386. fundur bæjarstjórnar

Home/bæjarstjórn/386. fundur bæjarstjórnar
  • Sandgerði - Varðan - Tjörnin

386. fundur 
bæjarstjórnar,
haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3,
2. janúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sem stýrði fundi í forföllum forseta bæjarstjórnar, Sigursveinn B. Jónsson, Andri Þór Ólafsson í forföllum Ólafs Þórs Ólafssonar, Sæunn G. Guðjónsdóttir í forföllum Fríðu Stefánsdóttur, Eyjólfur Ólafsson í forföllum Guðmundar Skúlasonar, Daði Bergþórsson, Magnús S. Magnússon og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Þ. Kristjánsson

Dagskrá:
1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018 – 1709006
Frá 685. fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 12. desember 2017, 1. mál (sjá 4. mál í þessari fundargerð). Bæjarráð vísar umfjöllun um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta Sandgerðis fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 til hafnaráðs til umsagnar. Bæjarstjóri fór yfir málið. Til máls tóku: SÁ, MSM.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs um að vísa málinu til umsagnar í hafnaráði og til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs að lokinni umfjöllun í hafnaráði.

2. Sandgerðisbær: umhverfismál – 1706280
Frá 81. fundi umhverfisráðs Sandgerðisbæjar þriðjudaginn 19. desember 2017, 2. mál (sjá 3. mál í þessari fundargerð). Umhverfisfulltrúi kynnti málið og lagði fram minnisblað um gerð umhverfisstefnu Sandgerðis og Garðs. Rætt var mikilvægi málsins og lýsir nefndin ánægju með þessar fyrirætlanir og styður þessar tillögur heilshugar. Nefndin hvetur bæjarstjórn til að vinna málinu brautargengi með fullum stuðningi. Bæjarstjóri fór yfir málið. Til máls tóku: SÁ, DB, HS.
Afgreiðsla: Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisráðs Sandgerðisbæjar um gerð sameiginlegrar umhverfis- og loftslagsstefnu bæjarfélaganna Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs.

3. Umhverfisráð: 81. fundur – 1708010
Fundargerð 81. fundar umhverfisráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 19. desember 2017. 1. mál: Jólahús Sandgerðisbæjar 2017 – 171201. Bæjarstjórn óskar eigendum Holtsgötu 7a til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. 2. mál: Sandgerðisbær: umhverfismál – 1706280. Sjá 2. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

4. Bæjarráð Sandgerðisbæjar: 685. fundur – 1706323
Fundargerð 685. fundar bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 12. desember 2017. 1. mál: Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018: skilyrði úthlutunar – 1709006. Sjá 1. mál í þessari fundargerð.
Afgreiðsla: Fundargerð staðfest samhljóða.

5. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar: 385. fundur – 1708016
Fundargerð 385. fundar bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 5. desember 2017.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir sign.
Sigursveinn B. Jónsson sign.
Andri Þór Ólafsson sign.
Sæunn G. Guðjónsdóttir sign.
Daði Bergþórsson sign.
Eyjólfur Ólafsson sign.
Magnús S. Magnússon sign.
Sigrún Árnadóttir sign.