjandi hefur skertar barnabætur í kjölfar skilnaðar/sambúðarslita og skal þá
tekið tillit til skerðingarinnar við mat á fjárþörf.
Fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafna starfi eða virkniúrræðum skerðist í mánuðinum sem
starfi er hafnað og mánuðinum á eftir, sem nemur hálfum kvarða.
Fjárhagsaðstoð til þeirra sem skrá sig ekki vikulega skerðist sem nemur þeirri viku. Alla
jafna er fjárhagsaðstoð til framfærslu greidd mánaðarlega en heimilt er að greiða hana
vikulega vegna sérstakra aðstæðna og/eða með vísan til einstaklingsmiðaðrar
áætlunar.”

7. Forvarnarhópurinn Sunna: kynningarfundur 8. mars – 1802005
Fyrir fundinum liggur samantekt vegna undirbúnings árlega fundar forvarnahópsins
Sunnu með bæjarfulltrúum sem haldinn verður 8. mars nk. kl. 19.30 í Gerðaskóla.
Málinu er vísað til bæjarráðs.

8. Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð: 40. fundur – 1801025
Fundargerð 40. fundar Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs. Fundurinn fór fram 10.
janúar 2018. Mál 1. sjá 4. mál í þessari fundargerð, 2. mál sjá 5 mál fundargerðarinnar.
Til máls tók: ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
3. mál bæjarstórn tekur undir með ráðinu og telur rétt að gert verði átak í að reglum um
sölu tóbaks sé fylgt og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sinni því eftirlitshlutverki sem því er
falið skv. reglugerð um smásölu tóbaks. 5. mál málinu er vísað til bæjarráðs.
Fundargerð staðfest samhljóða.

9. Hafnaráð: 14. fundur – 1801005
Fundargerð 14. fundar Hafnaráðs. Fundurinn fór fram 3. janúar 2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

10. Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð: 493. fundur – 1801031
Fundargerð 493. fundar Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráðs. Fundurinn fór fram 17.
janúar 2018.
Til máls tóku: MSM, ÓÞÓ.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

11. Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga: 135. og 136.
fundir – 1801011
Fundargerð 135. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar,
Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga sem haldinn var 4. janúar 2018.
Fundargerð 136. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar,
Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga sem haldinn var 18. janúar 2018. 1. mál
sjá 6. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerðir staðfestar samhljóða.

12. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 686. fundur – 1801021
Fundargerð 686. fundar bæjarrráðs. Fundurinn fór fram 9. janúar 2018. 2. mál sjá 1. mál
í þessari fundargerð. 3. mál, sjá 3. mál í þessari fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

13. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 687. fundur – 1801021
Fundargerð 687. fundar bæjarráðs. Fundurinn var haldinn 23. janúar 2018. 1. mál sjá 2.
mál í þessari fundargerð. 2. mál, sjá 1. mál í þessari fundargerð, 5. mál sjá 4. mál í þessari
fundargerð.

Afgreiðsla:
Fundargerð staðfest samhljóða.

14. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 386. fundur – 1801004
Fundargerð 386. fundar bæjarstjórnar. Fundurinn var haldinn 2. janúar 2018.

Afgreiðsla:
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Ólafur Þór Ólafsson, sign
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, sign
Sigursveinn B. Jónsson, sign
Fríða Stefánsdóttir, sign
Guðmundur Skúlason, sign
Daði Bergþórsson, sign
Magnús Sigfús Magnússon, sign
Sigrún Árnadóttir, sign